Þær eru ótrúlega sjarmerandi þessar bleiku gúmmítúttur, því komst ég að í dag þegar við fjölskyldan, Sara vinkona, María Erla, Aldís, Rakel, Gunnar og Freyja skruppum að Kleifarvatni til að njóta lífsins í sól og sumaryl.
Þemað í ljósmyndaklúbbnum er líka strönd svo við slóum tvær flugur í einu höggi. Ég náði fullt af flottum myndum, setti þær hér inn óunnar fyrir þá sem nenna að skoða það en svo koma þær í smápökkum inná flicrið.
Við vorum nú ekki mikið að velta okkur uppúr jarðskjálftanum sem varð í dag og var víst alveg þræmikill en ég fann ekki fyrir neinu og hélt að útvarpsmaðurinn væri nú eitthvað að ýkja hlutina þegar hann sagði frá þessu.
Vona að allir séu í góðu lagi af ættingjum og vinum okkar fyrir austan fjall. Förum á morgun að kíkja á sveitarsetrið okkar.
Sumarið er komið og ég er alveg ofsalega kát og glöð þessa dagana. Elska lífið.