Tankarnir


Þeir eru byrjaðir að rífa tankana mína niður.  Það á að gerast núna á næstu vikum að þeir munu fara allir með tölu og ég er örugglega eina manneskjan sem mun sakna þeirra því mér finnast þeir fallegir.  Skrítið, kannski en það er eitthvað við þá.  En ég gæti alveg sætt mig við að þeir fari og ég fái þá þetta líka geðveikislega útsýni í staðinn en NEI, NEI, NEI.

Að sjálfsögðu verður ekki eitthvað svæði skilið eftir autt bara svo við á Suðurbrautinni fáum betra útsýni ;(  en ég skil það reyndar mjög vel og þóttist alveg sátt við að fá íbúðabyggð þarna sérstaklega þegar ég las einhvern staðar að það yrði svona upp í 3 hæða.

En hvaðan kemur þú, Kristín Jóna?  Hvernig dettur þér í hug að það sé nóg?  Haldiði að bæjarstjórinn okkar hann Lúðvík hafi ekki komið í sjónvarpinu um daginn og sagt frá því að þarna eigi að vera (úff ég man ekki hversu margra manna) byggð og af því eigi að vera slatti fyrir eldri borgara svo skólarnir og leikskólarnir munu ekki springa en húsin eiga að vera allt að 7 hæðir.

7 hæðir, ég trúi þessu ekki, ég er orðin svo vön því að geta horft á kvöldsólarlagið út um gluggana hjá mér, hvernig á ég að geta vanist því að horfa bara innum gluggana hjá öðru fólki?  Ég veit reyndar að ég mun líka sjá Garðakirkju áfram en ekki Snæfellsjökull og hafið og sólarlagið sem er alveg magnað eins og þið hafið nú séð á myndum hjá mér.

En af því að ég er hætt að vera þunglynd og svartsýn þá dettur mér nú bara í hug að við ættum kannski bara að flytja þangað (á tankasvæðið) eftir svona 2 – 3 ár þegar við erum búin að borga sumarbústaðinn okkar og förum að eiga einhverja peninga afgangs.

See you baby.

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.