Uppskrift (ca. 30-40 rúllur)
- 600 g kalkúnahakk (fæst frosið hjá Víði)
- 3 msk sesamolía
- 2 msk bragðlítil olía
- 6 hvítlauksgeirar, rifnir
- 250 g sveppir, saxaðir smátt
- 1 stór blaðlaukur, saxaður smátt
- ca. 2 paprikur
- 6 msk Hoisin-sósa
- 10-12 dl fínt skorið kínakál
- 1 pakki vorrúlludeig
- olía eða eggjahræra til að pensla rúllurnar með
- sweet chill sósa til að dýfa vorrúllunum í
Ofn stilltur á 190 gráður við undir- og yfirhita. Sesamolía og olía hituð á pönnu. Hvítlaukur og engifer er steikt í nokkrar mínútur (má ekki brenna). Þá er kalkúnahakkinu bætt út á pönnuna og það steikt. Því næst er sveppunum bætt út í og allt steikt í nokkrar mínútur. Svo er blaðlauk, papriku og hoisin-sósu bætt út í látið malla í 1-2 mínútur og pannan því næst tekin af hellunni. Að síðustu er kínakálinu blandað saman við og blandan látin kólna dálítið. Einn deig ferningur er tekinn fram og ca. 1-2 msk af blöndunni er sett inn í ferninginn, brotið lítið eitt upp á sitt hvorn endann og deiginu rúllað þétt upp.
ps. uppskriftinni er aðeins breytt af mér KJG