Á degi sem þessum…..

Á degi sem þessum…..

myndi ég gjarnan vilja hafa stærri brjóst. Það er aðeins á ca. 4 ára fresti sem þetta kemur yfir mig. Oftast væri ég bara til í að hafa þessi pínulitlu sem ég hafði áður en ég átti Ástrós Mirru svo ég þyrfti alls ekki að vera í spennitreyju alla daga. Hver var það sem fann upp brjóstahaldarann? Og hver ákvað að allar konur ættu að vera í brjóstahaldara sama hver stærð brjóstanna væri og hvort þau væru stinn eða lafandi?

Ég hata brjóstahaldara, hlýrarnir hanga aldrei uppá öxlunum á mér (ég er ábyggilega mjög siginaxla) og ef haldarinn er ekki mjög þröngur þá fer hann uppfyrir brjóstin ef ég teygi mig eitthvað. Fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim úr vinnu á daginn er að rífa þessa spennitreyju af mér og upplifa frelsið. Ekki að ég sé berbrjósta heima en bara í bol eða kjól án brjóstahaldarans.

En þá aftur að þessum eina degi á 4 ára fresti sem ég óska mér stærri brjósta en það er þegar ég fer í brjóstamyndatöku (mammogram) og elsku yndislegu konurnar sem vinna þarna fara að reyna að toga þau og teygja svo þau komist á milli glerjanna sem þarf að klemma þau í til að hægt sé að mynda. En jú jú þær eru sko flinkar og mig hefur oft langað til að sjá hvernig þær gera þetta því ég sé ekkert því hausinn er skorðaður upp að tækinu.

Þessi stúlka hérna er mjög afslöppuð enda brjóstið ábyggilega ekkert þarna á milli því myndin sjálfsagt blekkir en ég er svo klemmd þarna, stend næstum á tá og með hausinn alveg uppað glerinu og hendin hærra upp svo hægt sé að toga meira.

Ég heyrði einhvern tíma að það hefði verið karlmaður sem hefði fundið þetta tæki upp og því hugsa ég oft þegar ég þarna skorðuð á milli, “hvernig skyldi honum líða ef hann þyrfti að fara í typpamyndatöku og klemma vininn á milli og helst þurfa að standa á tám því hann nær ekki alveg upp á vélina og svo ýta annarri mjöðminni aðeins lengra inn því vinurinn er ekki nógu stór”. Ha ha ha það sem manni dettur nú í hug stundum og hugmyndaflugið fer ekkert í frí þó maður sé kominn á sextugsaldur.

Þangað til næst,
Ykkar Stína á Nesan

Ps. ég ætlaði að finna einhverja skemmtilega mynd af konu með stærri brjóst en ég og gúgglaði BIG BooBs og ó mæ god, ég er ekki viss um að jafni mig nokkurn tíma á því sem ég sá þá. Ennþá jafn saklaus og fyrir 40 árum, þessi stelpa.

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.