Annar í jólum og enn er það ég sem er komin á fætur á undan öllum, en stundum er það mjög notarlegt, ég til dæmis blogga ekki þegar aðrir eru mættir og ég blogga bara eldsnemma á morgnanna svo það er bara mjög gott stundum.
Aðfangadagur var yndislegur hjá okkur, með góðum mat og fullt af yndislegum gjöfum sem við þökkum öll fyrir af heilum hug, ég held að allir hafi hitt á réttu gjöfina þessi jólin.
Jóladagur var kózídagur hjá okkur og ég fór ekki á fætur fyrr en um miðjan dag, Ástrós Mirra fór í jólaboð til tengdafjölskyldunnar og við sátum hérna 3 og gæddum okkur á hangikjöti með uppstúf og grænum baunum. Reyndar borða ég ekki grænar baunir en mér fannst þetta hljóma svo vel saman ha ha ha.
Húsbóndinn notar kózítímann til að gera skapalón og undirbúa og byggja undir pottinn sem er á leiðinni niður en þetta gæti tekið lengri tíma til að vera vel gert, hann er nefnilega ekki alveg eins og sá gamli því þessi er með rafmagni til að halda vatninu heitu og dælubúnaði til að hreinsa vatnið og það þarf að koma þessum mekkanisma fyrir þannig að allt fúnkeri fínt og frjósi ekki og auðvelt verði að komast að því hvenær sem er. En við sjáum til ég er enn að stefna á pottapartí á gamlárs en geri mér grein fyrir því að það sé ekki víst að það rætist.
Í dag er jólaboð hjá okkur og verðum við 13 manns hérna í mat og stefnt á spil á eftir. Þetta á að vera notarlegt og rólegt jólaboð enda ég löngu hætt að nenna einhverjum látum nema kannski á sumrin í góðu veðri.
Hlakka til að fá gesti til að njóta jólanna með og minni ykkur á að njóta lífsins, við eigum bara eitt og það er ekki endalaust.
Gleðileg jól elsku þið,
ykkar Kristín á Nesan
Ps. ég kann ekki lengur að taka venjulega social myndir svo ég læt fylgja með jólamynd af tengdó sem tekin var í verkefni á aðfangadag.