Þá er haustið á leiðinni til okkar hægt og bítandi með sól og blíðu og ég loka sumrinu með því að birta samansafn af “Selfie” myndunum sem ég er búin að safna í sumar.
Þetta var ekkert sérstaklega planlagt í upphafi sumarsins en þegar ég skyndilega þurfti að skjótast til Íslands þegar landamærin opnuðu þá byrjaði ég að hitta ættingja og vini sem ég hef ekki séð lengi og fór að mynda mig með þeim og síðan vatt þetta bara uppá sig. Mér finnst þetta bara búið að vera geggjað gaman og ekki verra að hafa fengið titilinn Selfie drottningin en ég gat samt ekki tekið við honum því þann titil á hún vinkona mín hún Hadda og hann verður ekki tekinn af henni. En ég gæti verið “Selfie stjarnan” mér finnst það alveg vera bara dáldið skemmtilegur titill. En alla vega hér er afrakstur sumarsins og ég er stolt af öllum þessum myndum og öllu þessu fólki sem ég hitti þrátt fyrir Covit 19 enda stóra sprittflaskan að verða tóm.
Þangað til næst, ykkar Stína á Nesan.