OfÁt


Alveg er það með ólíkindum hvað maður getur aftur og aftur gert sömu misstökin og þá sérstaklega ef það á við um mat.  Að maður skuli endalaust reka sig á það að ofát er vont, manni líður illa og verður þungur á sér og syfjaður og allt verður erfitt.

Ég veit þetta alveg en samt…

já samt geri ég þetta aftur og aftur og aftur.  Og það síðast í dag, ákvað að hafa gott með kaffinu og var hreinlega með allt of margar sortir miðað við að í boðinu voru bara ég og Steina tengdó (og auðvitað Ástrós Mirra sem borðar svo lítið að það er ekki talandi um það) sem vorum að gæða okkur á þessu og ég át yfir mig svo mikið að nú rétt fyrir kl. 19 er ég enn södd síðan í kaffinu og samt þarf ég náttúrulega að elda mat handa fjölskyldunni og mig langar sjálfri sko ekkert í og samt er ég að elda mat sem mér þykir venjulega góður og nú mun ég ekki geta notið þess.  Shame, shame, shame, shame, shame, shame on you.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.