Rómatík


Já, rómantíkin gæskur, já rómantíkin getur verið sjúk.  Eða ekki.  Ætli hún sé ekki nauðsynleg okkur öllum líka þeim sem halda að þeir þurfi ekki á henni að halda.  Svo er þetta líka spurning hvað er rómantík og hvað vilt þú?

Ég alla vega fékk smá skammt af rómantík um helgina.  Það vildi þannig til að Þráinn og Ástrós Mirra fóru á laugardagsmorguninn uppí sumarbústað og ég ætlaði bara að vera ein heima og vera í leti og heimsækja pabba á spítalann, sem ég og gerði og þar sem ég er stödd á spítalanum á laugardagskvöldið rétt fyrir kl. 20 og ég bara rétt ófarin heim að horfa á Stelpurnar og Það var lagið, hrindi síminn. Það var Þráinn að segja mér að það væri frábært veður í sveitinni og hann og Ástrós væru búin að kveikja upp í arninum og ég hreinlega yrði bara að koma til þeirra.

Ég sagðist nú þurfa að hugsa mig aðeins um sem ég og gerði og vitiði, það hefði verið voða auðvelt að segja nei og henda sér undir teppi og ýta undir þunglyndið sem hefur verið að hrjá mig undanfarið en NEI, þar sem ég er búin að ákveða að taka sjálfa mig traustum tökum þá sagði ég JÁ og skutlaði svo Teddu í Grafarvoginn, fór suður í Hafnarfjörð og slökkti á tölvu og ljósum og setti vídeóið á upptöku, tók eina rauðvínsflösku út úr skáp og dreif mig uppí bústað.

En vitiiði hvað, það var niðdimmt og rosaleg þoka á leiðinni þannig að ég var ekkert smá stirð og stíf en mér tókst þetta á rúmum klukkutíma þó ég keyrði bara á 60 alla leiðina og Vááá, þegar ég kom að bústaðnum þá sé ég að það er búið að setja ljós í tjábeðið og kveikt á arninum og fullt af kertum á pallinum því það var blankalogn og svartamyrkur, ekkert smá æðislegt.  Og teppið beið mín og ég rétti Þráni rauðvínið og svo var mér fært rauðvínsglas og við sátum þarna úti í tvo tíma og höfðum það huggulegt.

Svo var haldið áfram að dekra við mig morguninn eftir því ég fékk að kúra og kom bara fram þegar búið var að finna til morgunmat, kakósúpu og vöfflur og rjóma.

Já, rómantíkin, gæskur, já rómatíkin getur verið sjúk.

See you, baby.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.