OfÁt


Alveg er það með ólíkindum hvað maður getur aftur og aftur gert sömu misstökin og þá sérstaklega ef það á við um mat.  Að maður skuli endalaust reka sig á það að ofát er vont, manni líður illa og verður þungur á sér og syfjaður og allt verður erfitt.

Ég veit þetta alveg en samt…

já samt geri ég þetta aftur og aftur og aftur.  Og það síðast í dag, ákvað að hafa gott með kaffinu og var hreinlega með allt of margar sortir miðað við að í boðinu voru bara ég og Steina tengdó (og auðvitað Ástrós Mirra sem borðar svo lítið að það er ekki talandi um það) sem vorum að gæða okkur á þessu og ég át yfir mig svo mikið að nú rétt fyrir kl. 19 er ég enn södd síðan í kaffinu og samt þarf ég náttúrulega að elda mat handa fjölskyldunni og mig langar sjálfri sko ekkert í og samt er ég að elda mat sem mér þykir venjulega góður og nú mun ég ekki geta notið þess.  Shame, shame, shame, shame, shame, shame on you.

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.