10.2.2007
Ég skil ekki alveg þessa umhverfisvernd okkar Íslendinga. Fór í Sorpu í dag með tvo poka af dósum, gleri og plasti. Taldi þetta vel og vandlega (vissi alveg að þess þyrfti) og batt svo vel fyrir pokana.
Svo ákváðum við Ástrós að fara í bíó kl. 15 og renna við í Sorpu á leiðinni og ná okkur kannski í pening fyrir miðunum. Jæja við komum að Sorpu og þá er einn maður að týna um 20 poka úr bílnum sínum og ég segi við afgreiðslumanninn, ?
“ég er bara með þessa tvo” og hann svarar að hann afgreiði bara einn í einu, svo ég bæti við að ég sé nú komin inn með mína tvo en hinn sé enn að týna pokana úr bílnum en nei, það greinilega skiptir ekki máli, svo bíðum í röð við Ástrós. Reyndar ekki hægt að hægt að bíða í röð því plássið er svo lítið þarna inni (uppgötvaði reyndar að það var annar maður á undan mér en hann var að telja dósir þegar ég kom inn).
Jæja ég les á alla miða þarna uppi á vegg, td. að þeir sem eru að koma að borga fyrir úrgang eigi forgang á röðina með dósirnar. Fyndið, þeir sem borga fara framfyrir þá sem við ætlum að kaupa vörur af. Ok, þannig að það fara fleiri á undan okkur Ástrós en loksins kemur röðin að okkur, vel bundið fyrir pokana (afgreiðslumaðurinn kvartaði við einn á undan mér að pokinn hans var ekki nógu góður) og talið þannig að ég var bara talsvert ánægð með mig. Fannst skipta miklu máli að standa mig gagnvart afgreiðslumanninum í Sorpu. En svo kippir hann pokunum niður og ……”Hva, ertu með blandað gler og dósir í pokunum?” Já, segi ég og vissi ekki betur en það væri í lagi.
En, nei þetta er ekki leyfilegt, við getum ekki tekið við þessu svona, eigum við að fara að flokka þetta osfrv.. Og ég svaraði að ég væri nú búin að lesa alla miðana uppi á vegg og enginn þeirra segði að þetta þyrfti að koma í sitthvorum pokanum því miður. Og hann tók við pokunum mínum með þvílíkum fýlusvip og ég fékk á tilfinninguna að ég væri nú hálfgert úrhrak að hafa dottið til hugar að koma með þetta blandað en ég spyr. Hver er umhverfisverndin ef ég þarf að koma með 3 plastpoka þegar 2 duga bara til að þeir þurfi ekki að sortera þetta?
Ég skil vel að í tilvikum eins og maðurinn á undan mér sem var á sendibíl með draslið og í ábyggilega 12 – 15 pokum að það verði að krefjast þess að það sé flokkað og þá væri hægt að hafa miða uppi á vegg sem segði ef pokarnir væru fleiri en 3 þá ætti að vera flokkað í þá. En ef maður hugsar út í það hér á Íslandi að þá eru grenndargámar (heyrði þetta orð um daginn) yfirleitt það langt í burtu að það þarf að fara á bíl þangað. Hvort ætli mengi meira, bílinn eða 4 mjólkurfernur, og 10 fréttablöð? Það er spurning. Ég fer með dósir, gler og plast í Sorpu (ekki af því að ég ætla að verða rík á því enda fékk ég ekki nema 920 kr. fyrir þessa 2 poka) og hvað kostar einn svartur ruslapoki (ábyggilega 50-100 kr. ) og hvað erum við lengi að farga þeim? Væri ekki bara betra að ráða fleiri menn í vinnu eða jafnvel kaupa flokkunarvél sem hægt væri að henda þessu dóti inní? Ég bara spyr? Kannski best sé að skella þessu bara í lúguna framvegis.
Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna