Instant pizza með parmesan kartöflum

Þessi pizza er snilld og þvílíkt einföld og góð og ekki skemmir að vera með geggjaðar kartöfluskífur með.

Það þarf ekkert að hnoða, bara henda í skál og hræra.

1 bolli hveiti
1 tsk salt
pizzakrydd og sítrónupipar af því ég elska hann
2 egg
mjólk eftir þörfum

Þessu er hrært saman í skál, ég notaði nú bara gaffal til að hræra með, þar sem ég á bara einhvern plast písk finnst mér oft betra að nota bara gaffal, en auðvitað má setja í hrærivél eða nota handþeytara en þá er það ekki eins instant ef þú þarft fullt af græjum.

Deigið á að vera næstum eins og pönnukökudeig en ég hafði það aðeins þykkara og ég hellti því svo í skúffukökuform sem ég á en það er ætlast til að þetta sé bara sett á pönnu og pannan svo í ofninn en þá má hún að sjálfsögðu ekki vera með plasthandfangi og okkar svoleiðis panna er svo lítil svo ég varð að útfæra þetta aðeins.

Áleggið sem ég notaði var beikon, skinka, paprika, sveppir og laukur bara af því að ég átti þetta allt í ísskápnum. Ég steikti beikon og sveppi á pönnu áður en ég setti það á pizzuna. Hitt áleggið fór bara ferskt ofaná.

Ég setti deigið inní ofn í 5 mín á 200 gráðu hita, rétt til að láta deigið stífna svo áleggið færi ekki bara inní deigið. Þá tók ég deigið út og setti áleggið og ostinn ofan á og aftur inní ofn í 15 til 20 mín en kartöflurnar voru farnar að krauma vel og bakast svo þær ættu að vera tilbúnar á svipuðum tíma, þær fóru inn 20 mín áður en ég setti deigið inn.

Parmesan kartöflurnar eru gerðar þannig að ég sker þær í þykkar sneiðar og helli yfir þær olíu og krydda með salti og set svo parmesan ost yfir, baka í ofni í ca. 40 mín eða bara þar til þær eru svona fallegar útlits.

Þetta er svo mikil snilld að við vorum eiginlega að ákveða að framvegis verður þetta föstudagsrétturinn okkar.

Þráinn sagði að þetta væri nú svo einfalt og gott að börn niðrí 10 ára gætu eldað þetta handa mömmu sinni og pabba.

Þangað til næst, ykkar Stína á Nesan

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.