Jólaundirbúningurinn


Jólin, jólin, jólin koma brátt….

Það er með ólíkindindum hvað þessi tími líður hratt og hvað einhvernveginn getur verið mikið að gera hjá manni alveg sama hversu ákveðinn maður er í því að slaka á, á aðventunni.

Ég td. er að gera eitthvað vegna jólanna á hverjum degi… halló ég keypti flest allar gjafirnar úti í Dublin hvað get ég verið að gera svona mikið?  Ég skil það ekki sjálf og þá ætlast ég ekki til að þið skiljið það og þó…

Einhvern veginn hleður þetta uppá sig en svo verð ég nú líka afsaka okkur því við fórum til Dublin eina helgi og þá næstu vorum við með Kristófer og fórum í klippingu og strípur og jólahlaðborð og þá er bara ein helgi eftir.  Þannig að allur undirbúningurinn hefur verið á virkum dögum.

En vitiði hvað?  Við hjónin ætlum að vera með kaffiboð á nýársdag fyrir systkyni og foreldra, frekar gamaldags eða hvað?  En þó spennó aðallega hvað mæta margir í þynnkunni eftir Gamlárs!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.