Ríkharður í Tívolí á Skalldyrfestevalen i Mandal

Já það er orðið langt síðan ég hef bloggað hérna en nú er kominn tími til og næstu blogg munu vera hálfgerð myndablogg um dvöl Ríkharðs Davíðs hjá frænku á Nesan.

Við skelltum okkur sem sagt á Skalldyrfestivalen í Mandal og leyfðum prinsinum að fara í Tívolí.  Drengurinn kom okkur svo á óvart með því að fara í tæki sem við héldum hann myndi ekki leggja í og svo hitti hann stelpu og voru þau þvílíkt krúttleg þarna í tívolíinu, buðu hvort öðru í tæki og krúttuðu bara yfir sig.

Ég heillast alltaf af parísarhjólinu en síðast var það svo litskrúðugt en núna bara hvítt og smá rautt í sætunum.  En flott samt.

Mæðginin skelltu sér fyrst í klessubílana og nutu þess í botn.  Klesstu á og stýrðu vitlaust eins og gera skal í svona tæki, mikið gaman og alltaf alltof stuttur tími í einu í þessum tækjum.

Svo rak ég augun í Natalie og Lovísu og við fórum að spjalla.

En á meðan skelltu Klara og Ríkharður sér í skemmtihúsið eða þrautahúsið og það fannst prinsinum mjög skemmtilegt.

og svo þegar ég er búin að mynda krakkana í leik þá lít ég af og til upp og sé eitthvað álíka magnað og hérna og rifja alltaf upp þegar ég skellti mér út fyrir þægindahringinn og fór í þetta svakalega tæki þarna sem fer bara hátt uppí himininn og snýst og rúllar og ég veit ekki hvað og hvað.

En eftir skemmtihúsið þá hittust Ríkharður og Natalie og RD bauð henni með sér aðra ferð í skemmtihúsið.  Deit eða ekki deit?  Alla vega þvílíkt krúttlegt par.

Og aftur að þessu svakalega tæki, ekkert skrítið að ég hafi skolfið á beinunum og nánast grenjað þegar ég var þarna uppi.  Ég man ég hreinlega hélt ég myndi deyja.

Gaman að svona þrautahúsum eins og þau voru að upplifa krakkarnir.

Það er eitthvað voða sjarmerandi við tívolí og mannlífið og gleðina.

En jæja nú var prinsinn búinn að ná sér í stelpu og þá stækkaði hjartað alldeilis og hann vildi prófa bollana.  Ja hérna nú vorum við sko hissa.  En svo þegar bollinn var að fara af stað þá vildi hann fá mömmu sína með sem síðan ýtti mér í staðinn, ég hélt nú þetta væri ekkert svakalegt, man eftir að hafa farið með Kollu frænku í svona í gamla daga á Íslandi svo ég lét mig hafa það en hefði betur sleppt því.  Þetta var bara skelfilegt og ég veit það núna að ég er bara búin með tívolípakkann minn og veit það líka að verstu áhættufíklar eins og ég var enda sem lífhræddar mæður eins og ég er orðin núna.  Og hræddust er ég nú þegar ég horfi á barnið mitt sem er auðvitað ekki svo lítið lengur fara í öll hættulegustu tækin og elska það.  En jú jú ég man þá tíð.

En sko krakkarnir vildu fara aftur og þá þurfti enga skíthrædda frænku til að fylgdar og þau hefðu viljað fara aftur og aftur og aftur ef þetta kostaði ekki svona mikið.

Ég man nú eftir að hafa farið í svona tæki líka í gamla daga og elskað það en sjáið enn og aftur þetta skelfilega þarna fyrir ofan, úff að ég skyldi…..

En Natalie er sko tívolísjúk og fór í öll tæki sem hún mátti fara í og ég get svarið það að svona lítil börn megi fara í svona hræðileg tæki er bara ekki í lagi…. en hún elskaði þetta.

og þetta líka, ja hérna þessi stelpa.

En þá var komið að því að reyna hæfnina eftir að ég prófaði heppnina sem ekki var með mér þá ákvað Ríkharður að kasta bolta í blöðrur og reyna að sprengja þær.

Og viti menn, drengurinn nældi sér í bangsa og var þvílíkt ánægður með sig.

En jú jú þó ég þori ekki lengur að fara í þessi tæki þá finnst geggjað gaman að mynda aðra í þeim.

Skemmtileg tívolíferð er lokið og nýjir vinir hafa myndað vinabönd.

Þangað til næst,
ykkar Kristín á Nesan

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.