Gleðilegt nýtt ár elsku þið, við kveðjum 2023 sem var gott ár hérna á Nesan og bjóðum velkomið árið 2024.
Árið byrjar með miklum snjóum og svo miklum að skólar eru lokaðir sumsstaðar, engar lestarferðir, engir strætóar (á sumum stöðum) og öskubílarnir ná ekki að hirða ruslið frá því fyrir jól með tilheyrandi rafmagnsleysi og ógleði.
Við erum heppin að búa í sveitinni þar sem allir eru vanir því að það snjói mikið og þaulvanir menn sem riðja göturnar hérna á milli þéttbýla, svo hér eru skólar opnir, rafmagnið hefur blikkað okkur og minnt á hvað það þarf lítið til að við missum það en við komumst til vinnu og út úr húsi.
Þráinn reyndar fór á fætur kl. 04.15 í morgun til að moka okkur út svo hann kæmist í vinnu kl. 6 og ég svo kl. 8. Svo hér er eldur í viðarofni og hlýtt og rafmgagn en mikill snjór úti en virðist hafa lægt, það er það versta þegar snjóar svona og er mikill vindur með en það er búið að fara uppí 22 metrar í kviðunum og þar af leiðandi skefur svo mikið sem gerir erfiðara fyrir alla.
En í borgum og bæjunum hér í kring er allt í kaos, þar sem bílar eru út um allt og fólk er bara beðið að sleppa því að fara í vinnu og skóla og allt saman.
Ég geri ekki upp árið 2023, ég veit alveg sjálf hvað voru mikilvægustu hlutirnir á því ári og hvað ekki. Horfi bara fram á við og fagna nýju ári sem verður vonandi gæfuríkt og farsælt.
Læt fylgja eina áramótamynd af okkur með gestunum okkar og svo koma snjóamyndir á eftir.
Sá sem er fyrstur að finna skíðasleðann, fær hrós frá mér.
Þangað til næst, ykkar Kristin á Nesan