Já það er þetta með gervigreindina, sumir er hræddir við hana og aðrir skilja hana ekki en ég er nú ein af þeim sem tek henni fagnandi alla vega “so far” og hef notað mikið til að hjálpa mér að gera texta við myndir sem ég hef tekið og er að setja á ljósmyndavef og vantar svo oft hugmyndarflug að textanum. Ég nota hana til að gera texta á ensku, hef eitthvað prófað íslensku en þar er hún ekki orðin nógu góð, hef reyndar ekki prófað norskuna en jú á ensku hefur gervigreindin miklu meiri hugmyndaflug en ég hér er td. eitt dæmi:
Mynd tekin hérna á einni göngunni minni og ég hefði líklega skrifað eitthvað svona: “Amazing house I found when I was walking along the river.”
En Chat GPT sagði: “Discovering hidden wonders! stumbled upon this enchanting little cottage tucked away amidst the trees. It feels like a secret world of its own. 🌳✨”
Sem sagt miklu flottari texti og ég er orðin ansi flink að útskýra hvernig texta ég vil svo hann verður dáldið “spot on” en ég hef ekki ennþá notað AI að búa til myndir því mér finnst gaman að taka þær en ég er á ljósmyndavef (VERO) og stýri einni grúbbu þar sem heitir Snap_bridges og mitt hlutverk er að velja flottar brúarmyndir frá fólki út um allan heim og setja í grúbbuna okkar. Mér urðu hins vegar einu sinni á mistök að velja inn AI mynd og það er sama hvernig ég horfi á myndina ég get ekki séð að þetta sé ekki raunveruleg mynd tekin af laufblaði á miðri brúnni en á þessum tíma var ég ekki farin að skoða # sem fólk setti og þessi kona sem “átti” þessi mynd hafði verið hreinskilin og sett #ai svo ég hefði átt að átta mig á þessu svo núna leita ég bara að myndum þar sem útskýrt er hvaða brú í heiminum er þetta og passa mig á að ekki standi neitt AI við myndina en ég skil ekki að þú sért ljósmyndari/áhugaljósmyndari og ert dags daglega að setja inn myndir sem þú tekur og gerir svo allt í einu svona. Setur inn mynd sem þú fékk gervigreindina til að búa til fyrir þig. Samt skil ég alveg hvernig maður getur notað gervigreindina til að búa til myndir fyrir sig, td. getur maður sparað sér kostnað við að kaupa myndir úr myndabönkum ef þú rekur fyrirtæki og myndin þarf ekki að vera frá ákveðnum stað og hér koma dæmi: “Ljóshærð kona í litríkum fötum situr við Mac og er spennt að búa til eitthvað með gervigreind” er textinn sem ég setti. Hún er flott þessi kona en ekkert voðalega spennt. Ég er heldur ekki nógu klár hvernig ég á að orða það sem mig vantar mynd af, ég er klárari með textann held ég.
Þá bað ég gervigreindina að búa til mynd af Skógafossi á Íslandi og hérna sjáiði þá mynd og svo mína mynd af Skógafossi á Íslandi og fyrir þann sem ekki þekkir til þá er létt að trúa að gervigreindarmyndin sé raunveruleg.
Hérna kemur svo mynd frá Mandal, ég bað um mynd frá gamla bænum með hvítu húsunum, ég kannast nú ekkert við þetta fjall þarna fyrir endann á götunni og alls ekki kirkjuna.
Þetta er svipuð mynd frá Mandal sem ég tók og kirkjan sést ekki hérna enda engin gata sem þú getur tekið mynd svona niðureftir og kirkjan þá á bak við.
En svo aftur á móti bað hana um að búa til mynd af manneskju í gulri yfirhöfn og fjöll allt í kring og þá fæ ég þessa flottu mynd sem er hvergi tekin en gæti ég ekki auðveldlega sett hana á netið og látið sem ég hafi verið þarna í einskismannslandi?
Mér finnst gervigreindin frábær en ég er svo naiv sjálf að ég myndi láta plata mig hvern dag og ef einhver hefur hugmyndaflug að lýsa landslagi sem ekki er til í raunveruleikanum og fær út flotta mynd þá platar hann mig alla vega.
Hvað haldiði að ég hafi beðið um hérna td. :
Já ég sé fyrir mér að myndabankar eru að verða gagnslausir ég hefði ekki þurft í gær að sækja mynd og fá að láni hjá Freepik, ég hefði bara getað búið hana til og ekki þurft að hafa áhyggjur af því að tilgreina ekki höfund eða myndabanka.
Og svo getur maður látið búa til málverk fyrir sig.
Að sjálfsögðu verða einhverjir sem munu prenta út og hengja svona myndir uppá vegg hjá sér en það er líklega sama fólkið og myndi hvort eð er aldrei kaupa sér málverk svo það skiptir í sjálfu sér engu máli, alveg eins og ég myndi aldrei kaupa höfundarrétt af mynd til að setja í bloggið mitt því ég hef ekki tekjur af þessu bloggi mínu og þess vegna mun ég kannski nota þessa tækni til að teikna upp myndir af því sem ég er að skrifa um en ég mun alltaf segja frá að þetta sé ekki raunveruleg mynd frá mér.
Eins á ég eftir að halda áfram að nota Chat GPT til að hjálpa mér að gera texta á ensku eins og til dæmis þetta blogg um púðana mína, ég hefði aldrei getað skrifað svona mikið um mína hönnun.
Hefði gaman að heyra hvað ykkur finnst um þetta, svo þangað til næst, Ykkar Kristín Jóna