Júní 2020 var kannski viðburðarríkur mánuður en ekki þar sem ég valdi það heldur vegna veikinda pabba og enn og aftur var honum ekki hugað líf. Í þetta sinn var hann líka tilbúinn að kveðja því hann hafði ekki áhuga á að lifa innilokaður á sjúkrashúsi og enginn mátti heimsækja hann.
Ég trúi því að þetta helvítis Covit19 sé búið að vera gamla fólkinu okkar ansi erfitt, sbr. amma á Grund, auðvitað fullt af fólki í kringum alla, þe. fólkið sem vinnur þarna og er svo yndislegt sem hugsast getur og gerði sitt besta en það er ekki fólkið hennar eða fólkið hans pabba og situr ekki og heldur í hendina á ömmu eða rifjar upp gamla minningar með pabba. En já veikindi pabba eru alvarleg og þó hann sé kominn heim eru þau enn alvarleg og hann sér fram á að keyra ekki meira bílinn sinn eða fara í göngutúrana með köllunum eða bara í kaffispjall niður á bílaverkstæði en þetta er það sem litað hefur dagana hans hingað til.
En alla vega ég sagði upp vinnunni hjá Iss við að skúra í HM aðallega vegna ömurlegs yfirmanns en líka vegna þess að ég vildi komast að í ræstingum hjá Sveitarfélaginu en gat aldrei sagt já við afleysingum þar vegna þess að ég var föst á hinum staðnum. Þessi ömurlegi yfirmaður gat ekki einu sinni svarað mér hvenær ég fengi að hætta og ég endaði á að segja við hann að ég væri að fara til Íslands um leið og landið opnaði vegna veikinda pabba míns og það skipti engu máli hvað hann segði, ég færi. En jú jú á síðustu stundu gat sagt mér að þetta gengi upp.
Svo ég keypti flug og átti bókað til Íslands 15. júní. En þá kom upp babb í bátinn fáar lestarferðir eru og enn færri sem komast í lestarnar vegna Covit svo ég varð að fara til Osló 4 dögum fyrr sem var nú ekkert leiðinlegt því ég á vinkonu þar sem var búin að vera í heimavinnu í marga mánuði og gat alveg hugsað sér að fá heimsókn og auðvitað gerðum við sem mest úr helginni og áttum bara æðislegan tíma.
En í upphafi þessarar ferðar byrjaði líka hið svokallaða Selfie sumar hjá mér sem byrjaði auðvitað á selfie með bestu minni og mínum.
Svo kom Osló og Hadda sem er hin eina og sanna Selfie queen!
En það er skrítið að ferðast á þessum tíma, ég upplifði mig eins og Palli var einn í heiminum þegar ég kom á flugvöllinn.
Og upplifði líka það að þurfa að vera með andlitsgrímu og ég mun berjast á móti þeim sem mest ég má, því þetta er bæði ömurlegt að þurfa að hafa á andlitinu og móða á gleraugunum allan tímann, en verst að sitja þarna á flugvellinum og vita að þú þekkir tvær konur sem eru að fara í flug en þú þekkir þær ekki án andlits og því heilsuðum við ekki hverri annarri því við vissum bara ekkert hver var hvað.
En þetta voru ekki einu áhyggjur mínar við að koma til Íslands, því ég var að koma í fyrsta sinn eftir að mamma dó og ég hef alltaf gist hjá henni og fengið bílinn hennar lánaðann eða hún skutlað mér það sem ég þarf að fara en nú var engin mamma og enginn gisting og enginn bíll.
Það endaði með að 85 ára gamalt sjarmatröll frétti frá dóttur sinni í Ameríku að ég væri að vandræðast með að komast í Landeyjahöfn og hann gerði sér lítið fyrir og sótti mig, mér til mikillar undrunar út á Keflavíkurvöll og keyrði mér til Steinu tengdó þar sem ég var eina nótt, svo mætti sjarmurinn aftur morguninn eftir til að keyra mér á Selfoss en það var búið að bjóða mér far í Landeyjarhöfn bæði frá Hveragerði og Selfoss ef ég kæmi mér þangað. En svo endaði þetta nú bara með því að Konný systir þurfti að skreppa með kött til dýralæknis á Selfoss svo hún sótti mig bara til Sigrúnar og Kollu en þar hafði ég þá verið í góðu yfirlæti í nokkra klukkustundir. Og þrátt fyrir að koma mín hafi verið vegna veikinda pabba þá var þetta svo dásamlegur dagur og gaman að vera með þeim og svo kíkti Eyja til þeirra, hana grunaði líklega að ég væri þarna.
Jæja þá var ég komið HEIM til EYJA og gat loksins farið að heimsækja pabba sem var svo gott en það versta var að einungis einn mátti heimsækja hann á dag svo fyrst ég var komin þá gat Konný ekki heimsótt hann líka og ég fann að þó pabbi væri nú ánægður að sjá hana skellibjöllu sína þá saknaði hans Konný sem hefur verið honum svo undurgóð og sinnt honum síðustu árin í öllum hans veikindum og áföllum, en við eða hann nutum góðs af því að Sara Rún er að vinna á spítalanum svo hún gat að sjálfsögðu kíkt á afa sinn og það þótti honum voða gott enda er hún ábyggilega besti sjúkraliði í heimi og svo ótrúlega mikill stuðningur í henni í bæði veikindum pabba og eins mömmu á sínum tíma.
Ég hitti líka ótrúlega mikið af fólki, gamla vini og ættingja og fékk að eyða dágóðri stund með uppáhaldinu mínu henni Alenu Ýr sem ég hreinlega að elska að spjalla við um lífsins gagn og nauðsynjar.
Ég bara verð að fá að segja frá einu gullkorni sem þessi 6 ára snillingur kom með í sumar en þannig var að ég átti að vera að passa hana og inní því var að skutla henni á fótboltaæfingu sem ég og gerði og taldi mig hafa gert bara nokkuð vel, en þegar ég kem að sækja hana þá segir hún lafmóð við mig að ég hafi gleymt að láta hana hafa vatnsbrúsa með sér. Ég segi, úps þú verður nú bara að fyrirgefa mér þetta, ég bara fattaði það ekki því ég er orðin svo gömul. Þá segir Alena: Huh, þú ert nú ekki svo gömul! Og þá glymur í Sigþóru frænku og fótboltaþjálfara, en Alena hún er nú samt ömmusystir þín ;).
Fyst ætlaði ég bara að stoppa nokkra daga í Eyjum og svo nokkra á höfuðborgarsvæðinu en ákvað að síðustu stundu að eyða næstum öllum dögunum í Eyjum og bara 3 á höfuðborgarsvæðinu enda margir í sumarfríi og jú tilgangur heimsóknarinnar var að vera nálægt pabba og í Eyjum leið mér bara svo ofboðslega vel, svaf betur en ég hef gert lengi og naut þess bara að vera HEIMA. En svo kom að því að skella sér aftur uppá land og var Sigrún frænka þá svo yndæl að keyra mér um allt, sækja í Landeyjahöfn, fara með mér til elsku ömmu sem varð 101 árs núna um daginn. Og það var svo yndisleg stund þarna hjá okkur 4 saman, mér Sigrúnu, Kollu og ömmu og amma reyndi svo mikið að segja okkur eitthvað og náði að gera skiljanlegt hvað við vorum í fallegum kjólum og hélt fast í hendurnar á mér.
Ég gisti svo hjá Klöru systir og hitti báða bræður mína, átti geggjaða stund með gömlum vinnufélögum, fór út að borða með tengdamömmu og Ríkharði Davíð og endaði svo í Grindavík í nýja húsinu hjá Silju og Hansa sem keyrðu mér svo út á flugvöll á ókristilegum tíma.
Jæja svo var bara flug heim og lestin sama dag og endaði ferðalagið í 16 tímum með allri bið á milli en alltaf gott að koma heim þó erfitt væri að kveðja marga.
Þangað til næst, ykkar Stína á Nesan