Þá erum við komin frá Eyjum og erum á leið til Dublin um næstu helgi.
Hjónakornin eru búin að ákveða það að fara út á föstudagskvöldinu og kíkja á pöbb “Dine with the locals” og fá sér einn pindara og fleira í þeim dúr.
Síðan ætlum við nú aðeins að kíkja í HM og jafnvel að láta það duga af búðarrápi en slaka frekar aðeins á fyrir aðventuna á Íslandi (ekki að maður þurfi að hvíla sig fyrir hana og þó) kannski brjótum við þetta allt saman og eyðum fullt af tíma í búðarráp og hittum enga innfædda, en ég á nú ekki von á því.
Ætlum alla vega að njóta ferðarinnar og vonum að Ástrós Mirra njóti þess að vera hjá Kristófer vini sínum og hans fjölskyldu.
Mér finnst reyndar frekar erfitt að gera ekki farið á tónleikana hjá Ástrós Mirru á laugardaginn en Klara verður okkar fulltrúi og vonandi tekur einhver þetta upp á vídeó svo við getum séð.
Annars bara allt við það sama