Jæja gott fólk þá lét ég verða af því að dag að láta klippa mig stutt.
Mamma og pabbi eru búin að vera að biðja mig um það af því að ég er svo hársár og nenni helst ekki að greiða mér sjálf nema þegar mamma og pabbi eru búin að vera að röfla og reka á eftir mér lengi lengi.
Í fyrradag tók ég þá ákvörðun að láta klippa mig svo við mamma værum ekki alltaf að rífast út af hárinu á mér og hér sjáið þið myndir frá því.
Og segið mér nú hvort er flottara! Þið vitið náttúrulega alveg hvað mamma og pabbi segja. Ég ætlaði fyrst að fá að hafa síðan topp en mömmu fannst ég alveg eins og strákur þá svo ég samþykti að láta klippa hann og vá…. nú sést framan í mig og augun mín.
Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra stuttklippt og sæt.