Ég var í jarðarför á föstudaginn hjá dásamlegri dífu og söngkonu sem lést allt of snemma, en mikið var það falleg athöfn með fallegum söng en þó sá maður stundum að söngvararnir sem voru vinir söngkonunnar áttu erfitt með sönginn sinn og það skil ég vel. Að vera í jarðarför í steymi finnst mér ekki mikill munur og að vera á staðnum, þeas. fyrir mig en að sjálfsögðu hitti ég ekki aðstandendur og er ekki knúsa fólk og jafnvel kynnast nýju fólki. En athöfnin sjálf á streymi er góð fyrir mig. Ég hlusta, ég hlæ, ég græt og ég stend upp og syng alveg eins og í kirkjunni.
Elsku aðstendendur Guðbjargar Magnúsdóttur,
mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra og guð veri með ykkur á þessum erfiðu tímum.
En þó föstudagurinn hafi byrjað með jarðarför þá gaf hann og hún Guðbjörg mér þann skilning að fólk fer stundum bara skyndilega og það er ekki alltaf tími á morgun eða í næstu viku að hringja í einhvern og vera í samskiptum. Svo föstudagurinn var tekinn í það að hringja í fólk og spjalla við fólk og eiga í góðum samskiptum. Og hversu vel leið manni á eftir og hversu yndisleg tilfinning það er að sitja inní stofunni sinni og kveikja bara á messenger og vera komin með vinkonu eða vin á skjáinn eða jafnvel vinahjón þar sem börnin detta inní samtalið og heilsa uppá okkur.
Ótrúlega gefandi, þetta var sjálfsagt okkar erfidrykkja og það jafnvel með fólki sem þekki ekki konuna sem lést enda það er ekki aðalmálið heldur aðalmálið fyrir mig og okkur hérna í sveitinni að vera duglegri að rækta vinskap við fólkið okkar. Við erum nefnilega svo oft sjálfum okkur næg.
Og helgin hélt áfram á sömu nótum, Mirra og Helge komu til okkar í hrygg og dásemdar kvöldmat og við kenndum þeim kana, það var æðislega gaman að sitja við kertaljós og spila. Svo eftir að þau fóru hringdum við fleiri símtöl, enda var lítið talað í gær, kvótinn búinn en helgin er á topp 10 fyrir andlega næringu og reyndar góðan mat líka og ég svo fékk ég stanslaust dekur frá eiginmanninum.
Svo er það bara ný vika – nýjir möguleikar og hver veit hvað bíður okkar handan við hornið.
Eigið frábæra viku og þangað til næst, ykkar Kristin Jona