Þvílíkt listaverk!

Já þvílíkt listaverk þessi brú er, ég elska Adolph Tidermansbroa og hef gaman að segja frá því að það var nýbyrjað að reisa hana þegar við fluttum við Noregs, og þegar ég bjó í miðbænum þá gekk ég framhjá framkvæmdunum nánast hvern einasta dag. Gat ekki beðið eftir að hún opnaði. Heyrði mikið af neikvæðum röddum í heimamönnum sem fannst mikið að pening eytt í vitleysu við þessa brú en það er með hana eins og önnur umdeild verkefni sveitarfélaga að þegar upp er staðið eru allir stoltir af þeim, líka þessari brú sem er orðin tákn fyrir Mandal. Og hversu fallegt tákn. Og ég svo heppin að þurfa að sigla undir hana alltaf til að komast út á sjó.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.