Bíllinn okkar hann “Guðni”

Bíllinn okkar hann “Guðni”

Jæja ég verð nú bara aðeins að blogga um hann Guðna okkar, fallega bláa volvóinn sem var skírður í höfuðið á Guðna forseta. Hann hefur bara ekki verið hann sjálfur undanfarið og ég er að giska á að það sé að einhverju leiti tengt því að Guðni ætlar ekki að gefa kost á sér til forseta aftur. Já þegar nafni manns og fyrirmynd er bara að fara að pakka saman föggum sínum á Bessastöðum þá klikkar bara eitthvað og akkúrat núna og reyndar í fyrra en okkar Guðni ekki búinn að vera hann sjálfur og ætla ég hér að fara aðeins yfir veikindasöguna hans frá í fyrra til dagsins í dag.

Sem sagt í fyrra brotnuðu demparafestingar að aftan og þurfti að skipta um þær akút þar sem við erum bara á einum bíl. Já það getur verið ansi erfitt að búa í sveit (og vinna enn lengra uppí sveit þar sem engar strætóferðir eru) og hafa bara einn bíl.

Í fyrra eða árið 2023 var líka skipt um bremsuklossa og diska að aftan.

Kælikerfið eða ACið hætti að virka og var skipt um það og ef ég man rétt þá kostaði það dágóðan skildinginn.

Skipt um tímareim en það átti víst að gerast í 140þús km en bíllinn var kominn í 190þús þegar við áttuðum okkur á því að það hafði ekki verið skipt um tímareim hjá fyrri eiganda. Mig minnir nú að það hafi alltaf verið talað um að það þurfi að skipta um tímareim í kringum 80þús km á Íslandi en hérna er talað um 140þús.

Svo fór hann í Service í júní 2023 og við köllum þetta alltaf smurningu en þetta er miklu meira og kannski frekar eins og það sem var kallað upphersla á Íslandi. Enda verðið ekki neitt í líkingu við verð á smurningu á Íslandi, hérna kostar þetta rúmlega 5000 nok og er gert ca. 2svar á ári miðað við okkar keyrslu.

Svo fór nú aftur núna um daginn að vera eitthvað óhljóð þegar ég bremsaði og vorum við viss um að það væri annað hvort hjólalegur eða bremsuklossar og diskar sem það líka var og var skipt um þá að framan núna í lok febrúar 2024 sem kostaði 5800 nok og þá vildi ég láta smyrja hann í leiðinni en það er ekki hægt og ekki tími til þess á sama tíma svo hann fór 2 vikum seinna í smurningu eða service og kostaði það 5300 nok,

En þegar hann fór í smurningu báðum við strákana á verkstæðinu að balansera hjólin því hann lét svo leiðinlega á götunni, hökti allur eitthvað og hristist en niðurstaðan á því var að við þyrftum að kaupa ný dekk því það væri kúla í einu dekkinu sem gæti sprungið hvenær sem er og viti menn við gátum komið bílnum inn eldsnemma í morgun í dekkjarskipti, keyptum ný nagladekk þó aðeins séu 3 vikur í að sumardekkin eigi að koma undir en það gerum við vegna þess að ég er að keyra uppí sveit snemma á morgnanna og þegar hitinn fer undir núllið á nóttunni þá veit maður aldrei hvenær kemur hálka og þess háttar, td. snjóaði smá í gær og líklega er það ástæðan að ég var eitthvað döpur allan daginn. En ný nagladekk voru keypt og því miður átti hann ekki ódýrari dekkin svo við þurftum að kaupa dýr dekk undir bílinn sem endaði þá í 9000 nok.

Já þetta er kannski orðið gott og næstum komið uppí verð á litlum bíl en það þarf víst að viðhalda bílnum sínum eins og öðru og þetta bara þurfti.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

Ps. ég á kannski eftir að halda áfram að bæta inní þetta blogg ef eitthvað meira fer að bila hjá kallinum honum Guðna.

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.