Afslöppun á aðventunni


Jæja þá er aðventan að skríða í garð og spurning hvort maður nái að hafa hana afslappaða eða ekki.  Það er nefnilega alltaf ætlunin en tekst ekki alltaf sem skildi.
Við erum nú að fara til Eyja á morgun og ætlum að stoppa bara helgina, aðallega til að kíkja á pabba kallinn í nýju íbúðinni sinni og færa honum jólagardínur sem hann bað okkur að kaupa fyrir sig.
Svo ætlum við náttúrulega að kíkja á eitthvað að fólki og Ástrós er búin að panta að fá að gista eina nótt hjá Konný og vinkonu sinni henni Söru Rún og Konný samþykkti það.

Nú  svo erum við hjónin að fara til Dublin aðra helgi og Ástrós Mirra verður hjá Kristófer vini sínum og Klöru og þeim öllum.  Þá helgi verða tónleikar hjá öllum kórum í Hafnarfirði og þar á meðal litla kórnum á leikskólanum Smáralundi sem Ástrós Mirra er í.  Og við foreldrarnir missum af því   en Klara verður staðgengill okkar svo það hlýtur bara að ganga vel.

En við ætlum sem sagt að skemmta okkur í Dublin og fá okkur einn pindara og dine with the locals og það allt saman.

Nú svo helgina þar á eftir er jólahlaðborð hjá Maritech og Paparnir að spila og fjör og við verðum þá að passa Kristófer svo mér sýnist aðventan byrja með trompi en svo vona ég að þetta verði búið og við förum að einbeita okkur að jólunum og undirbúningi þeirra.

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.