Köflótt klikkun

kjg 10.6.2005 16:12:00
Ég held ég gangi ekki á öllum….

Leikskólinn hennar Ástrósar er EKKI að fara í frí núna um helgina eins og ég hélt, nei, nei hann fer eftir viku og verður viku lengur en ég hélt.

Það er á næsta ári sem hann lokar 11. til eitthvað en það er samt í júlí  en ekki júní.

Það er eins gott að ég átti ekki tjaldvagninn pantaðan í næstu viku og það er eins gott að það eru allir fegnir í vinnunni að ég sé EKKI að fara í frí í næstu viku þó ég haldi nú að mér hefði ekki veitt af fríi fyrst ég er orðin svona klikkuð, hvernig er hægt að ruglast á þessu svona, ég dobbletékkaði á þessu með því að lesa á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og já já árið 2006 er núna eða hvað?

Ég er svo hissa á mér að ég næ ekki einu sinni að skrifa því ég hristi svo mikið hausinn.  Getur þetta verið af því að mig vanti Súkkulaði og Sykur, ég er nefnilega búin að vera að nota gervisykur í kaffið og mér finnst ég svo slöpp og skrítin…

Ég ætla alla vega að kaupa nammi fyrir kvöldið því í kvöld eru Idolstjörnurnar okkar hjá Hemma Gunn og ég ætla sko að syngja með og fara svo í útilegu á morgun með vinnunni hans Þráins.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.