Fréttir frá ættleiðingarlöndunum

Kína
Ættleiðingar frá Kína ganga enn hægt.  Hópur 17 bíður afgreiðslu og hefur beðið í 26 mánuði.  Þeir sem sendu umsóknir til Kína 2006 og 2007 munu þurfa að bíða lengur, nýjustu fréttir frá CCAA herma að biðtími muni fara upp í 3 – 4 ár.  Erfitt er að spá um biðina langt fram í tímann enda eru margir óvissuþættir sem hafa áhrif á biðtímann.   Þrjár fjölskyldur hafa fengið upplýsingar um börn í Kína sem verða sótt á næstu mánuðum.
Ættleiðingar barna með sérþarfir halda áfram og vonumst við til að fá upplýsingar um fleiri börn nú með vorinu. ”

Það er nú lítið hægt að kommenta á þessa frétt sem er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar, við erum í hópi 25.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.