Aðþrengdar eiginkonur


Sá þáttinn í fyrsta sinn í gærkvöldi, skildi ekki alveg hvað gekk á, af hverju ein er í fangelsi og af hverju önnur þurfti að stela kamri af byggingasvæði til að gera þarfir sínar og bjó samt í flottu húsi með heitum potti oþh.  Held ég verði að sjá fleiri þætti til að fatta þetta.

Sit hér núna með tvær prinsessur inni í Ástrósar herbergi, þe. Birtu og Ástrós Mirru en við hittum Birtu hjá mömmu og þær frænkur vildu endilega sofa saman svo nú eru þær að komast í ró og ég ein hér frammi því Þráinn skellti sér í partý, humm gerist nú ekki oft á þessu heimili en gerist þó, reikna með að honum leiðist heil ósköp og sakni mín.

En ég er búin að taka hraustlega á því fyrr í kvöld og söng hástöfum með Hemma Gunn og hans liði, þó var þátturinn í kvöld frekar slappur, það kunni enginn neina texta og það er frekar leiðinlegt og Ylfa var alltaf að byrja í of hárri tóntegund og þurfti svo að lækka sig en ég man nú eftir einni góðri sem gerði þetta líka á þessum aldri svo hún á eftir að fatta það að hún þurfi ekki endilega að syngja hæðst og tónhæðst líka.

Fór í blóðprufu í morgun og klúðraði því líklega, átti að fasta en mundi það ekki fyrr í morgun og vaknaði kl. 5 (ég meina það) með þvílíka blöðrubólguverki og fór fram úr og drakk tvo bolla af vatni og síðan aðra tvo þegar ég fór framúr kl. 06.30 því ég ætlaði að taka bílinn og þurfti því að fara á fætur svona snemma.  Jæja svo fer ég að græja mig í blóðprufuna (Ástrós hlakkaði til að fá að sjá þegar nálinni yrði stungið í hendina á mér) og þá rek ég augun í að “Halló, þú átt að vera fastandi frá miðnætti” en ég ákvað að láta slag standa og fór uppeftir.
Sagði konunni að ég hefði gleymt að ég ætti að vera fastandi og hefði drukkið vatn og þessi elska segir að það sé allt í lagi svo framarlega sem ekki sé verið að þamba fleiri fleiri glös og ég játti því með englasvip og svo sjáum við til hvort niðurstaðan verði einhver fáráðanlegur sjúkdómur eða bara blóðleysi eða skjaldkirtilsvandamál eins og læknirinn heldur.  En hvað segi ég ef þeir koma með að ég sé með vatnsblöðru í stað þvagblöðru.  Úps ég þorði ekki að segja ykkur að ég ÞAMBAÐI vatn þar til mér varð illt þegar ég átti að vera fastandi.  Og ég sem hélt að sumarfríið væri að hafa góð áhrif á mig og ég að hugsa betur.  Eins gott ég fór ekki í teygjustökkið þarna um árið, getið þið ímyndað ykkur hvernig heilinn í mér væri þá ef hann er svona núna án þess. Ég segi bara eins og Ástrós Mirra “Hjúkket” eða “Cool”.

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.