Ljósmyndarasonurinn…

16.03.2017

Eins og þið sem þekkið okkur vita er minn heittelskaði ljósmyndarasonur og hann hefur svo oft sagt mér sögur af því þegar hann byrjaði í skóla og labbaði svo niður á ljósmyndastofu til að fá myndatöku hjá pabba því þetta var svo stór dagur í hans lífi.  Virkilega skemmtilegar myndir sem voru teknar af honum þann dag, hálftannlaus og sætur.

Seinna þegar hann varð eldri fór honum að finnast þetta oft kvöð þe. að eiga pabba sem var ljósmyndari og ég sá það hjá Mirrunni okkar líka á tímabili, unglingar eru svo óánægðir með sjálfa sig að þeir vilja helst ekki festa það á filmu eða disk.

En já svo þegar ég fæ ljósmyndadelluna þá nýt ég þess auðvitað að eiga mann sem er vanur að hjálpa til á ljósmyndastofunni hvort sem er í formi fyrirsætustarfa eða annarra aðstoðarstarfa.

Og ég sem hef verið með svokallaða krystalsýki síðastliðna viku og þurfti að fresta 2 myndatökum átti myndatöku í gær en ekki orðin algóð svo ég dobbla ljósmyndarasoninn með mér í stúdioið til að aðstoða mig með það sem ég réði ekki við og auðvitað var hann til í það.

Og málið er að það er líka stórviðburður núna hjá honum líkt og þegar hann byrjaði í skóla, hann er nefnilega í gipsi í fyrsta sinn og því var honum skellt í mínímyndatöku.

Auðvitað var yfirskinið að ég væri að stilla upp ljósunum en samt, mér þykir bara svo gaman að mynda þennan strák.

Þangað til næst,
ykkar Kristín á Nesan

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.