Já við skelltum okkur bara í lestarferð með Setesdalsbanen á sunnudaginn og mamma dreif sig bara með. Hún hélt þetta yrði eitthvað of erfitt en það var allt í lagi þetta ferðalag og ég skemmti mér konunglega en mér finnst þetta dásamleg upplifun. Svo ljúft og gott að fara svona aftur í tímann og upplifa eitthvað skemmtilegt.
Þar sem lestin getur ekki snúið við á teinunum er fremsta vagninum snúið við eða sko hann getur verið á hvorn veginn sem er. Hérna er verið að færa hann að lestarvögnunum sem hann mun draga.
Ríkharður vildi endilega fá mynd af sér þar sem hann léti sem hann héldi á lestinni, við vorum kannski ekki alveg með nákvæmnina þarna með okkur.
Meira að segja miðarnir eru eldgamaldags.
Svo eru leiktæki þarna á brautarstöðinni í hefðbundnum gamaldagsstíl og prófuðu strákarnir stulturnar og gekk bara nokkuð vel.
Við byrjuðum lestarferðina í Grovane.
Mamma tilbúin í lestarferð.
Og allir hinir líka.
Og svo eru miðarnir gataðir svo vitað sé að búið sé að nota þá.
Útsýnið á leiðinni er flott.
Það kom kannski aðeins of mikill reykur þarna úr lestinni og ég fékk bara litla kolamola í augun þegar ég rak hausinn út um lestargluggann.
Ríkharður Davíð kíkir á frænku sína út um gluggann.
Svo stoppuðum við við þessa lest, veit ekki alveg hvað gekk á en ég fékk allt í einu þá tilfinningu að þessi lestarvagn væri fullur af munaðarleysingjum og við þyrftum að taka þeirra vagn í tog. En auðvitað ekki enda er þetta ekki alvöru ævintýri þó mér líði alltaf eins og í skáldsögu.
Svo komum við á hina lestarstöðina og þá þurfti auðvitað að taka mynd.
og aðra
og enn aðra……
Þarna losaði lestin vatn eða tók vatn sá alla vega vatn renna þarna. Kannski ég verði bara lestarstjóri þegar ég er orðin stór og læri meira um þetta.
Og eitthvað þurfti að huga að teinunum líka.
Svo er bara allt að verða klárt til baka og lestarþjónarnir að fylgjast með að allt gangi upp.
Og hér er hringt í gsm síma en ekki með einni stuttri og einni langri eins og mig hefði grunað ha ha ha.
Og Ríkharður Davíð horfir út um gluggann og nýtur ferðarinnar.
Og þetta kríli varð að kíkja á okkur smá.
Stundum er ansi þröngt við klettana þegar lestir fer framhjá.
Jæja eftir lestarferðina fann mamma draumabílinn.
Frábær lestarferð að baki og framundan út að borða á Mother India þar sem við fengum æðislegan mat og nutum vel. Síðan heim og þá var dagur að kvöldi kominn.
Þangað til næst,
ykkar Kristin á Nesan.