Talningar…

10.8.2007

Ég er svo mikið að spá í hver það sé sem er alltaf að telja.

Það er verið telja allt sem gerist hér á Íslandi, sbr. 10.000 manns í brekkusöng á þjóðhátíð, hver stóð þar og taldi?

200 bílar fóru um sandskeið á klukkutíma, hver var þar að telja?

Svo núna á Fiskidögum á Dalvík, þá er talið að það verði nú eitthvað færri þar en í Gay pride göngunni, hvaða tveir menn verða á sitthvorum staðnum og telja?

Ég hef alveg misst af því þegar þetta fólk fer í kjaraviðræður oþh. hef ekki vitað hvað stéttin heitir eða neitt nánar um þetta fólk.

Ég hef reynt að telja fólk á svona hátíð en það eru allir á hreyfingu og ég ruglast strax þegar ég er komin í 22.

Ég ætla samt að mæta með myndavélina og fylgjast með Gay Pride göngunni á morgun og ef ég stilli á continues shooting þá næ ég kannski nógu mörgum myndum og get þá eytt sunnudeginum í að athuga hvort þeir hafi haft þetta rétt í fréttunum.

En að allt öðru.  Konan var að stofna klúbb í vinnunni hjá sér og getiði nú hvers konar klúbbur það er.  Humm, jú ætli það sé ekki rétt hjá ykkur, ljósmyndaklúbbur og við ætlum að byrja á að vera með svona vikuleg þemu og þá höfum við eina viku til að mynda eitthvað sem fellur inní þemað, síðan að skila mynd inná mánudegi og þá er nýtt þema tilkynnt.  Hlakka þvílíkt til.

En þangað til næst,
Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.