þó maður hafi ekki endilega svo mikið að gera, það er rosalega oft fimmtudagur en það er hið besta mál ég væri nú alveg til í að hafa bara 4 daga vinnuviku og 3ja daga helgar alltaf.
En ég hef lítið skrifað hér í þessari covit tíð enda margt umdeilt sem mann langar að skrifa og ég nenni ekki að þvarga við fólk, lífið er of stutt til þess svo ég bara þegi oftast. Nema aumingja Þráinn þarf að hlusta á allt og hann gerir það með sínu jafnaðargeði. Þessi drengur sko!
En hann er núna staddur á Íslandi, det er hans tur eins og norðmennirnir segja, Maddý mamma hans er búin að vera lasin og hann þurfti bara að fara heim og fá að knúsa hana aðeins og sýna stuðning. Það er ekkert auðvelt að vera svona langt frá aðstandendum sínum þegar eitthvað bjátar á og því miður þá erum við bara verkamenn og getum ekki tekið frí og hlaupið til Íslands á rándýrum miður eins oft og okkur langar. En hann kemur svo til baka á sunnudaginn og tekur með sér Steinu tengdó og það verður aldeilis ljúft, næstum 3 ár síðan hún var hér síðast. Svo ég krefst þess að hún stoppi lengi. Langar á tónleika með henni ef við finnum einhverja og bara sitja og tala og tala og tala og tala og njóta vorsins því það hlýtur að detta í vor í lok febrúar, þið munið ég er alltaf svo bjartsýn á veðrið þar til annað kemur í ljós.
En janúar er ekki minn uppáhaldsmánuður, jólin búin, bara myrkur og vond veður, og næstum öll veður eru vond ef það er myrkur. Ég td. hata að keyra bíl í myrkri og þurfa að nota háu ljósin, kveikja slökkva kveikja slökkva eftir því hvað ég mæti af bílum. (já ég bý úti í sveit með enga götulýsingu). Eins er oft svo vond færð í janúar og enn og aftur, var ég búin að segja að ég hata að keyra bíl, einu sinni fannst mér það bara leiðinlegt en núna hata ég það, og ég þarf að keyra bíl á hverjum degi minnst í klukkutíma í hálku og þröngum vegum og myrkri (ég reyni samt að fara ekki af stað núna fyrr en aðeins er farið að birta) svo ég sjái nú hálkuna. Vá í gær var skelfilegt, hafði snjóað í fyrradag svo fraus og svo hlánaði og fór að rigna, ég var í 50 mín að keyra 25 leið því ég gat ekki farið hraðar en 35 km því ég hreinlega var að keyra á svelli. Úff kvíðahnúturinn var ansi stór þegar ég var búin að vinna og komin heim og búin að setja bílinn inní bílskúr og kveðjann þann daginn. En þegar fer að vora og engin von á hálku þá líður mér nú betur að keyra svo þetta hatur er kannski bara árstíðarbundið eða þannig. Ég finn líka með aldrinum hvað mig langar þetta bara ekki, en svo verður maður bara, því enginn er strætó þarna uppí sveit.
Mig langar ekki að búa í borg, en mig langar að búa þar sem lest og strætó fara út um allt á hálftíma fresti og þá myndi ég kannski bara keyra bíl einu sinni í viku. Þegar við bjuggum í miðbænum í Mandal þá keyrði ég bíl kannski einu sinni í viku því þar gat ég labbað allt. En ég er svo ánægð með húsið okkar og garðinn og staðinn að öllu leiti fyrir utan samgöngurnar, svo ég er ekkert að fara að flytja, fæ bara að röfla yfir bílnum af og til og svo jafna ég mig.
En nú er sem sagt kominn febrúar og við búin að fara í gegnum dýrasta rafmagsreikningamánuð norðmanna í manna minnum og þe. des 21 og jan 22 og svo vonum við að febrúar verði hlýrri svo við þurfum alla vega að kynda minna og svo vonum við að Íslendingar geri ekki sömu mistök og Norðmenn að selja rafmagnið úr landi og skuldbinda sig með meira en þeir geta og þurfa að kaupa það dýrum dómi aftur og það lendir á okkur neytendum. Fáráðanlegt system. Selja afganga alltaf, aldrei of mikið og aldrei láta það bitna á þjóðinni. Það er í alvörunni fólk hérna í Noregi sem ræður ekki við svona miklar rafmagnshækkanir og þvær þvotta á nóttunni því þá er rafmagnið ódýrara og eldar mat á kamínunni, tekur allar klær úr innstungum og hefur ekkert kveikt nema í herberginu sem það situr í. Og sumir meira að segja fara ekki í sturtu eins oft og þeir vilja. Hugsið ykkur! Eitt ríkasta land í heimi.
En jú eins og ég hef komið inná þá er febrúar mættur og smá birta farin að koma, alla vega orðið ökufært án háuljósann kl. 8.30 á morgnanna, sem er æðislegt og gott ef það er ekki bara birta til kl. 17 og það gefur manni von í hjarta að vorið komi áður en ég veit af. En fyrst burt með snjóinn 😉
Það má þó gleðjast alltaf og nú er Noregur búinn að aflétta nánast öllum takmörkunum og Þorrablót um næstu helgi, jeiiiiii það verður geggjað. Og sjálfur Valli Sport ætlar að dj-ast og vera veislustjóri svo þetta verður æðislegt, það má reyndar ekki dansa segir í reglunum en við getum þá bara staðið úti á gólfi og sungið. ha ha ha
Ég ætla að enda þetta núna á því að segja ykkur frá viðbjóðnum sem ég las í morgunfréttunum, ég er reyndar voða glöð að í dag er dagur 2 þar sem engar covit fréttir eru sjáanlegar en þessi frétt stakk mig heldur betur.
Ungar hestastelpur 13 ára, já ég sagði 13 ára eru að fá send skilaboð frá einhverjum viðbjóðum þar sem verið er að bjóða þeim peninga fyrir að láta hest ríða sér. Og þær eru hreinlega svo ungar og saklausar að þær skilja ekki einu sinni spurninguna. Hvað djövulsins helvítis perrar eru út um allt. Ég er brjáluð! Vona að sem flestar stelpur geri eins og sú sem er í fréttinni, segja pabba sínum frá þessu.
Þangað til næst,
Ykkar Stína á Nesan.