Brauðstangir

Brauðstangir

INGREDIENTS  

 • 3 dl volgt vatn
 • 1 msk sykur
 • 1 bréf þurrger
 • 3 msk olia
 • Salt eftir smekk
 • 8 dl hveiti
 • 150 gr smjör, notað til að smyrja deigið fyrir og eftir bakstur.

Kryddblandan á brauðstangirnar

 • 2 msk parmesan ostur
 • 1 msk oregano
 • 1 msk hvítlauksduft
 • 1 msk hvítlaukssalt
 • 1 msk basil
 • Eða bara það krydd eftir smekk

INSTRUCTIONS 

 • Í hrærivélaskál, setjið vatn, sykur og ger og leyfið því að standa í 2 mínútur. Bætið þá við olíu og salti
 • Setjið krókinn á hrærivélina og bætið við 3 bollum af hveiti. Hrærið þar til deig myndast
 • Aukið hraðann í miðlungshraða og hrærið í 5 mínútur, bætið við hveiti þar til deigið verður þykkara
 • Smyrjið ofnskúffu með bráðnu smjöri (ekki allt) og setjið til hliðar.
 • Breiðið deigið út svo það passi í ofnskúffuna. Penslið með brædda smjörinu. Leggið stykki eða matarfilmu yfir formin og leyfið deiginu að hefast í 1 klst við stofuhita.
 • Blandið saman kryddblöndu fyrir brauðstangirnar í skál og setjið til hliðar (ekki bakað með)
 • Hitið ofninn í 220 gráður.
 • Skerið brauðstangirnar með pizzahjóli
 • Bakið í 12 – 17 mín eða þar til brúnirnar eru gullinbrúnar
 • Eftir að brauðstangirnar eru teknar úr ofninum, eru þær penslaðar með smjöri og kryddblöndunni stráð yfir. Látið kólna í 5 mínútur og berið þá fram.

Svo ákvað ég að prófa að gera þetta sama deig aftur, taka 1/3 af og gera brauðstangir en fletja hitt betur út og nota sem pizzabotn og úr því varð besta pizza ever. Svo ég mæli með því, hiklaust.

kjona

Related Posts

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

Vonbrigði ársins!

Vonbrigði ársins!

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.