Lista Fyr í þoku og smá regni

Lista Fyr í þoku og smá regni

Ég og tengdó skruppum í bíltúr í gær, þó það væri smá rigning, ákváðum að við ættum að haga okkur eins og íslendingar nú eða norðmenn og ekki láta veðrið hafa áhrif á allt sem við gerum. En ég er reyndar dáldið mikið þar, skoða veðurspá og geri ekkert ef rignir og enn minna ef það er rok, þetta jaðrar við fötlun hjá mér. En nú skal verða breyting á. Og já alla vega keyrðum við að Lista Fyr og löbbuðum um þar, sáum þessa ótrúlega sólarrönd við sjóndeildarhringinn og það albesta við fundum sjávarlykt og þaralykt og fjaran þarna minnir mig á Stokkseyri eða Flekkuvíkina mína.

Yndislegur dagur þó ekki væri sól.

kjona

Related Posts

Abstrakt myndir í náttúrunni

Abstrakt myndir í náttúrunni

Séð með augum 2 ára barns

Séð með augum 2 ára barns

Sigling til Lindholmen

Sigling til Lindholmen

Rigning og tré

Rigning og tré

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.