Bjór, bjór

29.3.2007

Ég sat í dag og var í tölvunni og heyri þá allt í einu Ástrós Mirru syngja: Bjór, bjór, einn stóran dökkan bjór, barþjónninn á bak við fór og bjórinn minn er stór.

Ég hló því ég veit að hún heyrði þetta lag tvisvar þegar Kristján Gaukur og Jón Bjarni voru að æfa sig fyrir hæfileikakeppnina hjá TM Software og mér fannst bara sniðugt hvað hún var fljót að ná þessu og reyndar var þetta fyrir hálfum mánuði.

En svo fór ég að hugsa, hvað ætli annað fólk haldi þegar hún fer að syngja þetta úti í bæ.    Og svo syngur hún þetta sama dag og ég lýsti því að hafa borgað 6.000 á mánuði í vexti af láni í nokkur ár, væri nú bara svipað og ef ég hefði keypt mér tvær vodkaflöskur á mánuði þennan tíma.  Svo nú held ég að við verðum send á Vog eða eitthvað svipað.  Hvað haldið þið?  Á þetta eftir að setja mark sitt á okkur eða þekkir fólk okkur nógu vel til að vita að það er ekkert samasemmerki á milli þessa atriða og að mín ummæli voru bara út í loftið.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.