Ekkert hurðalaust helvíti lengur


Jæja, þá eru nú allar hurðarnar komnar upp hjá okkur, nema reyndar eldvarnarhurðin fram á gang, hún kemur ekki fyrr en eftir 2 mán. Eeen þvílíkur munur ég hefði aldrei trúað því að hurðar myndu breyta íbúð svona og meira að segja birtir yfir holinu.  Svo nú er bara að hlakka til að fá eldhúsinnréttinguna þá verður nú gaman.

En nú erum við á leið í sveitina því veðrið er svo gott, við erum með Döggina hjá okkur svo við ætlum að skottast með tvær skottur á Gjábakka og slappa af í dag, taka með okkur bakarísnesti úr Mosfellsbakarí, kannski maður sippi í sveitinni eða geri eitthvað álíka sniðugt.  Mér dettur nú í hug að gaman gæti verið að labba niður að vatni, því ég er orðinn svo mikill göngugarpur að ef ég labba ekki einn daginn þá langar mig virkilega til þess þann næsta.

Ok, ég veit það er erfitt að trúa þessu en “Er á meðan er” ég vona að þetta sé komið til að vera.

En sveitin kallar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.