Hvernig vissu Ragna og Sólrún að ég myndi fá þetta páskaegg? Og af hverju er verið að láta bæði mig og Mirru Skottu fá málhætti sem við viljum ekki sjá.
Hennar var “Á morgun segir sá lati” og hún vill ekkert ræða þennan málshátt. Og ég ekki minn heldur. Huss huss, áfram með ykkur. Drífa sig. Haltu áfram. Og fleira í þessum dúr sem ég segi svoooooo oft.
Við skruppum í bústaðinn í gær og vorum í alvöru útilegu. Allt vatn frosið og Þráinn sótti snjó í bala og við suðum í potti í kaffið, uppvaskið og klósettið. Samt var bara gaman. Sara skvís á neðri hæðinni kom með okkur og þær stelpurnar bjuggu til músagildru, átu páskaegg og léku sér saman.
Ég fór á stefnumót í gær uppá Hótel Hvítá. Dammdaramm. Hitti Konný systir og við fórum í myndaferð, Gullfoss, Geysir ofl. staðir. Mjög gaman hjá okkur.
Svo fórum við í gönguferð niðrá Þingvallavatn í morgun og ég sá stærsta skautasvell í heimi í fyrsta sinn.
Þangað til næst,
Kristín Jóna