Vorrúllur ala breiðholtssögur

Uppskrift (ca. 30-40 rúllur)

  • 600 g kalkúnahakk (fæst frosið hjá Víði)
  • 3 msk sesamolía
  • 2 msk bragðlítil olía
  • 6 hvítlauksgeirar, rifnir
  • 250 g sveppir, saxaðir smátt
  • 1 stór blaðlaukur, saxaður smátt
  • ca. 2 paprikur
  • 6 msk Hoisin-sósa
  • 10-12 dl fínt skorið kínakál
  • 1 pakki vorrúlludeig
  • olía eða eggjahræra til að pensla rúllurnar með
  • sweet chill sósa til að dýfa vorrúllunum í

Ofn stilltur á 190 gráður við undir- og yfirhita. Sesamolía og olía hituð á pönnu. Hvítlaukur og engifer er steikt í nokkrar mínútur (má ekki brenna). Þá er kalkúnahakkinu bætt út á pönnuna og það steikt. Því næst er sveppunum bætt út í og allt steikt í nokkrar mínútur. Svo er blaðlauk, papriku og hoisin-sósu bætt út í látið malla í 1-2 mínútur og pannan því næst tekin af hellunni. Að síðustu er kínakálinu blandað saman við og blandan látin kólna dálítið. Einn deig ferningur er tekinn fram og ca. 1-2 msk af blöndunni er sett inn í ferninginn, brotið lítið eitt upp á sitt hvorn endann og deiginu rúllað þétt upp.

ps. uppskriftinni er aðeins breytt af mér KJG

kjona

Related Posts

Heimagerður rjómaís

Heimagerður rjómaís

Chili lax með pasta carbonara

Chili lax með pasta carbonara

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.