Mirrublogg árið 2005

Mirrublogg árið 2005

Kristínu Jónu 31.12.2004 00:00:00 Gleðilegt ár
Ég er lasin, var lasin í gærmorgun þegar mamma fór í vinnu, ég var nú heppin að pabbi var heima svo þetta var ekkert mál, en ég er samt svolítið mikið lasin, var komin með 39,9 í gærkvöldi og mamma og pabbi með smá áhyggjur af mér og svo er ég svolítið ljósfælin líka, hljómar ekki vel. Ég er með svona barkakenndan hósta og held stundum að það sé að koma gubb uppúr mér en það hefur samt ekki gerst.

Ég fékk panaodil í morgun og mömmu finnst ég skárri núna, vaknaði reyndar um 6 leytið og enduðum fram úr fyrir kl. 7 ég og mamma. Ég verð alla vega ekki úti í kvöld en vonandi að við getum farið í mat til Klöru og Sigga og ég horft á flugeldana út um gluggann. Svo uppgötvaði mamma í morgun að það gleymdist að sækja töskuna mína á leikskólann en við erum samt með útigallann hér heima svo þetta reddast nú alveg.

Í hitteðfyrra á gamlárskvöld var ég alveg skíthrædd við hávaðann frá flugeldunum og í fyrra svaf ég yfir skothríðinni en ég fór um daginn með mömmu og pabba að sjá flugeldasýninguna hjá Hjálparsveitinni í Hafnarfirði og mér fannst það æðislegt svo það væri nú leiðinlegt ef ég myndi missa af þessu gamlárskvöldi, en við sjáum bara til, hver klukkustund getur skipt máli og hitinn gæti lækkað þegar líða fer á daginn.

Við vonum það besta alla vega.

Vitiði að í gær þegar mamma kom heim úr vinnu þá var hún eitthvað slöpp og ég var sárlasin og við lágum saman í mömmurúmi og þá eignaðist ég nýjan vin. Já hann heitir jólaálfur og er vísifingurinn hennar mömmu, hann er mjög skemmtilegur og við spjöllum mikið saman, mér finnst gaman að segja honum frá ýmsum hlutum sem hann veit ekki og hann er alltaf að spyrja mig að öllu og ég reyni að svara honum eftir bestu getu. Jólaálfurinn þekkir pabba minn ekki mikið, alla vega var hann ótrúlega hissa að sjá hvað hann var að gera í eldhúsinu í gærkvöldi og svo er hann líka að spá í hvort hann megi koma með til Kanarí, ég veit ekki alveg hvort jólaálfar geti verið á Kanarí því þar er svo heitt og jólin verða búin þegar við förum. Þið munið, við förum 11. janúar og verðum í tvær vikur. Ég hlakka svo til, við mamma vorum aðeins að ræða þetta í gær og mér skilst að þarna sé fuglagarður og dýragarður og ábyggilega margt fleira skemmtilegt.

Jæja þangað til næst.

Gleðilegt nýtt ár, ykkar Ástrós Mirra

Kristínu Jónu 5.1.2005 00:00:00 Mamma lasin
Það er komið nýtt ár 2005 og við mamma erum að standa uppúr veikindinum okkar. Fyrst var ég veik 30. des. og lá með 40 stiga hita á gamlársdag og kvöld og svo fór mamma að verða hálf lasin á laugardeginum með sýkingu í nýrum og endaði hjá lækni á sunnudaginn því henni leið svo illa, svo lá hún á mánudaginn með 40 stiga hita og við höldum að mamma hafi fengið flensuna mína ofan í nýrnasýkinguna. En sem sagt nú eru allir komnir á fætur og þá skal segja fréttir.

Bubbi og Moki fóru í Dýrabúðina í gær og mér fannst ekkert erfitt að kveðja þá þar, reyndar eru þeir stelpur og Hringla líka því strákarnir í dýrabúðinni sýndu pabba hvernig strákar eru og þá sá pabbi að þetta voru allt saman stelpur hjá okkur en Bubbi og Moki heita þeir samt og nú geta einhverjir góðir krakkar fengið að eiga þá. Selma mamma þeirra er smá einmana en ekkert mikið og við verðum bara að vera dugleg að klappa henni og leika við hana núna.

Svo eru það aðalfréttirnar…. Ég er að fara til Kanarí á þriðjudaginn jíbbý jei. Ég er farin að hlakka mikið til og tala heilmikið um Kanarí og sundlaugarnar og dýragarðinn ofl. sem við ætlum að gera þar. Ég veit að mömmu og pabba og Kollu frænku er líka farið að hlakka til og það verður ábyggilega gaman hjá okkur. Ég veit ekki hvort við náum að skrifa einhverjar fréttir áður en við förum og líklega ekkert fyrr en við komum aftur en þá verður það líklega nokkurra blaðsíðna ritgerð.

Viva Kanarí.

Þangað til næst, ykkar Ástrós Mir

Kristínu Jónu 9.1.2005 00:00:00 Á leið til Kanarí
Góðan daginn, öll sömul. Jæja þá er að bara að fara pakka niður í tösku í dag, því eftir 2 daga fer ég til KANARI, jibbý. Við fórum í verslunarferð í gær í Smáralindina til að kaupa alls konar flugvéladót, það er svona lítið dót sem hægt er að leika með í flugvélinni því við verðum þar í 5 klukkutíma, sem er nú svolítið mikið fyrir 4 ára stelpu. Mamma var eitthvað að tala um það að líklega eru 3 sæti í röð og þá gætu td. hún og pabbi setið hjá mér til að byrja með og Kolla hinum megin, svo gætu þau bara skiptst á að sitja hinum megin og það yrði hvíldarsætið. Ég skil ekkert í því, þarf einhver að hvíla sig á mér eða hvað?

Vitiði hvað ég ætla að verða þegar verð stór? Töfrakona (eða Galdrakona) því mér finnst rosalega gaman að töfra. Pabbi keypti í gær töfrabragðakassa og ég er strax búin að ná tökum á nokkrum þeirra og mamma botnar ekkert í þessu því bara ég og pabbi vitum hvernig á að gera þetta, því við erum töfravinir.

Bíðið þið bara þangað til þið hittið mig og ég fer að töfra fyrir ykkur.

Þangað til eftir KANARÍ, ykkar Ástrós Mirra

PS. við komum aftur heim 25. janúar 2005

Kristínu Jónu 26.1.2005 00:00:00 Ferðasaga frá Kanarí
Og allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó að ánægju út að eyrum …….

Og hér kemur ferðasagan…

Við flugum út 11. janúar sl. og vorum komin mjög tímanlega út á flugvöll en svo seinkaði fluginu þannig að við vorum eiginlega búin að bíða dálítið lengi þegar við loksins fórum út í flugvél og við tók 5 1/2 tíma flug til Kanaríeyja. Flugferðin gekk mjög vel og mamma og pabbi voru búin að undirbúa sig þannig að þau voru með fullt af dóti til að leika við mig svo mér myndi ekki leiðast í fluginu. En vegna seinkunarinnar vorum við ekki komin í húsið okkar fyrr en um miðnætti svo það var bara skellt inn töskunum og tekið það helsta uppúr þeim og farið svo að sofa.

Fyrstu tvo dagana var frekar kalt eða 18 gráður að degi til en svo kalt á nóttunni að við urðum að sofa undir ullarteppi og í flíspeysum en svo hlýnaði nú aldeilis og það var 23 – 27 stiga hiti allan tímann og sól alla daga nema tvo og þá vorum við bara fegin að geta hvílt okkur á henni. En sem sagt á degi tvo reyndum við að fara í sólbað og leika okkur í ískaldri lauginni en það gekk það illa að ég kvekktist og vildi ekkert vera í þessari sundlaug þó það hefði hlýnað.

Fuglagarðurinn var fyrsta almennilega heimsóknin okkar og við drifum okkur bara út og fundum strætó sem gekk þangað og komumst á áfangastað án vandræða. Þetta er mjög fallegur garður með miklu fleiri dýrum en fuglum en þeir eru þó í miklum meirihluta. Þarna átti að vera api sem við biðum eftir í hálftíma en þeim tókst ekki að fá hann út þó það væri búið að egna fyrir hann banana ofl.

Næsta ferð var Hringferð um eyjunum með Sumarferðum og þurftum við að vakna snemma því rútan sótti okkur kl. 8 um morguninn. Það fyrsta sem við tókum eftir var að ég var eina barnið í ferðinni og pabbi var næstyngstur og svo mamma og svo Kolla og hinir voru allir yfir 65 ára. Þetta var samt mjög góð ferð því okkur finnst gaman að fræðast um staðina sem við erum á og hún Anna fararstjóri stóð sig með prýði og hún sagði að ég væri besta og stilltasta barn sem hún hefði haft í rútuferð og hafiði það.

Næsta ferðalag var annan af þessum skýjuðu dögum og við vorum eitthvað að spekúlera hvað við ættum eiginlega að gera þegar pabbi tók upp bæklinginn frá Siox City kúrekabænum og spurði hvort við ættum ekki að skella okkur bara þangað og mamma og Kolla sögðu að við gætum svo sem alveg gert það því við vorum ekki með neitt annað plan en við vorum ekkert sérstaklega spennt fyrir þessu enda vissum við ekkert hvað við vorum að fara út í. En sem sagt við komum þarna og veðrið var skýjað og mistur yfir öllu þannig að veðrið var meira að segja mjög kúrekalegt. Þegar við komum var nýbyrjar sjov um kúreka og mexikana og það var mjög skemmtilegt og svo voru þarna sjov á klukkutíma fresti sem stóðu í meira en hálftíma hvert þannig að það gafst ekki nema svona korter á milli til að labba um og skoða.

En í þessum kúrekabæ er til dæmis bankinn rændur á 90 mín. fresti og kúrekar og indíánar að berjast og við labbandi á milli og skoða fangelsið ofl. Það var hreinlega eins og við værum komin inn í kúrekamynd og þetta var alveg ótrúlega skemmtilegur dagur fyrir okkur öll. Og toppurinn fyrir mig var að fá að fara á hestbak á stórum hesti sem kúreki reiddi undir mér. Endilega skoðið myndirnar af þessu og sjáið sjálf hvað þetta var flott.

Næsti viðburður var afmælið hans Pabba míns en hann varð 40 ára þann 17. janúar sl. Við vorum búin að ákveða að fara á frægan kínverskan veitingarstað en þegar við komum þangað þá var allt upppantað svo við fórum á annan stað sem heitir La Toya og þar fengum við fínan mat að borða og pabbi var bara ánægður með kvöldið. Svo fórum við bara heim og fengum okkur hvítvín og kók úti í garði.

Nú nú svo fórum við einn daginn niður á strönd og þar fannst mér ótrúlega gaman að láta sjóinn elta mig og þaðan fórum við í Vatnsrennibrautagarðinn sem heitir AquaSur og þar var nú gaman, við fórum nokkrar ferðir í rennibrautum og svo fékk ég þessar líka fínu fléttur sem gerðu mig að alvöru indíánastelpu.

Næsta skipulagða ferð sem við fórum var svökölluð Hellaferð en hún er á vegum ferðaskrifstofunnar og var farið með rútu (og athugið að ég var ekki eina barnið svo pabbi var ekki næstyngstur þarna) og keyrt uppí fjöll þar sem fólk býr í hellum. Þetta eru hellar sem eru líklega úr móbergi frekar en sandsteini en allavega er það þannig að þegar fæðist nýtt barn í fjölskylduna þá er bara tekin upp sandskeiðin og búið til nýtt herbergi. Þetta finnst pabba alveg frábært. En í þessum hellum býr fólk og það er búið að leggja rafmagn í þá og flísaleggja og fínt, skoðið myndir af því líka. Svo endaði ferðin á að við fórum á veitingarstað þarna og þar voru 3 kallar sem spiluðu músík og svo kom hljómsveit úr næsta bæ og spiluðu, sungu og dönsuðu og svo fengum við að dansa líka og ég dansaði við mömmu og pabba og Kollu. Þarna voru tvær systur sem eru 80 ára og 83 ára og þær voru þvílíkt skemmtilegar og héldu uppi stuðinu í okkar bás, sungu, dönsuðu og klöppuðu.

Tívoliferðin var svo farin síðasta sunnudag en þá vorum við að halda uppá afmælið hennar Kollu en hún varð 46 ára og valdi tívolíferð til að fagna því. Það var mjög skemmtilegt og ég fór í fullt af tækjum og meira að segja í svona teyjur á trampólíni og ég sagði við Söru frænku að ég hefði næstum því fengið hjartaáfall í þessu tæki og svo kallaði ég niður til mömmu, mamma þetta er allt í lagi því ég sá að mamma hélt um hjartað á sér. Kolla frænka fór í öll stóru tækin og fannst ekkert tiltökumál og skemmti sér vel á afmælisdaginn sinn.

Jæja gott fólk, nánar verður ekki sagt frá ferðinni í bili en mamma man að það komu nokkur gullkorn sem hún á bara eftir að rifja upp svo þau koma bara þegar þau koma.

Ykkar Ástrós Mirra

Kristínu Jónu 31.1.2005 00:00:00 Að komast niður á jörðina
Jæja þá ætti hversdagurinn að vera byrjaður hjá okkur en nei nei… ég er lasin. Einu sinni enn. Ég vaknaði í fyrrinótt með 39 stiga hita, höfuðverk og magaverk svo ég komst ekki í tvöfalt afmæli hjá Alexander og Kristófer í gær. 🙁
Mamma var svo heima með mér í morgun en pabbi eftir hádegi. Ég er nú betri núna og fer í leikskólann á morgun en á miðvikudaginn ætlum við til barnalæknis því mömmu og pabba finnst ekki í lagi hvað ég fæ oft höfuðverk og svo þennan hita sem ég er að fá annan hvorn mánuð, og ansi oft undanfarið finnst okkur.

En við erum nú að komast niður á jörðina eftir Kanaríeyjaferðina en það var mjög gaman þar og gott að hitinn hefur verið yfir frostmarki síðan við komum heim og vonum við að það haldist.

En jæja þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra

Kristínu Jónu 2.2.2005 00:00:00 Mígreni
Þá erum við búin að fara til barnalæknisins og spyrja hann út í þessi veikindi mín þar sem ég fæ bara mikinn hita, höfuðverk og magaverk. Þetta er líklega migrenið mitt sem er hætt að vera bara í maganum og er farið að fara í höfuðið og það er líka þekkt að það sé hiti með svona. En ég gæti líka verið að fá flensu og þá rýk ég upp í hita og drep vírusinn en þá ætti ég ekki að vera með höfuðverk. Þannig að núna þurfa mamma og pabbi að fara að skrá þegar ég fæ höfuðverk, hvar ég er og hvenær ég fæ hann, þannig að við getum farið að lesa eitthvað út úr því. Læknirinn spurði mömmu einmitt hvort ég væri bílveik og mamma sagði nei, þar sem ég gubba ekki þó ég sé í bíl en þegar hún fór að hugsa eftir að við komum út frá lækninum þá mundi hún eftir því að ég kvarta oft um höfuðverk í bílnum og bílveiki getur verið svoleiðis líka. ;(
En við getum samt alveg verið ánægð því á ársbasis er ég minna veik en meðaltalið þannig að þó þetta virðist ansi oft þá eru það yfirleitt svo fáir dagar í einu.

En nú skulum við fara að tala um eitthvað skemmtilegra… mamma tók æði í gær, hún var að vinna heima af því að ég var lasin og svo var svolítið mikið að gera hjá henni og hún gat illa sinnt mér þannig að ég var eiginlega komin með allt dótið mitt fram og búin að drasla svolítið mikið til. Þannig að mamma ákvað að taka pásu frá vinnunni og sinna mér. Hum, vitiði hvernig? Nei þið getið aldrei uppá því. Hún stakk uppá því að við myndum taka til í herberginu mínu saman. Je, wright einmitt það sem 4 ára stelpa vill gera þegar hún er búin að reyna að ná athygli mömmu sinnar í 4 klukkutíma. En ég er nú kannski hálf skrítinn krakki því ég var sko alveg til í það. Fattaði kannski að það væri eina leiðin til að við gerðum eitthvað saman.
En alla vega við byrjum að taka til og allt í einu segir mamma að þetta sé ekki hægt mig vanti hillur í herbergið mitt svo hægt sé að raða dótinu upp, og skellir sér á ikea.is og finnur þessa fínu hillu sem heitir Billy og er hvít og sendi pabba sms að hann ætti að fara í Ikea eftir vinnu og kaupa 2 svona. Sem hann og gerði og setti þær saman þegar hann kom heim með þær og vááá, það er sko allt annað að sjá herbergið mitt núna og nú er bara gaman að taka til og raða uppí hillur. Þetta er bara farið að líkjast unglingaherbergi frekar en krakkaherbergi fyrir utan litskrúðugu kassana undir rúmi sem eru með öllu dótinu sem ekki er hægt að raða.

Jæja gott fólk, þangað til næst.
Ykkar Ástrós Mirra

Kristínu Jónu 5.2.2005 00:00:00 Kalt í sveitinni

Halló gott fólk!
Við skruppum nú bara í sveitina í dag og vááá það var sko kalt þar. Húsið var bara gaddfreðið og við ætluðum ekki að geta opnað dyrnar en pabbi er þrjóskur og blés heitu lofti þar til honum tókst þetta. En ástæðan fyrir ferðalaginu var að koma skenknum sem var inni hjá mér uppí bústað og pabbi fékk lánaða kerru í vinnunni og við brunuðum þetta og það hefði nú verið leiðinlegt ef við hefðum þurft að taka skenkinn með okkur aftur í bæinn.
Kristófer fór með okkur í bíltúrinn í sveitina og við vorum að passa hann í morgun og það var voða gaman nema hann meiddi sig, af því að ég hrinti honum niður stigann heima hjá mér (óvart).
Svo er amma Steina hjá okkur og gistir í mínu herbergi því það á að fara að skíra hann Óskar Orra á morgun í sömu kirkju og ég var skírð í og sami prestur, okkur hlakkar svo til. Svo ætla ég í fimleika í nýju fimleikafötunum mínum og svo verður kaffi hjá Snorra og Önnu og Sunnevu og Óskari Orra.
Við bjóðum Óskar Orra velkominn í kristinna manna tölu eða segir maður það ekki.

Jæja, gott fólk nóg í bili
Ykkar Ástrós Mirra

Kristínu Jónu 8.2.2005 00:00:00 Öskudagur á morgun
Jæja, þá er Öskudagurinn á morgun og ég ætla að vera eins og Lína Langsokkur í leikskólanum, oh ég hlakka svo til. Í dag var sprengidagur og ég sem er yfirleitt ekki mikið fyrir mat, borðaði mjög vel í leikskólanum “Saltkjöt og baunir, túkall” og ég borðaði ágætlega í kvöld líka heima. Í gær var bolludagur og ég fékk bollur í leikskólanum og líka hjá langafa og langömmu og svo fékk ég fullt af bollum á sunnudaginn í skírnarveislunni hans Óskars Orra.
Hann var skírður í Laugarneskirkju af séra Bjarna Karlssyni og það gekk mjög vel, hann var svo sperrtur og flottur þegar presturinn setti vatnið á hausinn á honum og hann fór sko ekkert að gráta enda er hann stór og myndarlegur strákur. Þegar presturinn var búinn að skíra hann sagði hann við mömmu hans Óskars Orra, “ertu ekki orðin þreytt að halda á svona stórum strák, á ég ekki að taka hann smá stund” og svo tók presturinn hann og lyfti honum hátt upp og sagði “Sjáiði krakkar hann Óskar Orra sem nú er búið að skíra” svo fengu allir krakkarnir að koma upp að altarinu og syngja fyrir Óskar Orra, það var gaman.

Svo fórum við niður í barnastarfið ég, Anna Dögg, Sunneva og mamma. Svo bættust við Anna Sif og allt í einu var Snorri kominn með Óskar Orra og Óskar Orri horfði á brúðuleikhús og hann horfði niðursokkinn á. Sniðugt að sjá svona lítið barn fylgjast með.

Það kom svolítið fyrir í gær ;( við vorum að fara í vinnu og leikskólann og pabbi ákvað á halda á mér niður stigann því við vorum að flýta okkur og svo labbar hann út á plan og búmmm, hann dall kylliflatur beint á bakið og með mig í fanginu, ég lenti fyrst á pabba og svo á götunni. Pabbi meiddi sig svolítið en ég minna. En við erum bæði búin að jafna okkur núna. Mamma var með smá áhyggjur af pabba af því að það er ekki nema rúmlega ár síðan hann hryggbrotnaði og svo kom þetta en sem betur fer fór betur en á horfðist.

Jæja gott fólk, það er komið nýtt í gullkornasafnið mitt svo endilega farið þangað og kíkið og plís skrifið líka í gestabókina mína því okkur finnst svo gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með mér.

En nóg í bili
Ykkar Ástrós Mirra

Kristínu Jónu 13.2.2005 00:00:00 Mörg afmæli
Í dag á Alexander Ísak afmæli og er 10 ára til hamingju Alexander! En í gær átti langafi minn afmæli og hann varð 90 ára og það er óskaplega gamalt held ég en samt er langafi svo skemmtilegur og ég hlæ svo oft að honum. Það var haldin heljarinnar veisla heima hjá langafa og langömmu og þangað komu flestir afkomendurnir þeirra, mikið gaman og mikið fjör.
En á morgun á Victor afmæli og það verður haldið uppá það í dag hann verður 3 ára og þegar það afmæli er búið þá förum við mamma til Vestmannaeyja því mamma er að fara að vinna þar í eina viku og ég fæ að fara með, jibbý bæði gaman að fara til Eyja og eins þá fæ ég að fljúga þangað.

Þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra

ps. það eru myndir úr afmælinu hans langafa í myndaalbúminu mínu ef þið viljið skoða ykkur sjálf og aðra.

Kristínu Jónu 21.2.2005 00:00:00 Að baksa með ketti í Eyjum
Hæ hæ gott fólk. Þá erum við mamma komnar frá Vestmannaeyjum og tókum með okkur smá flensu frá Söru því ég er lasin í dag. Eða ekki, því ég gubbaði í nótt en svo ekki söguna meir og mamma þorði ekki að láta mig á leikskólann því hún vissi ekki nema ég myndi vera með svona mikla verki eins og Sara var með en hún var alveg að drepast í 3 daga og gubbaði og fann mikið til í maganum.

Og þá víkur sögunni að Eyjaferðinni okkar mömmu, það byrjaði nú þannig að þegar við vorum við það að labba út í flugvél á sunnudaginn þar síðasta þá er allt í einu tilkynnt að það sé ófært til Eyja, en samt vissum við að það bilaði vél sem átti að fara til Akureyrar og það voru aðeins 5 farþegar til Eyja svo við drógum nú ályktun af þessu og sérstaklega þegar Björgvin afi hennar Söru sagði að það hefði ekki verið neitt að veðrinu í Eyjum.
En jæja við áttum að athuga kl. 06.30 næsta dag og það gerðum við stundvíslega en nei, þeir vakna ekki svona snemma hjá flugfélaginu því klukkan var orðin 06.40 þegar loksins kom að það væri fært til Eyja og þá átti mamma eftir að vekja mig og klæða og koma okkur út á flugvöll, hvað halda þeir eiginlega að það taki stuttan tíma, við rétt náðum þessu og samt engin umferð svona snemma. En alla vega við komumst til Eyja og mamma fór bara beint að vinna og ég til Konnýjar.

Ég var svo meira og minna hjá Konný, Silju Ýr og Söru þegar mamma var að vinna og svo var ég einn eftirmiðdag hjá ömmu Steinu og hitti aðra konu sem heitir Kristín Jóna og lenti í afmælisveislu en afmælisstrákurinn kom ekki fram að drekka en hann heitir Fúsi og er maðurinn hennar Toddu frænku.
En dagarnir hjá Konný liðu nú mest við það að baksa með kettina mína og svo vorum við heilmikið að mála og lita enda ég stödd á miklu listamannaheimili. Svo fór ég nú með Konnýju í heimsókn til tengda foreldra hennar og byrjaði nú að spyrja hana Tóti hvort hún ætti ekkert að borða og svo opnaði ég ísskápinn og spurði aftur hvort hún ætti ekkert meira að borða. Ég held nú að Tóta hafi verið hálfhissa á mér, og svo fór ég að spjalla við Björgvin og spurði hann meðal annars hvað hann héti og þá sagði hann ‘viltu ekki bara kalla mig afa’ og ég leit á hann og sagði ‘En ég þekki þig ekki neitt’, þá sagði hann en ég er afi hennar Söru, og þá svaraði ég ‘Nú þá er allt í lagi’. Þannig að þar eignaðist ég Björgvin afa og Tótu ömmu í viðbót við mína afa og ömmur, ég er svo heppin. Nú svo hitti ég nú líka Már afa og við fórum að heimsækja Guðrúnu vinkonu mömmu minnar en hún á nefnilega lítinn strák sem við vorum bara búin að sjá einu sinni áður.

Nú svo á laugardaginn (ég veit að mamma sagði sunnudaginn í myndaalbúminu mínu) fórum við Konný, ég og mamma í bíltúr því veðrið var svo gott og ég átti víst að fá mér lúr því það var búin að vera óregla á svefninum hjá mér undanfarna daga. Veðrið var svona fallegt eins og þið sjáið á myndunum og svo ætlaði Konný að leyfa mér að sjá hesta og við fórum uppí sveit í Vestmannaeyjum og þá var maðurinn sem er á sjó með Markúsi og er líka hestamaður staddur þarna og hann bauð mér á hestbak, og vitiði hvað, ég fékk að fara 6 hringi, fyrst fór maðurinn með mig tvo, svo rétti hann Konný tauminn og sagði henni að labba aðeins með mig og svo endaði hann á að biðja 6 ára strákinn sinn að labba með mig tvo hringi. Þetta var algjörlega frábært. Takk Konný og takk Palli hestamaður.

En nú er ég að leika við hann Kristófer frænda minn sem er því miður hræddur við öll dýr nema hesta og hann varð hræddur af því að ég var með bangsakisu en svo fattaði hann að það var bara bangsi en ekki alvöru og þá var allt í lagi og nú erum við að skottast saman, enda góðir vinir.

Bless í bili
Ykkar Ástrós Mirra

Kristínu Jónu 1.3.2005 00:00:00 Að gista
Vá það er bara vika síðan við skrifuðum síðast og ekkert sérstakt gerst á þeim tíma. En við erum samt búin að eiga góða daga. Til dæmis um helgina síðust þá vorum við “bara” heima öll sömul alla helgina og vorum að dúlla okkur við að taka til oþh. sem tilheyrir þegar það fer að birta. Svo á sunnudaginn þá fór ég í fimleika og svo skelltum við okkur í sund og fórum svo að fá okkur ís á eftir og svo bara heim að dóla og hafa það gott, sem sagt rólegt og góð helgi.

Svo gisti Kristófer hjá mér á föstudaginn og hann var alveg ákveðinn í því að hann þyrfti ekki að taka sæng með sér því hann ætlaði að sofa uppí hjá mér með mína sæng líka, en svo sofnaði ég fyrir framan Idolið og þegar hann fór að sofa lét mamma hann sofna í sínu rúmi og færði hann svo á dýni inni hjá mér. Hann var hálf móðgaður þegar hann vaknaði. En við Kristófer erum svo góðir vinir og kemur svo vel saman að það er nú lítið mál að leyfa honum að gista.

Og talandi um að gista, á föstudaginn næsta þá er mamma hennar Önnu Daggar að vinna frameftir og pabbi hennar eitthvað upptekinn og hún vill endilega að við sækjum hana og við erum sko til í það, langt síðan við frænkur hittumst, og svo ætlar bara mamma hennar að koma og borða með okkur og svo er að sjálfsögðu Idol um kvöldið en það þýðir lítið fyrir mig að vera að tala um Idol partý því ég sofna alltaf á fyrsta lagi ef ég næ því því ég er svo kvöldsvæf eins og hún mamma mín.

Ég er að fara til tannlæknis á morgun, það þarf eitthvað að laga eina tönn en það er víst ekki skemmd í henni alla vega skildist pabba það en það þarf samt eitthvað að gera, mamma spyr hann Egil betur að því á morgun og við látum ykkur vita hvernig gekk.

Annars bara bless í bili
Ykkar Ástrós Mirra

Ps. skoðið svo allt þetta nýja sem mamma var að setja með á síðuna mína.

Kristínu Jónu 5.3.2005 00:00:00 Úr hvaða efni er ég smídd,
Hæ hæ öll sömul, þá er ég einu sinni enn búin að fá að fara á hestbak og núna með Sigga hennar Klöru og hann var á baki með mér, það var mjög gaman eins og þið sjáið ef þið skoðið myndirnar af mér í myndaalbúminu.

Við fórum líka í dag til að kveðja ömmu Maddý, Svavar afa og Pjakk hundinn þeirra en þau eru að fara að flytja til Raufarhafnar eftir viku. Það er ótrúlega langt í burtu og ég veit ekkert hvenær ég sé þau aftur. Pjakkur gelti alveg rosalega á mig og ég hálfhrökk í kút og var steinhissa, þá setti amma múl á hann svo hann myndi ekki gelta svona og þið hefðuð átt að sjá hvað hann var aumingjalegur með múlinn, og ef hann hefði getað talað hefði hann örugglega sagt, “ég lofa að gelta ekki svona aftur, ég lofa því”. En hann kann ekki að tala svo við verðum bara að giska á þetta.

Við fórum líka að heimsækja Auði ömmu og Sigga afa í dag, fórum öll þegar við vorum búin í hesthúsunum og við vorum nú svolítið stressuð hvort við myndum anga af hesthúsalykt en amma sagði að þetta væri allt í lagi. Vitiði hvað, hún gaf mér pils, peysu og húfu sem hún prjónaði og svo líka ponsjó, húfu og veski sem hún prjónaði líka, hún er alveg ótrúlega dugleg prjónakona hún amma mín og mikill listamaður.

Nú nú svo fórum við heim í kvöldsólinni og erum bara að njóta dagsins núna, sæl og glöð.

En í gær þá sóttum við Önnu Dögg á leikskólann og fórum saman heim til mín og við frænkur vorum að leika okkur saman og pabbi fór í ræktina og mamma að elda og svo kom Anna Sif og við borðuðum og horfðum saman á Idol og við erum sko ánægð með úrslitin þetta eru sko tvær bestu stelpurnar sem eru nú í 1. og 2. sæti, Hildur Vala best og svo Heiða eða það vonum við. Áfram stelpur!

Á morgun verður vonandi líka góður dagur því ég fer í fimleika og svo förum við að sjá Ávaxtakörfuna, jibbý ég hlakka svo til. Segi ykkur frá því seinna.

Þangað til næst

Ykkar Ástrós Mirra

Ps. Mamma vill endilega láta fylgja með hérna eina vísu sem hún fékk í tölvupóst því hún heldur að ég muni kannski spyrja þessarar spurningar þegar ég verð eldri, en málið er að það var lítil stelpa sem kom heim til sín og spurði: Var ég búin til í glasi eða ættleidd eða rídd?” og þá varð þessi vísa til.

Úr hvaða efni er ég smídd,
af íslensku holdi eða þýdd?
Ég vita það vil
því víst er ég til.
Er ég ættleidd, úr glasi eða rídd?

Kristínu Jónu 9.3.2005 00:00:00 Búðakona í sveit
Í morgun þá sagði ég við mömmu: “Mamma þegar ég er orðin stór þá ætla ég að vera búðakona og búa á bóndabæ. Ég ætla ekki að afgreiða svona venjulegt í búðinni heldur ætla ég að afgreiða fólk sem vill fara á hestbak hjá mér. Er það ekki flott hjá mér?”

Mömmu fannst þetta ansi flott því þarna var ég náttúrulega að tala um að eignast hrossabýli og vera með hestaleigu sem er bara hið besta mál.

En svo þegar við vorum að sækja pabba í dag, þá fer ég aftur að brydda uppá því að flytja á bóndabýli og þá segir mamma að hún geti það ekki því vinnan hennar sé hér í bænum og þá svaraði ég: ” Þú sendir vinnunni bara bréf.” Og hvað á að standa í bréfinu spyr mamma? Þá segi ég: “Hæ hæ, ég Kristín, Þráinn og Ástrós Mirra erum flutt á bóndabýli og þið verðið að finna einhvern annann karl eða konu til að vinna vinnuna mína. Kveðja Kristín”

Mamma varð orðlaus eftir þetta, málunum er reddað og við getum flutt á bóndabýlið.

Ykkar Ástrós Mirra

Kristínu Jónu 13.3.2005 00:00:00 Ferming hjá Aron Braga
Hæ hæ, við vorum að koma úr fermingarveislu hjá honum Aron Braga og það var rosa gaman, ég var mest að leika við Lenu Líf og svolítið við Diljá Dögg og fleiri krakka þarna og svo tók ég fullt af myndum af öllum, eitthvað af þeim eru í myndaalbúminu en mamma setti ekki allar því ég tók svo margar og sumar voru ekki alveg nógu góðar en ég er samt ótrúlega efnilegur ljósmyndari.

Í gær fórum við mamma í Kringluna og ég fékk að fara í ævintýralandið á meðan mamma og Kolla frænka fóru í búðir en svo fórum við og sóttum Kristófer í hesthúsið hjá pabba hans og fengum okkur ís og fórum svo á hestasýninguna “Æskan og hesturinn” sem var í reiðhöllinni í Víðidal, það var rosa gaman og allt niður í 3ára krakkar sem voru að sýna sig á hestbaki. Þarna kom líka Jónsi í svörtum fötum og þóttist vera einhver kelling á hestbaki og svo söng hann 2 lög og ég söng sko hástöfum með og mamma tók það á vídeó en henni hefur ekki tekist að koma því á síðuna mína en hún er enn að reyna. Við látum ykkur vita þegar það tekst en þangað til næst.

Ykkar Ástrós Mirra

Kristínu Jónu 14.3.2005 00:00:00 fréttir frá Kanarí
Hallo hallo, her kemur sma kvedja fra Kanarieyjum, vid erum buin ad hafa thad mjog gott vedrid er buid ad vera agaett en svolitid rok en nu er thad buid og td. i dag var 22 stiga hiti og mjog fint.

Vid forum i dag i hringferd kringum eyjuna og thad var alveg agaett en tok adeins a litla 4 ara stelpu ad sitja i rutu mest allan daginn. A midvikudaginn forum vid i sund en thad var svo kold sundlaugin ad thad var eiginlega ekki haegt ad vera thar en vid reyndum serstaklega vegna thess ad eg fekk ad kaupa mer vindsaend sem er “Dadi dreki” og langadi svo mikid ad vera ad leika med hann en var samt ad krokna ur kulda. Svo um kvoldid forum vid a Klorubar en thar var kvoldverdur og uppistand med Ladda og thad var mjog fint.

I gaer forum vid med rutu sjalf i Palmidas park en thad er dyra og fuglagardur, thad var mjog skemmtilegt. Svo a morgun erum vid ad spa i ad vera bara heima og reyna aftur ad fara i sund og leika med Dada dreka og mamma og pabbi og Kolla leika vid mig og fara kannski i sma solbad. Svo aetlum vid ad fara i budina hans Harry og ath. med nyja myndavel og utvarp thvi pabba vantar musik i husid. Og talandi um husid thad er mjog gott og thid faid ad sja myndir af thvi thegar vid erum komin heim.

Jaeja gott folk, nog i bili, mamma skreppur aftur a netkaffi seinna og skrifar meira.

Pabbi, mamma og Kolla bidja ad heilsa.

Ykkar Astros Mirra fra Kanari.

Kristínu Jónu 17.3.2005 00:00:00 Páskar
Ég hef aldrei verið svona vinsæl eins og þessa dagana. Mamma hans Davíðs ætlar að sækja bæði mig og Davíð á mánudaginn og ég fer með þeim heim, svo langar Kristófer að sækja mig líka á mánudaginn en hann verður að gera það einhvern annan dag. Svo er ég að fara með Önnu Dögg í sumarbústað um helgina af því að mamma og pabbi eru að fara á árshátíð hjá Maritech á Selfossi á laugardaginn og þau ætla að gista á hóteli.
Eins og þið vitið erum við Kristófer miklir vinir og mamma sótti hann um daginn og leyfði honum að sækja mig en áður en þau sóttu mig sóttu þau pabba og svo hringdi pabbi eitthvað í mömmu og hún sagði svo eitthvað í símann “Allt í lagi ástin mín” og lagði svo á, en þá heyrðist í Kristófer Darra: “Hver er ástin þín?” og mamma svaraði að það væri Þráinn, þá segir hann aftur: “Veistu hver er ástin mín? og mamma segir nei, það er frænka mín, hún Ástrós” Ekkert smá sætt hjá honum, ég er líka voða hrifin af honum og hann gaf mér nefnilega líka Shrek 2 tösku um daginn, hún er græn eins og allt sem mamma kaupir en mér finnst hún líka flott.

Jæja gott fólk, takið þátt í páskaleiknum hjá Mónu og reynið að vinna páskaegg handa ykkur þið eigið það skilið, www.mona.is

Ykkar Ástrós Mirra

Kristínu Jónu 18.3.2005 00:00:00 Hola
Hallo eda Hola eins og their segja her a Kanari.

Vid erum buin ad hafa thad mjog gott og attum frabaeran dag i dag en tha forum vid i Siux City en thad er Kurekathorp her a Kanari og vid saum 4 syningar, baedi Idianasyningu, Can Can dans, Hnifakastara, Bankaran, Kureka ad berjast vid Indiana ofl. og thad endadi a thvi ad eg fekk ad fara a hestbak a risastorum hesti og eg brosti ut ad eyrum og brosi enn.

I gaer atti pabbi minn 40 ara afmaeli og vid vorum bara ad labba um i spanska hverfinu, eg for a rolo og svo endudum vid a ad fara ut ad borda, aetludum ad fara a kinverskan veitingarstad og borda appelsinuond sem er vist su frabaerasta ever, en thar var allt yfirfullt svo vid fengum okkur piparsteik a odrum stad en aetlum ad profa ondina seinna. Pabbi var alla vega anaegdur med daginn enda vakti eg hann med thvi ad gefa honum blom sem eg tyndi.

Vid eigum alveg eftir ad fara a strondina thvi thad hefur ekki beint vidrad til thess tho thad se mjog gott vedur tha er skyad nuna og vid viljum sol a strondinni, um daginn thegar var sol tha var rok svo…. vid eigum thad eftir. Svo aetlum vid kannski ad fara i kafbat og skoda sjavarlifid og svo aetlum vid i hellaferd og sja thar sem folk byr enn i hellum tho thad se arid 2005.

Eg ma til med ad segja ykkur thad ad i kurekabardaganum i dag tha hafdi eg mestar ahyggjur af thvi hvort their myndu ekki fyrirgefa hvor odrum, en mamma sagdi ad thad myndu their gera.

Jaeja gott folk vid latum thetta duga i bili og endilega skrifid i gestabokina mina svo eg viti ad thid seud ad fylgjast med mer.

Ykkar Ástrós Mirra frá Kanari.

Kristínu Jónu 24.3.2005 00:00:00 Opid bref til Arons Breka. hae hae.
Opid bref til Arons Breka. hae hae.

Ég er á Kanaríeyjum og ég er í fríi á Kanaríeyjum og ég óska thess eftir tvo daga kem eg aftur heim til Íslands.

Elsku Aron Breki haettu ad vera vinur hans Halldors, vertu frekar vinur minn tví ég aetla ad gefa ther eitthvad í afmaelisgjof thegar thú átt afmaeli.

Kvedja Ástrós Mirra

En nú koma stuttar frettir fra ollum her á Kanarí, vid komum heim á morgun kl. 14.10 ad Íslenskum tíma og okkur er farid ad hlakka til ad koma heim en thó ekki í vedrid, her skín sól og 23 stiga hiti og okkur hefur lidid mjog vel en ekki reikna med einhverjum kolamolum thví vid liggjum ekki í sólbadi heldur skodum okkur um og lobbum mikid, meira ad segja mamma labbar og labbar. Ferdasagan kemur ásamt myndum annad kvold Hlokkum til ad sjá ykkur oll.

Thrainn, Kristin, Kolla og Ástrós Mirra

 

Kristínu Jónu 28.3.2005 00:00:00 mikið af boðum
Og þá eru páskarnir að verða búnir og ég er búin að vera í endalausum páskaboðum og það hefur sko verið rosa gaman. Svo fórum við líka í sveitina einn sólarhring og við buðum Önnu Dögg með og við fengum að sofa í tjaldi eins og þið getið séð í myndaalbúminu mínu.

Sko þetta byrjaði eiginlega með matarboði hjá Kristófer á fimmtudaginn, svo fórum við í sveitina á föstudaginn, á laugardaginn komu Kristófer og þau í mat til okkar og á sunnudaginn fórum við í mat til Önnu Daggar og fjölskyldu og svo fórum við í fermingarveislu hjá Trausta í dag og enduðum í matarboði hjá Auði ömmu, hjúkk, þetta er nú svolítið mikið.

En mamma var að reyna að breyta um útlit á síðunni minn þess á milli og er að upplifa pressu núna svo meiri fréttir verða sagðar á morgun eða hinn.

Ykkar Ástrós Mirra

…..

Kristínu Jónu 29.3.2005 00:00:00 Í útilegu heima
Jæja, þá er mamma búin að laga síðuna mína og okkur líst bara vel á nýja lúkkið, og þá getur hún farið að segja sögur af mér og mínum. Við sem sagt fórum í bústaðinn á föstudaginn og ég og Anna Dögg vorum þvílíkt góðar vinkonur að leika okkur og svo kórónuðu mamma og pabbi daginn með því leyfa okkur að sofa í tjaldinu mínu inni og þau settu bara dýnu inní tjaldið og sængina yfir og svo vorum við eins og í útilegu en samt inni. Þetta var ótrúlega gaman. Takk mamma og pabbi.

Svo fórum við í fullt af veislum alla páskana og það var líka gaman, alltaf gaman að hitta ættingjana og vini sína. Ég á líka svo mikið af ættingjum á mínum aldri þannig að þetta er bara skemmtilegt. Í gær fórum við svo í fermingarveislu hjá Trausta syni Dísu og Jóa, en Dísa er systurdóttir ömmu Steinu og kennari, þau bjóða okkur alltaf líka í svona veislur og það er voða gaman, svo vekjum við alltaf svo mikla athygli frænkurnar þegar við komum. Hittist þannig á í gær að við vorum báðar með dúkkurnar okkar svo við vorum nú svolítið eins og systur.

Á leiðinni í veisluna þá erum við stödd á Ártúnsbrekkunni og þá sé ég allt í einu bíl með konu og manni en þau voru ekki með nein börn í bílnum og ég minntist á það við mömmu og þá fór hún að segja mér að það ætti ekki allt fólk börn og sumir gætu það alls ekki, konurnar væru kannski ekki með nógu mörg egg og þess háttar, hún talaði líka um það að td. ætti Sigrún frænka (amma nr. 5) engin börn en elskaði börn mjög mikið og ég var alveg sammála henni og bætti svo við: En ekki Sigrún mamma Victors hún á fullt af eggjum og þá sagði mamma já já og fullt af börnum en þá leit ég nú á hana og sagði Nei, hún á ekkert fullt af börnum hún á bara tvö. En mömmu fannst nú endilega að hún ætti Þorvald líka svo mamma var að hugsa um þrjú en ég bara tvö. En alla vega þarna var ég nú svolítið með þetta allt á hreinu. Og gott ef ég sé ekki meira en margur annar fyrst ég veit svona mikið. Hvað haldið þið um það?

Við fórum að heimsækja langafa og langömmu í dag, sáum þau ekkert alla páskana og aumingja langamma datt í gær og er alveg að drepast í síðunni, hún heldur að hún hafi annað hvort brákað sig eða rifið þindina og hvorugt er nú gott. En langafi gaf mér fimmhundruð króna seðil og það er í fyrsta sinn sem einhver gefur mér pening í lófann og ég veit eiginlega ekki hvað mikið mig langar að kaupa fyrir hann. Ég keypti í búðinni áðan pakka af pezi en svo ætla ég í Europrise og kaupa striga og málingu til að mála málverk uppi í bústað með pabba um næstu helgi, því pabbi er búinn að vanrækja mig svo mikið núna þegar hann er svona mikið að hjálpa Snorra frænda og ég var að tala um það við hann, að hann nennti aldrei að leika við mig núna svo hann lofaði þessu. Kaupum striga og málningu og förum í sveitina og leikum okkur saman. Jibbý.

Þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra

 

25. apríl 2005

Ég er ennþá lasin ;(

Ég held ég hafi aldrei verið svona lengi lasin og ég er búin að vera með uppí 39.7 stiga hita allan tímann og mamma og pabbi botna ekkert í þessu.

Þetta er búið að vera frekar leiðinlegt, ég missti af sumardeginum fyrsta, ég missti af afmælinu hans Arons Breka og ég veit ekki hvað. Mamma segist vera að verða eins og grænmeti að komast ekkert út en ég veit að hún verður fljót að jafna sig.

Jæja við erum komnar frá barnalækninum og ég er með byrjunareinkenni að lungnabólgu, honum (lækninum) fannst vera smá astmahljóð en vildi ekkert gera í því núna. En ég fékk meðal sem þarf að gefa með sprautu og ég næstum því gubbaði og hágrét því mér finnst þetta svo ógeðslegt, ég vil frekar pillur og gleypi þær eins og ekkert sé.

En ég á að taka þetta meðal í 3 daga og má fara á leikskólann á miðvikudaginn ef ég er þokkaleg á morgun, en ég verð að vera inni samt.

Nú vonum við að þetta fari að taka enda og ég geti farið út að leika mér því það er komið sumar og það er búið að vera svo gott veður síðan ég veiktist.

Jæja þangað til næst.
Ykkar Ástrós Mirra

Ef þú vilt að draumar þínir rætist, verðurðu að vakna.
(Amerískt máltæki)

 

26. apríl 2005

Hæ, ég er orðin betri hjúkk, enda fer ég nú að verða leið að hanga inni svona lengi og svo er ég líka orðin svo þreytt að hósta svona mikið sérstaklega þegar það endar með að ég gubba eins og í gær og í morgun.
En vitiði hvað, læknirinn lét okkur hafa eitthvað lyf sem á að setja í sprautu og sprauta uppí mig og það fór sko helmingurinn út úr mér aftur í gær og svo í morgun þá endaði ég í svo miklu hóstakasti eftir að ég tók lyfið að ég gubbaði því öllu og þá voru góð ráð dýr því þetta var lyf sem ég átti bara að taka 3svar og tveir af þremur skömmtum farnir til ónýtis. En mamma hafði uppá lækninum sem við fórum til í gær og hann skrifaði uppá pillur fyrir mig núna sem Klara frænka sótti fyrir okkur og kom með og það var sko allt annað líf fyrir mig sem gleypi pillur eins og ekkert sé.

Ég er sofandi núna sem er mjög gott því þó ég sé búin að vera hitalaus í dag þá þarf ég að hvíla mig til að ná heilsu, okkur mömmu er farið að langa að komast út.

Ykkar Ástrós Mirra

Guð gat ekki verið alls staðar, þess vegna skapaði hann mæður.
(Máltæki frá gyðingum.)

 

27. apríl 2005 kl. 17.00

Og ég er enn hitalaus, búin að vera það allan daginn út um bæinn. Ég lagði mig samt kl. 14 og er svona rétt við það að vakna núna, verð að drífa í því, því við ætlum í mat til Auðar ömmu á eftir þegar pabbi kemur heim. Jibbý, ég og mamma förum út úr húsi.
Annars er mamma meira pirruð að vera heima en ég, mér finnst þetta bara fínt (nema þegar ég sé krakka úti að leika) og mamma skilur ekkert í því, því ekki finnst henni hún vera svo mikið að leika við mig en samt. Hún er nú búin að standa sig ágætlega, kenna mér að föndra með því að klippa og líma, kenna mér “Veiðimann” og í leiðinni á öll spilin, ég kunni nú talsvert áður en það er samt mikil framför, svo er hún líka að reyna að vinna svo ég held að hún fái alveg mömmuverðlaunin þessa vikuna, alla vega eru ég og hún sammála um það. Þið hin verðið bara að eiga ykkar dóma fyrir ykkur sjálf.

Við horfðum á “Strákana” í gær eins og svo oft áður og mamma horfir alltaf með mér á þá og hefur svolítið vera að stúdera þetta núna eftir að þessi neikvæða umræða um þáttinn byrjaði. Eitt sem við höfum tekið eftir er að mér finnst lang lang skemmtilegast þegar þeir snúa hjólinu og við mamma giskum á hver skildi lenda í því og í gær til dæmis þá var ég alveg viss um Pétur myndi fara í baðið og ég hafði rétt fyrir mér, og hló og skríkti þegar ég uppgötvaði það. Ég var líka pínu að pæla í því hvort það væri vont að fá sinnep á typpið eins og Pétur var að spekúlera í, og ekkert meira með það. Svo eru atriði eins og þegar Sveppi festi skyrtuna sína í bíl og Auddi keyrði af stað, þá leit ég á mömmu og sagði: “Þetta má aldrei gera” og mamma var sammála því. Þannig að ég er nú farin að sjá aðeins út hvað má og hvað má ekki þó að “Strákarnir” geri það. Enda sagði mamma mér að það væri svo margt í sjónvarpinu sem fólk gerði aldrei í alvörunni og ég held að það sé rétt.

En við mamma erum samt með áhyggjur af öllum krökkunum sem hafa ekki mömmu og pabba með sér að horfa á “Strákana” og eru svo að herma eftir þeim, það er sko ekki gott.

Þangað til næst,
ykkar Ástrós Mirra

Heimurinn er eins og hann er af þvi að fólk er svo líkt mér og þér.
(William Temple)

 

30. apríl 2005

Hæ hæ! Jæja ég er nú aðeins búin að bæta fyrir síðustu vikur í dag með því að fara í aukaafmæli hjá Aron Breka og gefa honum afmælisgjöfina sem ég bað pabba og mömmu að kaupa handa honum en það var Spidermann kall og Dreki. En mamma fann ekki Dreka en hún fann poka með risaeðlum og þær eru nú hálfgerðir drekar. Svo gaf ég honum líka æfingarbolta sem hægt að binda utan um sig svo hann skoppi ekki langt í burtu þegar er sparkað í hann.
Nú svo fórum við og sóttum Önnu Dögg og fórum í eina búð og svo niður á Tjörn að gefa öndunum og svönunum, það var sko gaman og fallegt veðrið en samt kalt. Nú svo fórum við í vesturbæinn og keyptum ís og skruppum svo í stutta heimsókn til Önnu, Sunnevu og Óskars Orra (Snorri var að læra). Sem sagt fínn laugardagur og fullt af myndum frá Tjörninni.
Núna er ég að dunda mér við að þvo og greiða Pony hestunum mínum og þið ættuð að sjá hvað þeir eru fínir og já myndin á forsíðunni er málverk eftir mig, æðislega flott finnst mömmu og Konný frænka sagði bara, ég pant fá næsta málverk, svo ég hlýt nú að vera efnilegur listamaður.

Ekki meira í bili.
Ykkar Ástrós Mirra

Ps. Munið svo að skrifa í gestabókina mína því mér finnst svo gaman að fá kveðjur.

Elskaðu – og gerðu það sem þú vilt.
(Ágústínus)

 

5. maí 2005

Við erum í andarstuði þessa dagana því við fórum niðrá læk í Hafnarfirði í dag og niðrá tjörn um síðustu helgi. En dagurinn í dag byrjaði á því að Kristófer Darri kom í heimsókn og við vorum bara að leika okkur að jeppunum okkar, skiptumst á að hafa fjarstýringabílinn minn en svo kom hann með annan jeppa sem var ekki með fjarstýringu en hann var með fjársjóðskistur uppá sér, ótrúlega flott.
Nú nú svo fengum við okkur smá morgunmat og drifum okkur svo út og tókum STRÆTÓ niðrað Læk til að gefa öndunum (mávunum, gæsunum og svönunum). Löbbuðum svo niðrá Fjörð og fengum okkur ís og tókum svo STRÆTÓ heim aftur og þetta var rúmlega 2ja tíma törn hjá okkur og mikið er skemmtilegt í STRÆTÓ en maður verður sko að halda sér fast því það eru engin belti í STRÆTÓ og maður getur sko auðveldlega dottið á gólfið. Það gerðist fyrir mömmu einu sinni, eða hún sagði það alla vega.

Á morgun er ég að fara með pabba og foreldrafélagi leikskólans okkar uppí Grjóteyri sem er sveit og það verður ábyggilega rosalega gaman, alla vega hlakka ég mikið til, vonandi fæ ég að sjá nýfædd lömb og svoleiðis.

En í millitíðinni skulið þið skoða myndir úr Andarferðunum mínum og endilega skrifa í gestabókina mína.

Þangað til næst
Ástrós Mirra

Þann dag sem þú hættir að vilja verða betri, þann dag ertu hættur að vera góður.
(Oliver Cromwell)

 

8. maí 2005

Þetta er sko búin að vera viðburðarrík helgi, vá maður. Fyrir það fyrsta þá fórum við pabbi með leikskólanum mínum að Grjóteyri á föstudaginn og það var sko æðislega gaman. Svo fórum við öll fjölskyldan uppá Þingvelli á föstudagskvöldið en byrjuðum á því að kaupa okkur útiarinn til að hafa í sveitinni og fórum svo uppí sveit. Pabbi setti arininn saman um kvöldið en ég svaf, ég sofnaði í bílnum og svaf til kl. 7 daginn eftir.

Við höfðum það gott í sveitinni og fórum á Selfoss í Selasundlaugina og það var gaman nema að því leyti að ég mátti ekki vera mikið úti því mamma og pabbi eru með áhyggjur að ég veikist aftur.

Nú svo enduðum við á að fara í bæinn í dag, það var lokadagur í fimleikunum og ég fékk medalíu og þetta var mjög gaman og svo drifum við okkur í afmæli til Klöru Rún en hún varð eins árs (eða verður það á morgun).

Og í tilefni mæðradagsins þá keyptum við mamma blómvendi bæði handa langömmu sem er náttúrlega mamma okkar allra og svo líka handa Auði ömmu sem mamma mömmu og þá móðuramma mín.

En nú ætlar mamma að fara að horfa á Tökum lagið sem Konni frændi tók upp fyrir okkur á föstudaginn svo við skrifum meira seinna en það bættust 4 ný albúm við núna og við tókum aðeins 90 myndir um helgina. Vá.

Þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra

 

10. maí 2005

Ég verð að segja ykkur frá svolitlu sem gerðist núna áðan. Við mamma vorum að horfa á strákana og þeir voru eitthvað að fíflast úti í löndum og spyrja menn hver væri uppáhaldsleikmaðurinn hjá Chelsee (ábyggilega vitlaust skrifað hjá mömmu) og þeir vildu að allir segðu Eiður Smári og svo spurðu þeir einn hvort honum þætti Eiður SEXY og þá spurði ég mömmu: Mamma hvað þýðir SEXY og mamma sagði að það þýddi sætur og flottur og um leið og hún var búin að sleppa orðinu sagði hún en það er bara sagt um fullorðið fólk.
Þá leit ég á mömmu mjög niðurdregin og sagði: En mamma ég vil vera SEXY og mamma var í nettum vandræðum og sagði svo: Nei en þú ert (og við skrifum það eins og við segjum) gordjus.
Vá ég sætti mig sko alveg við það, aðallega að ég sé eitthvað á útlensku, það er sko málið. Enda tala ég útlensku, ég segi td. Iceland, thank you og lets go.

En þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra

Snúðu andliti að sólinni og þú sérð ekki skuggann.
(Helen Keller)

 

 

13. maí 2005

Jæja, þá er nú bara hvítasunnuhelgin framundan og við ætlum í sveitina og hafa það gott. Við erum búin að lána henni Konný, Silju og Söru íbúðina okkar í Hafnarfirði og svo ætla þær að koma á sunnudaginn í grill til okkar og líka Auður amma og Siggi afi, það verður sko gaman.
Og svo veit ég að Sara er að koma dúkkuvagninn sinn sem er sko stór og á gormum og það er sko hægt að rugga honum ýkt mikið, ég hlakka svo til og þá ætla ég að gefa Klöru Rún litla dúkkuvagninn minn sem ég fékk einmitt þegar ég var 1 árs eins og Klara er núna.

Við fórum í gær uppí Harðviðarval og keyptum okkur nýjar hurðir í íbúðina okkar, þeir eru með fótbolt og mark og Screck á vídeói svo mér finnst ekkert leiðinlegt að fara með mömmu og pabba þangað, en við fáum innihurðirnar í næstu viku en eldvarnarhurðin sem fer fram á gang kemur kannski ekki fyrr en eftir 2 mánuði.
Svo vorum við líka að skoða eldhúsinnréttingar og förum í næstu viku til að panta eina sem er með eikarskápum en hvítum hurðum og er frá InnX. Pabbi leggur ekki í eitthvað Ikea innréttingadæmi því það vantar alltaf eitthvað í þær og svona svolítið vesen, svo eru skúffurnar frá InnX allar með skellivörn sem er sérstaklega gert fyrir pabba en sko ekki mig, því ég get alveg gert varlega en ekki pabbi.

Jæja gott fólk, við ætlum að horfa á tökum lagið með Hemma Gunn í kvöld og förum uppí sveit í fyrramálið svo endilega kíkið á okkur í sveitina ef þið nennið.

Ykkar Ástrós Mirra

Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á Guð sinn og land sitt skal trúa.
(Einar Benediktsson)

 

 

20. maí 2005

Jæja, þá er nú bara svolítið langt síðan við höfum skrifað eitthvað hér. Við fórum í sveitina um Hvítasunnuhelgina og höfðum það fínt fyrir utan að rotþróin okkar fylltist og við þurftum að kalla út á hvítasunnudag dælubíl, sem reyndar var ekkert nema liðlegheitin enda kom svo í ljós að þetta var hann Hörður flutningabílstjóri frá Eyjum sem er fluttur á Selfoss og rekur svona bíl þar. Hann reddaði okkur alveg þarna en svo þegar hann var farinn þá uppgötvum við að klósettið er samt stíflað og pabbi (sem var ennþá lasinn) hamaðist að reyna að losa þessa stíflu en illa gekk en hann pabbi minn heitir Þráinn með rentu því hann er svo þrjóskur að það hálfa væri nóg.
En honum tókst þetta og svo komu Konný, Kolla, Sara Rún og Silja Ýr og voru hjá okkur yfir daginn og borðuðu svo með okkur um kvöldið og þá komu Auður amma og Siggi afi líka, það var voða gamana en ennþá var of mikið rok til að prófa arininn okkar úti svo við höldum bara áfram að horfa á hann inni.

Vikan hefur svo liðið með því að mamma fór og pantaði eldhúsinnréttingu og svo héldum við að hurðarnar kæmu í gær en þær eru enn ekki komnar en pabbi er búinn að taka allar hurðar af húsinu og henda þeim svo hér pissa allir við opnar dyr.

Á morgum ætlum við mamma að fara með Önnunum Sif og Dögg í Húsdýragarðinn þegar við erum búnar að fara á leiksýningu hjá skólahóp í Smáralundi og svo er reyndar búið að bjóða okkur á brúðuleikhús kl. 16.30 líka en ég veit ekki hvort við náum því vegna þess að okkur er svo boðið í Eurovision mat til Lofts og Ingu en Loftur var að vinna með pabba hjá Eykt og á heima í Hafnarfirði eins og við og ég fæ líka að fara með í matarboðið og horfa á Eurovision. Og vitiði hvað Loftur á hund svo mér mun ekki leiðast þar.

Jæja gott fólk nóg í bili og það koma örugglega nýjar myndir á sunnudaginn eftir þessa helgi ef ég þekki hana mömmu mína rétt.

Þangað til næst

Ykkar Ástrós Mirra

Besta aðferðin til þess að láta verk sýnast erfitt er að slá því á frest.
(Winston Churchill)

 

25. maí 2005

Hæ hæ, hvað segið þið gott? Ég segi nú bara allt vel. Af mér er það helst að frétta að dagurinn í gær var algjör hrakfalladagur, ég fékk marblett á kinnina í leikskólanum og stórt sár á hnéið líka, svo klemmdi ég mig á hurð í Gámaþjónustunni hjá Sigrúnu ömmu og þar fór betur en á horfðist og svo endaði þetta á því að köttur hér í næstu blokk klóraði mig af því að hann vildi ekki að ég væri að halda á honum. En nú er þessum degi lokið og öðrum til sem var hrakfallalaus þannig að þetta er ekki eitthvað sem er komið til með að vera.
Í gær fór ég líka til tannlæknisins og ég var nú ósköp feimin við hann Egil og vildi helst ekki að hann væri að mála tennurnar mínar en ég var samt dugleg en þó finnst mömmu þetta mjög ólíkt mér. Kannski það sé bara Egill sem hefur þessi áhrif á mig, ég veit ekki. En sem sagt í gærmorgun þá vorum við mamma að ræða hvort ég færi aftur í leikskólann eftir að vera hjá tannlækninum eða hvað og mamma sagði nei, það tekur því ekki ætli við förum ekki bara og heimsækjum Auði ömmu.

Vei, jibbý segi ég þá en bæti svo við, af hverju förum við ekki heldur til hinnar ömmu minnar? Hvaða ömmu segir mamma, æi hún á svona tvo bíla með húsi og svoleiðis. Og mamma kveikir ekki og spyr á hún heima í blokk með lyftu eða ….

Nei hún á heima í húsi sem er bara fyrir þau, og mamma hugsar .. þau.. á hún mann, já svara ég og þá spyr mamma aftur ég muni hvað hann heitir en ég gerði það ekki en eitthvað sem ég sagði fékk mömmu til að kveikja og hún segir: Ertu að meina Sigrún, já hún heitir Sigrún, af hverju förum við ekki til hennar þegar ég er búin hjá Tannlækninum? Og mamma segir við gætum nú alveg kíkt til hennar í vinnuna því hún verður enn að vinna þegar við erum búnar hjá tannlækninum, eigum við að gera það?

Já segi ég þá og svo er löng þögn. Svo kemur allt í einu, já nú man ég, það er mikið af drasli í kringum húsið þar sem hún er vinna. Og þá sagði mamma, já því hún vinnur hjá Gámaþjónustunni.

Og við kíktum svo í heimsókn til hennar með fyrrgreindum afleiðingum sem reyndar voru svo ekki neitt neitt eftir á.

Pabbi er að verða búinn að setja upp nýjar innihurðar hjá okkur, en það er nú aðeins búið að ganga á ýmslu, þurfti að saga af karminum í svefnó, og eins inni á baði. Svo var sprunginn einn karmur og þurfti að skila honum og svo kom í ljós áðan að hurðin inní svefnó var alltof síð, og hún var víst sérpöntuð af einhverjum öðrum og verður komið á morgun með réttu hurðina og þessi tekin, það verður nú spennandi að sjá þegar eldhúsinnréttingin kemur hvort það verði áfallalaust eða hvað.

Um síðustu helgi fórum við mamma ásam Önnu Sif og Önnu Dögg í húsdýragarðinn á M12 deginum og það var auðvitað fullt af fólki en þó allt í lagi, fyrir utan að við fengum engar blöðrur og ekki pylsur því mömmurnar nenntu ekki að standa í klukkutíma biðröð fyrir hvort um sig, en við fengum að fara í hringekjuna og lestina og það var gaman og svo hittum við öll dýrin.
Svo á sunnudaginn fór ég og var að leika við Davíð allan daginn og skemmti mér vel.

En nú er ég að fara að horfa á strákana með mömmu og kveð því í bili.

Ykkar Ástrós Mirra

 

28.maí 2005

Hæ hæ hæ, ég er sko búin að hafa vini mína hjá mér núna um helgina, fyrst kom Kristófer Darri til mín í gærkvöldi og gisti hjá mér, við sváfum bæði uppí mömmu og pabba rúmi með mömmu en pabbi svaf í mínu rúmi. Svo vorum við að leika okkur í morgun og það var vorða gaman.

Svo fórum við mamma og sóttum Önnu Dögg og kíktum svo í heimsókn til langafa og langömmu því Anna Dögg hefur aldrei séð langafa og þá meina ég hún hefur aldrei séð neinn langafa, svo við ákváðum að sýna henni minn. Og minn langafi er meira að segja sjóræningi svo það var nú aldeildis gaman að geta sýnt henni hann.
Svo bauð Kolla okkur uppí skóla því þar var einhver vorhátíð og grillaðar pylsur og hoppukastali ofl. skemmtilegt. Nú svo skelltum við okkur heim og fengum teppi útá svalir og vorum að leika það með dúkkurnar okkar (mamma og pabbi eru reyndar alveg að deyja úr stressi þegar ég er að þar úti) og svo endaði þetta á því að við hjálpuðum mömmu að búa til ritskexbollur og við myljuðum kexið og hnoðuðum bollurnar sem voru svo alveg frábærar á bragðið.

Nú eru allar hurðarnar komnar upp hjá okkur og ein mynd af mömmu nýklipptri fyrir framan þær í myndaalbúminu mínu. Og svo er eitt nýtt gullkorn líka. Gleymið svo ekki að skrifa í gestabókina svo ég viti að þið eruð að fylgjast með mér.

Þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra

Góð orð eru mikilsverð og kosta lítið.
(George Herbert)

 

 

Kristínu Jónu 29.5.2005 15:51:00 Ekkert hurðalaust helvíti lengur
Jæja, þá eru nú allar hurðarnar komnar upp hjá okkur, nema reyndar eldvarnarhurðin fram á gang, hún kemur ekki fyrr en eftir 2 mán. Eeen þvílíkur munur ég hefði aldrei trúað því að hurðar myndu breyta íbúð svona og meira að segja birtir yfir holinu.  Svo nú er bara að hlakka til að fá eldhúsinnréttinguna þá verður nú gaman.

En nú erum við á leið í sveitina því veðrið er svo gott, við erum með Döggina hjá okkur svo við ætlum að skottast með tvær skottur á Gjábakka og slappa af í dag, taka með okkur bakarísnesti úr Mosfellsbakarí, kannski maður sippi í sveitinni eða geri eitthvað álíka sniðugt.  Mér dettur nú í hug að gaman gæti verið að labba niður að vatni, því ég er orðinn svo mikill göngugarpur að ef ég labba ekki einn daginn þá langar mig virkilega til þess þann næsta.

Ok, ég veit það er erfitt að trúa þessu en “Er á meðan er” ég vona að þetta sé komið til að vera.

En sveitin kallar.

 

04. júní 2005

Góðan og blessaðan daginn öll sömul. Við erum að fara í sveitina á eftir, við fórum ekki í gærkvöldi því pabbi hélt að hann yrði að vinna svo lengi og þá var mamma ekkert farin að taka okkur til, þannig að við horfðum á “Tökum lagið” og skemmtum okkur vel.

Vitiði hver kom í leikskólann minn í gær? Hestar! Það var komið með 3 hesta og allir krakkarnir sem það vildu fengu að fara á bak. Það var rosalega gaman og svo var svo gott veður líka.

Annars er ég bara búin að vera að gera þetta venjulega undanfarna daga, fara í leikskólann, svo heim, reyna að spyrja eftir einhverjum en lítið gengið en, ég fékk hlaupahjól í fyrradag og hné- og olbogahlífar og svo nota ég að sjálfsögðu hjálm. Ég fékk að æfa mig tvisvar í gær, fyrst með mömmu og svo með pabba, það var mjög gaman. Kannski ég taki hlaupahjólið með mér í sveitina.

En jæja það koma kannski meiri fréttir seinna en samt verðið þið að fyrirgefa okkur ef við erum ekki eins dugleg að skrifa í sumar eins og á veturna.

Þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra

Að vera kona er svo furðulegt, svo flókið og botnlaust, að enginn nema kona getur ráðið við það.
(Sören Kierkegaard)

 

KJG 4.6.2005 16:11:00 Köflótt þeyta
Æi, ég er nú stundum að hugsa til hvers ég var að byrja á þessum skrifum hér, því svo skrifa ég fyrir hönd Ástrósar Mirru og svo hér líka.  En málið er að ég er orðin svo vön að skrifa fyrir hönd 1, 2, 3, 4 ára barns að ég hreinlega veit ekki hvernig á að skrifa eins fortytwo.

En ég er allavega ekki alveg hætt en það er samt viðbúið að ég geri þetta ekki oft, besti tíminn er reyndar þegar Ástrós Mirra vaknar snemma um helgar og horfir á barnaefnið og Þráinn sefur þá hef ég góða samvisku að hanga í tölvunni en samt… eins og núna ætti ég að vera að taka úr uppþvottavélinni og setja óhreint í hana, taka fram sumarbústaðakassann og henda í hann mat oþh. til að taka með í sveitina því við erum jú á leiðinni þangað en ég er ekki alveg komin í stuðið enda klukkan bara átta núna og ég búin að vera á fótum í einn og hálfan tíma.

Og já talandi um tíma og að nenna ekki, þá er ég komin að titlinum á þessum skrifum… ég er bara alltaf svo þreytt þessa dagana, (kvöldin) held mér ekki uppi lengur en til 22 þó það sé bjart og gott verður og þó ég sé að taka hákarlalýsi (þarf maður kannski að hvíla sig á því, getur maður owerdosað á lýsi) eða er ég kannski langþreytt eða er eitthvað að mér.  Ég held alveg góðri orku í vinnunni en svo er ég eiginlega bara búin.  Ekki er það að barnið krefjist svo mikils af mér lengur, því hún er náttúrulega orðin svo stór og dugleg og ekki á ég heimtufrekan bjargarlausan mann nema síður sé, svo þetta er bara hálf óskiljanlegt.  Og þetta kemur þrátt fyrir að ég sé farin að labba í strætó á leið í vinnu og svo í Garðabæinn eftir vinnu og ég meira að segja nýt þess.

Svo stóra spurning er:  Er eitthvað að mér?  Eða er ég bara svona köflótt?  Kannski er ég bara svona þreytt af því að ÞRÁINN var að setja upp hurðar  það er aldrei að vita, og kannski ég ætti bara að skella mér til læknis og láta rannsaka blóðið, það gæti nú verið að vantaði einhver vítamín, en svo hefur maður líka heyrt af fólki sem fékk svona þreytueinkenni og það endaði með heilaæxli svo maður ætti kannski ekki að ignora þetta algjörlega.  Það má þó ekki misskilja mig og halda að ég sé með einhverja paranoju vegna þessa, heldur er ég bara komin á þann aldur að hafa alla möguleika opna. Aldur hvað!  Nú ætla ég að hætta þessu áður en ég fer og panta mér pláss á elliheimilinu á undan afa og ömmu… humm, ömmu já… hún er nú orðin 86 og ekki kvartar hún um þreytu þó hún haldi heimili fyrir 3 og þurfi að stjana við afa og okkur krakkana þegar við komum í heimsókn.  Nei ekki kvartar hún svo það er best ég hætti og taki úr uppþvottavélinni, annars endar þetta í einhverri vitleysu.

 

kjg 10.6.2005 16:12:00 Köflótt klikkun
Ég held ég gangi ekki á öllum….

Leikskólinn hennar Ástrósar er EKKI að fara í frí núna um helgina eins og ég hélt, nei, nei hann fer eftir viku og verður viku lengur en ég hélt.

Það er á næsta ári sem hann lokar 11. til eitthvað en það er samt í júlí  en ekki júní.

Það er eins gott að ég átti ekki tjaldvagninn pantaðan í næstu viku og það er eins gott að það eru allir fegnir í vinnunni að ég sé EKKI að fara í frí í næstu viku þó ég haldi nú að mér hefði ekki veitt af fríi fyrst ég er orðin svona klikkuð, hvernig er hægt að ruglast á þessu svona, ég dobbletékkaði á þessu með því að lesa á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og já já árið 2006 er núna eða hvað?

Ég er svo hissa á mér að ég næ ekki einu sinni að skrifa því ég hristi svo mikið hausinn.  Getur þetta verið af því að mig vanti Súkkulaði og Sykur, ég er nefnilega búin að vera að nota gervisykur í kaffið og mér finnst ég svo slöpp og skrítin…

Ég ætla alla vega að kaupa nammi fyrir kvöldið því í kvöld eru Idolstjörnurnar okkar hjá Hemma Gunn og ég ætla sko að syngja með og fara svo í útilegu á morgun með vinnunni hans Þráins.

 

14. júní 2005

Það eru bara komnir 10 dagar síðan síðast og hvað er eiginlega búið að gerast… humm, jú mamma ruglaðist á sumarfríinu hjá leikskólanum og allir búnir að hlægja að henni en svo kom það sér víst bara vel í vinnunni hennar að hún væri ekki farin í frí en við sem sagt förum í frí í næstu viku og ætlum að byrja á að vera heima svo förum við til Eyja í nokkra daga og svo ætlum við með pabba í útilegu með tjaldvagn og svo ætlum við líka að vera eitthvað í sumarbústaðnum okkar og gera eitthvað skemmtilegt.

En við fórum um síðustu helgi með vinnunni hans pabba í bústað sem heitir hálsakot og er í Skorradal og þar var ekkert smá vel tekið á móti okkur og vel hugsað um okkur. Fyrri eigandi af pabba vinnu bauð í grill á laugardagskvöldið og fékk grillbílinn til að grilla ofaní okkur og það lukkaðist mjög vel, svo fékk ég að leika við krakkana og hundinn til kl. 1 um nóttina en mamma og pabbi sungu til kl. 4.

Svo var okkur boðið á spíttbát og mamma var skíthrædd þar en ekki sko ég, mér fannst bara gaman.

Um næstu helgi verður fjör hjá okkur í bústaðnum því við erum með frænku- og frændadag í sveitinni og ég hlakka sko til, það verður pulsupartý og ávextir og fullt af krökkum að leika við, gaman gaman.

Þangað til næst

Ykkar Ástrós Mirra

 

kjg 23.6.2005 16:13:00 3ja tilraun
Shit og Damn it, þriðja tilraunin hjá mér að reyna að koma einhverju á blað. ;(

Ég var búin að skrifa heila ritgerð áðan þegar helvítis internet vafrinn krassaði og allt út.  Jæja ég í sumarfríi og hugsaði $#&# og allt ljótt en skipti fljótt um skoðun og brosti aftur og hugsaði jæja ég skrifa bara aftur og aðeins öðruvísi og nú átti sko að vista (save as draft) svo ekki færi allt aftur á sama veg, en nei nei, ég hafði nefnilega haft titilinn “Focking Shit” af því að ég var pirruð þá var ekki hægt að vista og “Stóri bróðir” ákvað að þetta væri eitthvað sem ekki væri leyfilegt að skrifa og henti öllu út og sagði að ég væri með ólöglegan titill  “#$%#& eins gott að nota íslensku frekar þeir skilja hana ekki.

En sem sagt, ég er í sumarfríi bíðið aðeins þarf að vista… jæja, komin aftur.  Okey ég er sem sagt í sumarfríi og var alveg ógeðslega myndarleg fyrsta daginn, tók búrið og þvottahúsið í gegn, nú getur maður gengið þar inn og snúið sér í hring og séð hvað er til og hvar það er í hillunum enda fóru 4 ruslapokar út í Sorpu og ég sagði Þráni að spyrja mig ekki hvað hefði verið í þeim, ég lofaði honum að það voru ekki verkfæri annars myndi hann ekki sakna þess sem fór og aldrei eftir að spyrja um það.  Og þá datt mér í hug “Geymslan” (bíddu er að vista) ég rak nefnilega augun í tvo stóla þar um daginn og fór að hugsa, humm eru þessi stólar enn hér og hafa verið alveg frá því að við fluttum hingað, já í 5 ár hafa þeir verið alveg kjurrir í geymslunni og bíðum nú við, þeir voru nefnilega líka í geymslunni í Sævanginum, ja hérna en hvað með Laufvanginn, man ekki alveg held þó að þeir hafi verið þar í barnaherbergjunum því þau voru jú tvö en við án barna svo OK, þeir eru búnir að vera í geymslu í 7 ár.  Ætli við eigum eftir að nota þá, ekki viss það eru tveir kollastólar uppí búri sem eru “nota bene” búnir að vera þar síðan við fluttum, nei nú gefst ég upp.  Hvað er þetta með mig og stóla svo er ég með 4 garðstóla sem hafa einu sinni farið út á svalirnar og ég reyndar ætla með uppí bústað en HALLÓÓóó þeir kosta orðið skid og ingenting þessir stólar í IKEA ef mig skyndilega myndi vanta (bíddu þarf að vista) aukastóla en sko miðað við að ég hef verið með 25 manna veislur og ekki náð í þá, þá er nú spurning hvort ekki ætti bara að losa um rými í geymslunni og búrinu og gefa þá í Góða hirðinn svo einhver sem er ekki búinn að fatta hvað stólar eru ódýrir í Ikea geti keypt mína gömlu stóla á skid og ingenthing.

Assgoti getur svona vikufrí gert mann skýrann í kollinum, kannski það sé bara ekkert að blóðinu í mér heldur bara orðin gegnsósa af vinnu og þá meina ég ekki að ég hafi unnið svo mikið heldur bara verið svo obbsesst af vinnunn en nú er að rofa til en ég ætla samt til læknis á eftir að láta athuga blóðið því ég held að það geti verið að ég sé mjög blóðlítil því ég hef svo lítið úthald og er svo þreytt á kvöldin svo við sjáum til hvað hann segir og hvort hann finni eitthvað að mér… Að mér auðvitað er ekkert að mér, ég er HIN FULLKOMNA KONA eða er það ekki?

20. júní 2005

Við mamma erum byrjaðar í sumarfríi svo við erum bara enn á náttfötunum kl. 10 og dólum okkur, samt ætlum við að vera duglegar í dag, því við ætlum að taka til í búrinu og þvottahúsinu svo við getum farið að setja eldhúsdótið okkar inní þvottahús til að undirbúa að það er að koma ný eldhúsinnrétting til okkar. En ætli ég fari ekki bara að leika mér, sé mig ekki alveg í anda við þessa tiltekt.

En alla vega þá erum við búin að eiga frábæra helgi í sveitinni, sól og 20 stiga hiti föstudag, laugardag en skýjað og ringdi aðeins í gær. Við fengum fullt að fólki í heimsókn á laugardaginn því ég var með svona Frænku- og frændamót þe. allir krakkar sem eiga Laufey og Konna fyrir langömmu og langafa er boðið og það komu í þetta sinn, Andri, Birta, Alexander Ísak, Kristófer Darri og Victor ásamt þeirra foreldrum og svo birtust líka Auður amma og Siggi afi og Ása langamma og Guðjón og að endingu Heimir og Eyja svo þetta var sko gestkvæmt hjá okkur og skemmtilegt. Þetta var annað árið í röð sem við höldum svona í sveitinni og lukkan er alltaf með okkur því það var frábært veður bæði árin, svo við ætlum sko að halda þetta aftur á næsta ári og vonandi komast fleiri þá. Því það vantaði fullt af krökkum núna, Emilie, Eyrún Björg og Katrín Linda voru í sumarbústað, Guðrún Eydís var hjá pabba sínum og Hekla Rakel er of lítil, Ynja Blær, Kara Lind og Þula Gló komust ekki, Kristján Rútur og Guðbjörg komust ekki heldur og Silja Ýr og Sara Rún voru í Eyjum og Klara Rún var með mömmu sinni að sækja ömmu útá flugvöll. Þannig að þið sjáið að það vantaði nú slatta en við hin skemmtum okkur vel og grilluðum pylsur og lékum okkur allan daginn.
Og svo meira að segja tjölduðu Kristófer og þau og sváfu hjá okkur.

Ég eignaðist líka nýja vinkonu í sveitinni, hún heitir Sædís og var hjá afa sínum og ömmu í næsta bústað og við náðum mjög vel saman og skemmtum okkur vel, svo held ég líka að hún eigi heima rétt hjá mér uppi á Álfholti svo kannski hittumst við aftur seinna.

Nú svo enduðum við helgina á að fara í Grill til Önnu Daggar og Adda og Önnu Sifjar og þar fengum við að skoða pínulitla kettlinga hjá vinkonu hennar Önnu Daggar, þeir voru sko æðislegir en mamma var eitthvað að tauta, “þeir stækka, þeir stækka” þegar við vorum þarna, samt held ég að hún hafi nú verið veikust fyrir einum sem hún er búin að skíra Moka.
Svo fékk ég líka nýjar fréttir í gær… Anna Dögg er bráðum að fara að eignast lítið systkini en við vitum ekki hvort það er bróðir eða systir, ég tók þessum fréttum með miklu kæruleysi og tjáði mig hreinlega ekkert um það en mamma var nú bara fegin því hún hafði áhyggjur að ég yrði kannski afbrýðisöm og langaði sjálfri í systkini en það er víst ekki hægt, svo við ætlum ekkert að vera að ræða þetta mjög mikið, það bara kemur þegar ég átta mig og kannski vil ég bara frekar kettling.

Þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra

Hamingja er að eiga nóg í sjálfum sér.
Aristóteles

 

23. júní 2005

Hæ hæ, jæja ég er nú aldeilis búin að “Ömmast” í sumarfríinu okkar. Það byrjaði með því að amma Steina kom frá Berlín á mánudaginn en hún hafði verið þar með kirkjukórnum í Eyjum og hún sem sagt ákvað að vera hjá okkur eina nótt og við fórum svo saman í skoðunarferðir í húsgagna- og gardínubúðir því amma Steina er að flytja og var svona aðeins að kíkja hvað væri til.

Svo fór ég í gær með mömmu, Auði ömmu og langömmu í pílagrímsferð til Stokkseyrar, langamma reynir að fara einu sinni á sumri á æskuslóðirnar og ég og mamma höfum stundum farið með hana og Auður amma stundum og núna fórum við í fyrsta skipti 4 ættliðir saman og það var sko gaman.
Við skoðuðum kikjugarðinn og ég heimtaði nú myndatöku við annaðhvert leiði því mér fannst svo mörg vera flott og svo þurfti ég að máta eitt leiðið en þar var kross ofnaí grasinu og mér fannst þetta svo lítið leiði og vildi vita hvort það væri barnaleiði eða ekki. Það er barnaleiði því það passaði mér (sjá í myndalbúmi).
Nú þegar við vorum búnar að skoða og krossa leiðin í garðinum þá fórum við í sjoppuna og fengum okkur að borða og keyrðum svo um allan bæinn og amma og langamma voru að rifja upp síðan þær voru svo mikið þarna hjá langalangömmu minni. En þegar skoðunarferðinni var að ljúka fórum við í Töfragarðinn sem er nýbúið að opna þarna og það var sko gaman eins og þið munið sjá á myndunum okkar.

Við mamma mælum með þessum garði hann er mikið skemmtilegri en Slakki og stærri og fleiri leiktæki.

Nú nú í dag ætlum við bara að vera heima og dóla okkur og njóta þess að gera ekki neitt.

Þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra

Hver veit nema lífið hér sé dauði og dauðinn hið sanna líf.
(Evrípídes)

 

kjg 24.6.2005 16:15:00 Aðþrengdar eiginkonur
Sá þáttinn í fyrsta sinn í gærkvöldi, skildi ekki alveg hvað gekk á, af hverju ein er í fangelsi og af hverju önnur þurfti að stela kamri af byggingasvæði til að gera þarfir sínar og bjó samt í flottu húsi með heitum potti oþh.  Held ég verði að sjá fleiri þætti til að fatta þetta.

Sit hér núna með tvær prinsessur inni í Ástrósar herbergi, þe. Birtu og Ástrós Mirru en við hittum Birtu hjá mömmu og þær frænkur vildu endilega sofa saman svo nú eru þær að komast í ró og ég ein hér frammi því Þráinn skellti sér í partý, humm gerist nú ekki oft á þessu heimili en gerist þó, reikna með að honum leiðist heil ósköp og sakni mín.

En ég er búin að taka hraustlega á því fyrr í kvöld og söng hástöfum með Hemma Gunn og hans liði, þó var þátturinn í kvöld frekar slappur, það kunni enginn neina texta og það er frekar leiðinlegt og Ylfa var alltaf að byrja í of hárri tóntegund og þurfti svo að lækka sig en ég man nú eftir einni góðri sem gerði þetta líka á þessum aldri svo hún á eftir að fatta það að hún þurfi ekki endilega að syngja hæðst og tónhæðst líka.

Fór í blóðprufu í morgun og klúðraði því líklega, átti að fasta en mundi það ekki fyrr í morgun og vaknaði kl. 5 (ég meina það) með þvílíka blöðrubólguverki og fór fram úr og drakk tvo bolla af vatni og síðan aðra tvo þegar ég fór framúr kl. 06.30 því ég ætlaði að taka bílinn og þurfti því að fara á fætur svona snemma.  Jæja svo fer ég að græja mig í blóðprufuna (Ástrós hlakkaði til að fá að sjá þegar nálinni yrði stungið í hendina á mér) og þá rek ég augun í að “Halló, þú átt að vera fastandi frá miðnætti” en ég ákvað að láta slag standa og fór uppeftir.
Sagði konunni að ég hefði gleymt að ég ætti að vera fastandi og hefði drukkið vatn og þessi elska segir að það sé allt í lagi svo framarlega sem ekki sé verið að þamba fleiri fleiri glös og ég játti því með englasvip og svo sjáum við til hvort niðurstaðan verði einhver fáráðanlegur sjúkdómur eða bara blóðleysi eða skjaldkirtilsvandamál eins og læknirinn heldur.  En hvað segi ég ef þeir koma með að ég sé með vatnsblöðru í stað þvagblöðru.  Úps ég þorði ekki að segja ykkur að ég ÞAMBAÐI vatn þar til mér varð illt þegar ég átti að vera fastandi.  Og ég sem hélt að sumarfríið væri að hafa góð áhrif á mig og ég að hugsa betur.  Eins gott ég fór ekki í teygjustökkið þarna um árið, getið þið ímyndað ykkur hvernig heilinn í mér væri þá ef hann er svona núna án þess. Ég segi bara eins og Ástrós Mirra “Hjúkket” eða “Cool”.

 

kjg 26.6.2005 16:16:00 Ferðalög
Jæja þá er best að skella sér til Eyja í kvöld og hafa það huggulegt með Konný systir og Steinu tengdó og öllum hinum Eyjapæjunum og peyjunum.

Við Ástrós ætlum með Herjólfi í kvöld (helst að hún liggi þá kjurr í koju því ég er sjóveik) en Þráinn er að hjálpa Ásu ömmu sinni að flytja til Hveragerðis og við verðum bara með, við Ástrós og svo tökum við bara bíltúr um suðurlandið, kíkjum kannski á Sigrúnu á Selfossi því hún er nýflutt þangað og fáum okkur kannski “Humarsúpu” á Stokkseyri og drífum okkur svo í koju í Herjólf.  Þetta virðist ætla að vera góður dagur fyrir ferðalög.

Og talandi um ferðalög þá munum við Ástrós Mirra koma til baka á fimmtudaginn og svo förum við og sækjum Tjaldvagn á föstudaginn og skellum okkur eitthvað út í bláinn og sólina og verðum saman fjölskyldan í eina viku og svo tekur við “NÝ ELDHÚSINNRÉTTING”.  Hún kemur nú líklega í næstu viku en við ætlum ekkert að stressa okkur við þetta.  Tókum allt úr efri skápunum í gær og röðuðum í fína nýtiltekta þvottahúsið mitt og svo verður Þráinn líklega að taka úr neðri skápunum og setja í kassa og raða inn í nýtiltekna búrið mitt og þá getur niðurrifið hafist.  Svo þarf nú líklega að sparla og mála áður en innréttingin kemst upp.  Þráinn vildi ekki byrja að rífa niður fyrr svo við yrðum ekki eldhúslaus allt of lengi.
Svo þarf reyndar að færa rafmagnið fyrir eldavélina en Konni bróðir ætlar að redda því og svo þarf… já það þarf að huga að mörgu í svona framkvæmdum og talandi um framkvæmdir þá er blokkin tilbúin og vitiði hvað…  ég fór og keypti æðislega falleg gerviblóm og bastpotta til að hengja uppá vegg úti á svölum og svo gerði ég það og mínar svalir voru sko flottastar séð neðan frá þangað til í gær, þá helliringdi og veggurinn er bleikur.  Nýju blómin lituðu svona rosalega og ég út að reyna að ná þessu af og endaði með svamp með svona hörðu undir og skúripúlver, en ekkert dugði og ég prófaði leysigeysla og var skíthrædd að ég væri að nudda málninguna af en held að ég hafi náð þessu sæmilegu, það sést enn bleikt og þá er bara spurning að við hjónin kaupum okkur eina dós af þessari málningu til að redda okkur og blómin  fóru inn og önnur út og þau sem fóru út voru annaðhvort búin að vera úti í veðri og vindum eða inni á baði í sturtu svo það ætti ekki að koma litur frá þeim.

En jæja þetta átti ekki að vera svona löng saga en svona er það þegar ég kemst á flug eða Herjólf því ég ætla með honum en ekki flugi.

 

kjg 27.6.2005 16:17:00 Hinn ljúfi Herjólfur
Við mæðgur áttum þessa líka fínu ferð með Herjólfi í gær, hann haggaðist ekki og maginn í mér ekki heldur.  Dreif okkur samt beint í koju og las tvær bækur fyrir Mirruna og strauk henni allri í bak og fyrir til að reyna að svæfa og það tókst eftir svona klukkutíma og hún svaf þar til skipperinn sagði í kallkerfið:  Gott kvöld góðir farþegar, Herjólfur er nú um 10 mínútna siglingu frá bryggju í Vestmannaeyjum osfrv…. og litla mín stökk upp “Erum við komin?”  Hún er búin að vera alveg ótrúlega spennt að koma til Eyja núna og var eins og skopparakringla í gær á meðan hún var að bíða.

Við sofnuðum ekki fyrr en um eittleitið í nótt eftir þennan tveggjatíma lúr í skipinu en vorum vaknaðar kl. 7.30 í morgun og nú erum við tvær að rolast hér, og ég laumaðist í Silju herbergi og stal tölvunni hennar svo ég gæri alla vega kíkt á netið þar til heimilisfólkið vaknar.

Það rignir í Eyjum núna oh, boring og ég sem tók bara alls konar létt föt með mér og var búin að ákveða að spássera hér um í sólinni og sýna mig og sjá aðra en svo enda ég kannski bara hlaupandi á milli húss og bíls en þá reddar því að við systur verðum aldrei kjaftstopp og getum talað endalaust um allt.

Gaman hjá Konný þessa dagana hún er með hálfgert hótel hér þessa vikurnar því Siggi og Alexander eru búnir að vera hér alla síðustu viku (Alexander reyndar svaf með sýnu fólboltaliði Stjörnunni sem rústaði Shell mótinu) og svo komu Klara og Kristófer á föstudaginn og fóru í gær og þá komu við Ástrós Mirra og við förum svo á fimmtudaginn og þá kemur Kolla frænka svo… eins gott að Konný sé í socialskapi þessar vikurnar að hafa svona mikið að gera í gestaganginu.  En ég held nú að hún sé alveg þokkalega ánægð með þetta.

Ég sakna vinnunnar frekar lítið, skrítið og ég sem verð svo húkkt á henni stundum en það er líklega besta mál, ég mun þó kíkja niður í Ráðhús á liðið þar.  Nú svo verð ég að skoða húsið mitt, því það er búið að skipta um þak og mála og svo á að fara að skipta um alla glugga í haust svo ég veit í hvað peningarnir mínir/okkar fara þessa mánuðina, en það verður miklu skemmtilegra að eiga íbúð í svona fínu húsi.  Svo er náttúrlega líka búið að mála “Grænu blokkina” hún er orðin hvít og grábrún og bara flott þó sumum finnist hún föl þá er ég alveg ánægð með hana.

Jæja þetta er að verða of langt til að einhver nenni að lesa en það gerir það enginn nema Hafrún, við erum svona sérstakar Bloggvinkonur ég les hennar og hún mitt, við ættum kannski að hittast yfir kaffibolla svona utan við einhvern tíma í staðinn, humm!  Við hugsum það.

 

kjg 29.6.2005 16:19:00 Duran Duran
Jæja, ég vona að enginn hafi farið yfirum á þessum tónleikum í gær.  Við sátum nú bara litla fjölskyldan hér heima enda vorum við kannski svona meira Whammarar heldur en hitt.  En það er kannski vegna þess að við erum aðeins eldri en þeir allra heitustu sem eru… allir sem ég þekki og eru fæddir milli 1970-1975 en sumir eru hreinlega búnir að vera að missa sig undanfarnar vikur.

Ég held ég yrði nú ekki svona þó Osmondsbræður kæmu til Íslands enda eru þetta “gamlir” kallar núna en mín dýrkun var á þeim þegar þeir voru undir tvítugu svo það er bara ekki það sama og svo er eitt að dýrka einhverja hljómsveit og annað hvort maður þurfi endilega að sjá hana í eigin persónu eða láti sér bara nægja að hlusta og ímynda sér restina.

Það er nefnilega þetta með ímyndunaraflið bæði í þessu og með kynlífið (ég var nefnilega að horfa á þátt um daginn um svona kynlíf með drottnun og svipum oþh.) þarf maður endilega að láta allt rætast sem maður ímyndar sér, hvar endar þetta þá ef allir ætla að láta allt eftir ímyndunaraflinu, ég er ansi hrædd um að þá væri meira um ofbeldisverk og misnotkun oþh.  Ég segi bara:  Sumt á betur heima, heima en úti í bæ.  Og annað varðandi þetta lið sem stundar brenglað kynlíf, af hverju þarf það endilega að vera að segja mér frá því í sjónvarpinu og stofna félagasamtök oþh.  mér er alveg sama hvað aðrir gera heima hjá sér meðan þeir eru ekki að misnota börn en ekki er ég að stofna félagasamtök fólks sem gerir það í rúminu sínu án hjálpartækja eða koma fram í sjónvarpi til að láta alla vita hvernig ég geri það.

 

30. júní 2005

Jæja gott fólk þá er ég komin frá Vestmannaeyjum og ég skemmti mér sko vel þar, lék við Söru Rún frænku mína og kettina. Svo fór Silja Ýr með mig í sund tvisvar og það var sko gaman. Svo hitti ég fullt af hundum niður á Stakagerðistúni og mér leiddist það nú ekki neitt. Og síðast en ekki síst þá fórum við mamma saman á Fiskasafnið og það var sko frábært, þarna voru alls konar fiskar og krabbar og skjaldbaka ofl. Ég náði mér bara í stól og horfði í krabbabúrið eins og þetta væri bíómynd og það var svo mikið að gerast hjá þeim. Svo hitti ég Elvu sem er með mér á leikskóla en afi hennar og amma eiga heima í Vestmannaeyjum.

Á morgun förum við aftur af stað með tjaldvagn sem við erum búin að fá leigðan og ætlum við bara að fara eitthvað útí bláinn.

Segi ykkur meiri fréttir þá en það koma nýjar myndir inn núna.

Þangað til næst

Ykkar Ástrós Mirra

 

07. julí 2005

Jæja þá erum við komin til baka úr tjaldvagnaferðalaginu okkar.
Þetta var nú eiginlega bara flótti undan óveðri en ekki að elta sólina eins og stundum áður.
Við byrjuðum að fara til Ólafsvíkur og ætluðum á færeyska daga en það gerði kolvitlaust veður um nóttina og mamma og pabbi sváfu ekki neitt en ég svaf ágætlega. Þegar við fórum á fætur um morguninn þá voru meira að segja kamrarnir á hliðinni og grind af sumarbústað hrundi til grunna svo þið getið ímyndað ykkur hvers konar veður þetta var.
Við bara pökkuðum niður og ákváðum að fara á Blönduós, mömmu hefur alltaf langað að
tjalda þar og það gerðum við og fengum ágætt veður þar í einn sólarhring og fórum í
göngutúr þar sem ég var fararstjórinn með kortið og sagði mömmu og pabba hvar þau mættu labba og lét þau svo lesa fyrir okkur hvaða tré voru þarna, þetta var góð klukkutíma ganga og mjög skemmtileg. Svo komum við aftur á tjaldstæðið og þá var kominn ferðabíll beint fyrir framan okkur og þar var strákur sem ég fór að leika mér við, hann heitir Hrannar Marel og er frá Akureyri. Mamma hans og pabbi heita Rósa og Biggi og vorum við að spjalla við þau um kvöldið. Takk fyrir góð viðkynni á tjaldstæðinu á Blönduósi.

Nú daginn eftir fórum við í bíltúr og uppgötvuðum að veðrið eða óveðrið var að koma þarna svo við ákváðum að pakka niður áður en allt færi í bál og brand og drifum okkur í Vaglaskóg en þar hafa mamma og pabbi alltaf verið heppin með veður og það var fínasta veður þar en rigning. En á leiðinni var kolvitlaust veður og á Öxnadalsheiðinni hélt pabbi að bíllinn væri að bila en þá var það bara svona þungt að draga tjaldvagninn í svona roki.

Jæja við skruppum inn á Akureyri daginn eftir og fórum í sund í flottustu sundlaug og best hirtu sem við höfum farið í, eitthvað annað en sundlaugin á Blönduósi, pabbi ætlaði að spurja hvort þeir væru að fara að rífa hana en hætti við. En sem sagt við vorum komin til Akureyrar og ákváðum að kíkja á jólahúsið og það var aldeilis skemmtilegt, ég meira að segja læddist inn því það var aldrei að vita hvort Grýla væri þarna og viti menn hún er þarna niðri í kjallara bak við fjall. Við keyptum smávegis jólaskraut og fórum svo í heimsókn til strákanna í Maritech og fengum kaffi, þe. mamma og pabbi fengu kaffi en ég vatn og ég fékk að teikna og lita á töfluna þeirra og eins fórum við pabbi í smá Bobb.

En þarna fréttum við að það spáði áframhaldandi rigningu svo nú voru góð ráð dýr, hvað áttum við að gera, halda áfram að flýja veðrið eða hvað. Þá ákáðum við að skella okkur bara til ömmu Maddýjar á Raufarhöfn og fá gistingu í húsi, sem við gerðum. Amma var náttúrulega mjög hissa og glöð að sjá okkur og hringdi svo í Stjána Önundar sem mamma og pabbi þekkja og hann kom með alla fjölskylduna sem var mjög gaman. Við Önundur skemmtum okkur mjög vel eins og sést á myndinni sem mamma tók af okkur. Þau sátu til að ganga eitt um nóttina og þá fórum við að sofa. Svo daginn eftir var ég bara að skottast með henni Kollu hundinum hennar ömmu Maddý á meðan mamma þvoði þvottinn af okkur og amma eldaði hrygg handa ferðalöngunum, nammi namm.

Svo fórum við af stað aftur og þá var ferðinni heitið á Dalvík og ætluðum við skoða safnið þar og fara jafnvel út í Hrísey, það var mjög gott veður kvöldið sem við komum þangað en daginn eftir var allt rakt og þoka yfir öllu, hefðum ekki séð neitt úti í Hrísey hefðum við farið þangað svo við drifum okkur í sund, fín sundlaug þarna og skoðuðum svo safnið og ýmsa hluti sem Jóhann risi átti, hann var alveg ótrúlega stór 235 sentimetrar og skórnir hans vá, maður. Jæja þegar þarna var komið voru mamma og pabbi eiginlega orðin þreytt á þessu ferðalagi og flótta undan veðri að þau ákváðu bara að drífa sig heim og sofa í sínu rúmi um nóttina, sem við og gerðum og nú erum við komin heim og á fullu að rífa niður eldhúsinnréttinguna því nýja innréttingin kom áður en við fórum í fríið.

Þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra

 

kjg 11.7.2005 16:20:00 Eldhús
Það er nú ekki mikið mál að skipta um eina eldhúsinnréttingu þegar maður á mann sem er smiður og mjög handlaginn að auki eða hvað?

Maður rífur bara niður þessa gömlu og burðast með hana niður í sendibíl 11 ferðir einn daginn og 7 þann næsta ekkert mál þegar maður býr á 4 hæð en bíðið nú við… það þarf að færa rafmagn fyrir eldavélina því hún fer á hinn vegginn og það er ekkert sem kemur á óvart en svo fer rafvirkinn að spyrja hvar ætlið þið að hafa ljósin undir innréttingunni og sér að það þarf að færa dósina fyrir ísskápinn (hann má ekki fara í sama og eldavélin áður) og þegar búið var að mæla og spá og spekúlera í ljósunum kom í ljós að það þarf að færa hverja einustu ljósadós og ekkert mál segir minn maður sem á þessa líka fínu brotvél, ég dríf bara í þessu og hann byrjar….

Þið vitið að ég er með opið eldhús.. og bóndinn var ekkert að setja plast fyrir hurðaropin en hann dreif í þessu alltaf jafn duglegur og íbúðin var eins og vinnuskúr.  Svo kom líka í ljós að það þarf að færa pípurörin því uppþvottavélin á koma beint fyrir framan kranana og kemst ekki fyrir því þeir standa of langt út.

Þetta er nú ekkert mál og þó…  ég var voða ánægð hvað minn maður en duglegur en svo leið mínúta og þá allt í einu trompast ég út af ryki því það var miklu meira en út um allt, meira að segja hjartað mitt ruglaðist (þe. tölvan).

En semt sagt það er víst ekkert sem heitir að það sé einfalt að skipta um eldhúsinnréttingu nema sú gamla hafi verið eins og þessi nýja en þá til hvers að skipta.

Það er sem sagt búið að brjóta upp alla veggi í eldhúsinu hjá okkur og setja einhverja víra í og steypa aftur uppí og ég er búin að þrífa aðeins alla vega verð ég ekki lengur skítug af að labba inn í eldhús, reyndar er eldhúsið mitt hér uppá eldavélinni í holinu við einu innstunguna þar og þar get ég hellt uppá kaffi og sem betur fer bauð mamma okkur í mat í gærkvöldi.

Konni bró sem er rafvirkinn okkar ætlar að koma í dag og reyna að klára og þá getur Þráinn farið að pússa betur veggina og mála (annars gæti ég gert það líka er það ekki, ég er í fríi ekki hann) en annars er maðurinn minn svo spenntur að byrja að setja upp skápana en ég stoppaði hann af með að byrja og sagðist ekki treysta honum, rafvirkjanum og píparanum að ganga svo vel um að þeir reki ekki neitt utan í nýju skápana mína, þannig að skáparnir verða í stofunni þar til öll stóru verkfærin eru farin út úr eldhúsinu, þá má fara að setja upp skápa.

Bíðið við svo þarf að velja flísar, úff ég hélt að það mætti bíða en veggurinn er illa farinn eftir gömlu flísarnar og það er svo mikil vinna að laga hann svo það borgar sig að setja bara nýjar flísar strax, en ég er nú kannski búin að sjá þær sem mér líst á þær eru ljósdrapp eins og uppáhaldsliturinn minn þessa dagana og eldhúsið er þannig á litinn og svo er hægt að kaupa myndaflísar inná milli með svona frönskum kaffihúsamyndum, dálítið spennó er það ekki.  En samt… ég verð að fá alls konar prufur því þetta verður alltaf þarna.

 

kjg 14.7.2005 16:20:00 Þetta er allt að koma
Ég á náttúrulega mann sem er ofvirkur ef því er að skipta og mikill hugur í honum þegar þannig á við, hann ætlar sér að klára að setja innréttinguna upp um helgina segir hann, mér finnst vera svo mikið eftir en honum finnst það ekki svo….

ekki ætla ég að stoppa hann af með það.  Það eina sem ég virðist geta gert þessa dagana er að ryksuga og skúra og þurrka af, ég var að segja við Þráin að ég skildi ekki hvað ég væri orðin getulaus í svona framkvæmdum ég hefði áður fyrr alltaf tekið fullan þátt í þessu en núna væri ég alltaf til hliðar og svo tilbúin að ryksuga og skúra.

En ég er samt búin að fatta af hverju, jú við eigum nefnilega barn núna og það þarf að sinna því og þá er erfitt að hella sér í múrverk oþh.  og þurfa svo að hlaupa inn í stofu til að rista brauð (já það var í stofunni en er komið í eldhúsið aftur)  en allavega held ég að það sé ástæðan og svo líka það að þetta eru svo miklar framkvæmdir og veit ég ekki alltaf hvað Þráinn er að hugsa í þessum málum svo þá er betra að bakka bara.  En ég sparlaði í gær og pússaði og sparlaði aftur og pússaði aftur og eldaði mat, það er nú heilmikið sérstaklega eftir bæjarferð með Konný systur allan daginn, við tókum Rúmfatalagerinn, Innex, Smáralindina og kíktum meira að segja í Tívoli og til afa og ömmu (verst að afi var svo slæmur, hafði dottið og þurfti að hringja í 112 til að koma honum uppí stól aftur) en sem sagt Konný systir sefur núna undir himnasænginni hennar Ástrósar sem ég stóðst ekki mátið og keypti í Rúmfatalagernum í gær og er herbergið alveg æðislegt með svona himnasæng og síðan fallegu bleiku tjullgardínurnar með blómunum, þetta fer kannski að verða yfirdrifið en Ástrós Mirru finnst þetta æðislegt og þá tölum við ekki meira um það.

Jæja nú styttist í að fríið mitt klárist er að fara að vinna á mánudaginn og Kolla frænka ætlar að vera hér heima með Ástrós Mirru og þær ætla að gera eitthvað skemmtilegt saman í eina viku og svo byrjar leikskólinn aftur.
kjg 23.7.2005 16:21:00 Lífið að taka á sig eðlilega mynd
Úff jæja þá er nú lífið að taka á sig nokkuð eðlilega mynd aftur, ég er komin með eldhús en þó ekki rennandi vatn þar, það klikkaði eitthvað í samskiptum Þráins og píparans í gær en vitiði það er nú minnsta málið enda er ég vön að vera með uppþvottavélina í þvottarhúsinu en þó getur verið hvimleitt að hlaupa inn á bað til að hella restinni sem maður gleymdi að drekka úr kaffibollanum oþh.

En ég er víst búin að vera svolítið pirruð og ekki nógu þakklát í þessu eldhúsmáli að sögn eiginmannsins sem reyndar hefur verið alveg ofboðslega duglegur.  Hann hefur varla farið úr skónum þegar hann kemur heim úr vinnu og er byrjaður að gera eitthvað í eldhúsinu okkar.  Takk Þráinn minn og fyrirgefðu pirringinn í mér.

En ég hef náttúrulega alveg skýringar á pirringnum, ég vissi ekki að þetta væri svona mikið mál og Þráinn skilur ekki að ég vissi þetta ekki.  En svona er þetta stundum vitið er bara ekki meira en Guð gaf og samt var hann nú þokkalega gjafmildur við mig en ég er nú einu sinni með hárið litað ljóst og það hlýtur að trufla.

Fyrsta vikan í vinnu búin og það er búið að vera glampandi sól allan tímann, fólk er búið að senda inn pantanir að vera ekki í fríi á sama tíma og ég.  Og ég er reyndar búin að segja að fólk getur þá alveg eins borgað mér fyrir að vera í vinnu til að halda veðrinu góðu.  Þetta er allavega ekki einleikið þetta sumarið, það var þvílíkt gott veður fram yfir 17. júní en þá byrjaði ég í fríi og svo var þetta líka SKÍTAVEÐUR í 4 vikur og svo…. bara sólin.

Ég er svosem alveg sátt við að vera í vinnu og geta hætt kl. 14 í svona góðu veðri frekar en vera í fríi í skítaveðri svo þið vitið það bara og ég læt ykkur hafa bankanúmerið mitt svo þið getið lagt inn greiðslur til mín, við gætum kallað þetta veðurgreiðslur og þá lofa ég að fara ekki í frí á sama tíma og þið.
En svona ykkur til fróðleiks þá verð ég að fara í frí á næsta ári um miðjan júlí og frameftir ágúst því leikskólinn verður lokaður þá og litla dúkkan mín er svo að byrja í SKÓLA.  Þannig að þið skuluð taka fríið ykkar fyrripart sumars árið 2006.
kjg 26.7.2005 16:23:00 Veðrið og ÉG
Þetta er nú ekki einleikið með mig og veðrið!

Þvílík blíða búin að vera síðan ég kom úr sumarfríi, ykkur hinum til mikillar ánægju vona ég.  Við vorum einmitt að tala um það ég og Þráinn hvað það væri nú bara miklu skemmtilegra að vera bara í vinnu og gera svo eitthvað skemmtilegt í sólinni þegar vinnudeginum lýkur heldur en að vera í fríi í svona skítaveðri eins og við fengum.

Enda sýnist mér að þessi vika verði ansi skemmtileg hjá mínum manni.  Hann labbaði Fimmvörðuhálsinn á laugardaginn með vinnufélögunum og svo var Jón Ólafs fjármálastjóri hjá Maritech að bjóða honum með sér í siglingu á skútu núna í dag/kvöld í svona líka æðislegu veðri.  Meira að segja ég er spennt fyrir hans hönd.  Svo þetta stefnir í mikið skemmtilegri viku hjá honum núna heldur en fríið okkar saman.

Ekkert nýtt að frétta af eldhúsinu mínu, allir rólegir á þessum bæ, þurfum ekkert vatn í eldhúsið oþh.  En við vitum ekki hvað kom fyrir píparann okkar, hann hringdi á fimmtudaginn og sagði að bíllinn hefði bilað og svo er síminn alltaf utan þjónustusvæðis núna svo við verðum bara áfram róleg, enda er ég enn með uppþvottavélina tengda inní þvottarhúsi (hjúkk).

Ég er að fara til Óla Bogga á morgun í klippingu og strípur, hvað haldiði að verði spjallað um þar?  Þjóðhátíð örugglega því hún er jú um næstu helgi, skrítið að finna ekki til neins þó hún sé á næsta leiti, en við erum að spá í að fara kannski á næsta ári, þá er Ástrós Mirra orðin nógu stór til að ég verði ein taugahrúga þó teygist á beislinu og þá er ég líka til í að vera með tjald og elda kjötsúpu í tjaldinu, grilla pylsur ofl. og sjá skemmtiatriðin sem eru fyrir kl. 22 á kvöldin og jafnvel vera næstum því edrú, þori ekki að lofa alveg edrúmennsku því ég myndi nú alveg vilja fá mér smá hvítvín en ekkert meira.  Sem sagt fá nýja sýn á þjóðhátíð með barninu mínu, hvernig líst ykkur á það?

Jæja enda þessa einræðu á að setja inn gamlar Eyjamyndir sem eru þó ekki á þjóðhátíð því ég virðist ekki mikið hafa verið með myndavél þá, eða allavega ekki tekið nógu góðar myndir til að ég myndi skanna þær inn hið síðari ár.

 

16. júlí 2005

Hæ hæ, þá er fríið hennar mömmu að verða búið en ég á heila viku eftir og verður smá púsl við að koma henni heim og saman.
Kolla frænka ætlaði að passa mig alla vikuna en svo bað hún Konný að passa fyrir sig mánudag og þriðjudag því henni var boðið í sumarbústað.
Konný sagðist geta reddað því með aðstoð Auðar ömmu en ég bað síðan Auði ömmu um að fá að sofa hjá henni því það er svo langt síðan ég hef gert það. Svo þetta verður þannig að Konný vaknar með mér á mánudaginn og skutlar mér svo til Auðar ömmu og svo sef ég þar og verð á þriðjudaginn þar til mamma eða Konný sækja mig og svo passar Kolla mig hina 3 dagana, það verður fínt.
En við erum búin að vera að setja upp eldhúsinnréttingu hjá okkur og ég hef nú pínulítið fylgst með því, annars er þetta pabbi sem hefur séð um þá hlið, þrátt fyrir að hann sé að vinna allan daginn.
En ég og mamma erum búnar að vera svolítið að þvælast með Konný og skutlast eftir hinu og þessu sem pabba vantar.
Mömmu finnst ég vera að breytast í hálfgerðan ungling stundum, hún segir að það séu svo miklir stælar í mér, en ég er samt mjög skemmtileg ennþá.
Nema þegar mamma er að horfa á Það var lagið, þá þarf ég alltaf að vera að dansa fyrir framan sjónvarpsskjáinn en mamma var nú að hóta því að gera það við mig þegar ég horfi á teiknimyndir en ég held að hún muni ekki standa við það.
Jæja, nú ætlum við að fara fjölskyldan saman að sjá fótboltaleik hjá Söru Rún frænku minni sem er í besta liðinu “Áfram ÍBV” og er að keppa á pæjumótinu svo ég skifa meira seinna.
Munið að skrifa í gestabókina mína og segið okkur hvernig ykkur finnst nýja lookið okkar mömmu.

 

23. júlí 2005
… og amma Maddý á afmæli í dag og líka Nonni bróðir hennar mömmu en Birta frænka mín átti afmæli í gær og hélt uppá það í dag og við vorum að koma úr afmælisveislu frá henni.
Það var mjög gaman og hún var ótrúlega ánægð með pakkann frá mér.  Gjöfin var Lego prinsessudót og svo var ég búin að skreyta pakkann allan með alls konar Barbie myndum sem ég klippti út.
Svo fékk hún líka prjónavél frá Kollu frænku og mig langar að koma og heimsækja Birtu einhvern tíma og fá að prófa hana.

Síðasta vika er búin að vera mjög skemmtileg, ég byrjaði á því á mánudaginn að vera smá með Konný og Söru og svo skutlaði Konný mér til Auðar ömmu og ég fékk að sofa hjá henni eina nótt.
Það var mjög gaman en ég saknaði mömmu minnar mjög mikið þegar ég var að fara að sofa og sagði ömmu að ég elskaði mömmu svo mikið þess vegna saknaði ég hennar svona.  En þetta gekk alveg upp hjá ömmu og var auðvitað bara mjög gaman.
Svo sótti Konný mig til ömmu á þriðjudaginn og ég fór með þeim og mömmu eftir vinnu í Tívolí aftur, þá er ég búin að fara tvisvar.  En vitiði hvað þetta er frekar lítið af tækjum fyrir svona krakka eins og mig og ekkert sem ég gæti þá farið í með mömmu og pabba.
Og svo eru allir eitthvað frekar stressaðir að þetta sé ekki nógu traust og mömmu sýndist nú að kallinn sem stjórnaði lestinni fyrir litlu krakkana væri að djúsa en ég veit ekki hvað það er.

Nú jæja á miðvikudaginn vaknaði ég með Konnýju og Söru en svo kom Kolla frænka með strætó til okkar og var með mig þann daginn, við fórum í sund og út á leikskóla að leika okkur.
Daginn eftir fórum við líka í sund og svo með strætó í Smáralindina og hittum mömmu þar og fórum til Úrsúlu, en hún er sjóntækjafræðingur sem vinnur hjá augnlækninum mínum.
Sjónin hefur aðeins versnað en gleraugun mín passa samt ennþá svo það er allt í lagi.  Svo fórum við uppí Mosfellsveit til Hugrúnar og þar voru Lena og Diljá og við hoppuðum og hoppuðum á trampólíninu og mamma meira að segja líka, þið hefðuð sko átt að sjá hana.
Nú nú á föstudaginn fór ég svo með Kollu frænku í sund og þegar við vorum nýkomnar uppúr hitti ég Davíð Snæ og hann var á leiðinni í sund með mömmu sinni og ég fór bara aftur í sund og var eiginlega allan daginn í bleyti eða þar til mamma kom heim og við fórum niður í Fjörð til að kaupa afmælisgjafir handa Birtu.

Þannig er nú vikan búin að vera hjá mér og eins og ég sagði ykkur áðan þá var afmælið hennar Birtu í dag.  Svo veit ég ekkert hvað ég geri á morgun nema að amma Steina og Eddi koma í mat annað kvöld.  Og þið ættuð bara að sjá hvað eldhúsið okkar er orðið fínt þó það sé ekki tilbúið.

Jæja, þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra

Hmingjan er eins og hænan, hún verpir öðru egginu þar sem hið fyrra liggur.
(Friedrich Hebbel)

 

26. júlí 2005

Þá er kominn þriðjudagur og ég byrjaði aftur í leikskólanum í gær og vitiði hvað?  Ég er byrjuð í SKÓLAHÓP.
En það er hópurinn kallaður sem fer næst í skóla og ég er kominn í þann hóp þó ég sé bara 4 ára.  Ég þekki stelpu sem er jafngömul og ég en samt næstum því ári eldri því hún er fædd í janúar 2000 og hún er að fara í Ísaksskóla og hættir þá í leikskólanum.
Vá mömmu brá bara þegar hún hugsaði að ég gæti farið að fara í skóla en svo fannst henni ekki sniðugt að ég færi strax þar sem ég er bara 4 ára og svo þyrfti hún líka að vera að taka mig úr leikskólanum og skutla í skólann oþh. sem myndi ekki gera neinum gott.
Svo ég ætla að vera eitt ár í viðbót í leikskólanum mínum og njóta þess að vera í elsta hópnum og fá að ráða, eins og ég hafi aldrei fengið að ráða neinu.
Annars eru fullt af krökkum í leikskólanum mínum sem eru sko miklu frekari en ég.  Og svo eru líka stríðnispúkar, td. Sævar, hann stríðir mér alltaf ef ég er í pilsi eða kjól svo ég vill helst ekki fara svoleiðis í leikskólann.

En var ég búin að segja ykkur að ég er að læra Ensku hjá mömmu og pabba?  Ég er búin að læra að segja Ma, Pa, Iceland, Thanks, Lets go og mörg önnur orð og ég ætla að halda þessu áfram því mér finnst mjög skemmtilegt að tala útlensku.

Kannski verð ég eitthvað tungumálaséní ekki væri það verra.

Jæja, þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra

Einn sólargeisli nægir til að reka burt marga skugga.
Frans frá Assisi

 

4. ágúst 2005

Vá hvað tíminn líður hratt, ég var að koma úr afmæli hjá Önnu Dögg en hún er orðin 5 ára gömul.  Ég var reyndar líka í afmæli hjá henni á mánudaginn en þá átti hún í alvörunni afmæli en nú var krökkunum boðið.
Það var reyndar líka fullt af mömmum en bara einn pabbi, mér finnst það skrítið. Hún var með hoppukastala í garðinum sínum sem hún fékk í afmælisgjöf og svo fórum við á trampólín hjá vini hennar í öðrum garði.
Ég fékk reyndar bullandi blóðnasir en það var ekki af því að ég var að hoppa heldur mér sjálfri að kenna en ég vil ekki segja ykkur af hverju.  Ég hvíslaði því reyndar að mömmu en hún má ekki segja.

Það er bara búið að vera gaman í leikskólanum undanfarna daga og í gær var meira að segja lokað um hádegi því klósettin stífluðust og þá fékk ég að fara með mömmu í hennar vinnu í appelsínugula húsið, jibbý, það var sko gaman.  Það er DVD spilari þar með krakkamyndum, það er fullt af litabókum og perlum til að perla og tússtafla sem ég teiknaði hús á og bað Stellu að passa að enginn myndi þurrka út.  Hún lofaði því.

Á morgun erum við að fara á ættarmót í Fljótshlíðinni og það verður vonandi rosa gaman en ég segi ykkur frá því seinna.

En þangað til næst,
ykkar Ástrós Mirra

Finnist þér friður góður, skaltu engum andmæla.
Ungverskt orðtak.

 

 

7. ágúst 2005

Jæja gott fólk þá er ég komin af ættarmótinu sem ég var á um helgina en það var ættarmót afkomenda Elínar Oddsdóttur og Kristjáns langalangafa míns.
Ég er afkomandi dóttur þeirra sem hét Klara Kristjánsdóttir og var mikill skörungur og skemmtileg kona en ég kynntist henni ekki.  En mamma sagði þegar það fór að blása upp veðrið í morgun að það væri í anda Klöru ömmu því það gustaði svo vel af henni.
Ég skemmti mér mjög vel og það á vel við mig að vera á svona afmörkuðu tjaldstæði þar sem allir eru frændur mínir eða frænkur.  Ég sóttist nú frekar í stelpur sem voru 8 – 10 ára heldur en stelpur á mínum aldri.
Þarna kynntist ég stelpunni hans Héðins frænda (og hann heitir það, hann kynnti sig fyrir mér sem Héðinn frændi) svo ég leiðrétti núna mömmu og pabba þegar þau segja bara Héðinn, en hún heitir Elín og er vinkona mín.

Við krakkarnir fengum að syngja fyrir fullorðna fólkið og þá bað ég líka um söngbók og svo sat ég og hélt bókinni hátt á loft meðan við sungum.  Og svo þegar ættliðirnir voru kynntir þá rétti ég sjálf upp hönd þegar nafnið mitt var sagt.
Ég hlakka til að fara á næsta ættarmót og vona þá að fleiri komi en núna því það var ekkert sérstaklega góð mæting hjá börnunum hennar Klöru ömmu en hún eignaðist nú 11 börn.
En þið sem þekkið mig vel endilega skoðið myndirnar af ættarmótinu og sjáið hvort þið þekkið ekki einhvern þarna, afsakið bara hvað þær eru óskýrar sumar en það er svo vont að taka hópmyndir í svona húsum.

En þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra

 

kjg 8.8.2005 16:24:00 Þetta fullorðna fólk er svo skrítið….
Sko, morguninn byrjaði á því að Ástrós Mirra ætlaði ekki að geta vaknað, svaf mjög fast sem var talið vegna ættarmótsins um helgina.  En á endanum tókst okkur að vekja hana með því að tala um teiknimyndina sem var alveg að koma osfrv.  Og jú jú hún kom fram en byrjaði fljótlega að tala um að hún vildi ekki fara í leikskólann, hún vildi fá að vera í fríi og henni væri svo illt í maganum.

Já já byrjar frekar snemma að reyna að koma sér frá skólanum hugsuðum við foreldrarnir.  Nei góða mín, á okkar heimili hristir maður af sér slenið og drífur sig af stað.  Engan aumingjaskap hér eða skröksögur um magaveiki oþh.

Nú svo var daman drifin af stað eftir að hafa horft á allar litlu sætu kisurnar úr Kattholti, veit konan ekki hvað hún er að gera foreldrum sem EKKI geta verið með kettling (sem svo reyndar stækkar), elsku mamma hvenær flytjum við svo ég get fengið kettling?  Og fleiri bónir á sama veg sem erfitt er að standast.

En jæja daman var drifin á leikskólann og þar gekk illa að fá að fara, henni var illt í maganum (je wright) og hún saknaði mín svo ef ég myndi skilja hana eftir og og og.  Á endanum ákvað Jóhanna nýja fóstran að leyfa henni að vinka mér bless út um gluggann og það gekk nú svona og svona en ég hljóp af stað þóttist vera að missa af Strætó og passaði mig að líta ekki við svo ég sæi ekki sorgbitið andlit dóttur minnar á glugganum.

Og svo leit ég á klukkuna á símanum mínum og úps ég var í alvörunni að missa af Stætó og hljóp og hljóp og rétt náði honum, hjúkk.  Skipti um vagn í Garðabænum og tók annan sem fer alveg upp á Smárahvammsveg svo ég þurfti bara að labba í tvær mínútur.

Nú og svo fór ég bara að vinna og hugsa um sjálfa mig og vinnuna en þá er allt í hringt í GSM símann minn sem gerist nú ekki oft því ég hef ekki gefið kúnnunum upp númerið og þá er það leikskólinn að athuga hvort ég geti ekki komið og sótt Ástrós Mirru því hún sé orðin lasin, hafi gubbað á gólfið í leikskólanum og borðaði reyndar engan morgunmat því henni var svo illt í maganum.

Djísus kræst, hugsa ég og ég var bara með hörku við hana í morgun og og og og samviskubitið ætlaði alveg að drepa mig núna.  Hringdi í Þráin og bað hann að sækja mig og skutla í Hafnarfjörðinn og við ræddum þetta í bílnum hvers konar foreldrar við eiginlega værum að trúa ekki barninu okkar þegar það segir okkur að því sé ill í maganum og sé alveg að fara að gubba.   Aldrei aftur skal ég ekki trúa henni Ástrós Mirru minni (ok kannski gerist þetta einhvern tíma aftur en ég ætla að reyna að muna eftir þessum degi) því ef hún segir að henni sé óglatt og illt í maganum þá er henni það líklega.

 

10. ágúst 2005

Mamma mundi allt í einu eftir einu mjög skemmtilegu sem gerðist um síðustu helgi og það var á ættarmótinu þá fór hann Óli Lár frændi minn með gamanmál og fór með vísu sem síðan mamma og pabbi gleymdu jafnóðum en allt í einu þegar við erum að keyra í bæinn á sunnudeginum þá heyrist í mér úr aftursætinu:

Hænurnar mínar
hænurnar mínar
hænurnar mínar
eru sætar og fínar.

Haninn minn góður
haninn minn góður
haninn minn góður
étur hænsnafóður

En þetta er vísan sem hann Óli Lár frændi minn flutti og söng með sínu nefi, skemmtileg finnst ykkur ekki?

Jæja máttum til að segja frá þessu og svo annað ég bakaði köku í gær þegar ég kom heim af leikskólanum, hún er ótrúlega flott brún með hvítu kremi.
Ég bauð öllum köllunum í vinnunni hjá pabbi í heimsókn í gær að fá sér köku en það kom enginn ég skil það ekki, eins og kakan er góð en þá fæ ég bara meira.

En þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra

Það er heimskulegt að biðja guðina um það, sem maður ræður við að gera sjálfur.
(Epíkúros)

 

15. ágúst 2005

Langamma mín á afmæli í dag og hún er 86 ára unglamb og sætasta amman í heiminum.  Til hamingju með daginn amma mín!

Humm, hvað er eiginlega búið að drífa á daga mína síðustu vikuna?  Sko, ég fór á leikskólann og var sótt af mömmu kl. 11 á þriðjudaginn því ég var komin með gubbupest og gubbaði í leikskólanum svo mamma varð að sækja mig og ég var lasin í einn dag en alveg hress þann næsta.
Nú svo er ég bara búin að vera að dóla mér og endaði vikuna á afmæli hjá langömmu minni og þar hitti ég reyndar nokkrar nýjar frænkur.
Þær Heklu Rakel sem reynar verður 1 árs í október og svo hana Þulu Gló sem er fædd í janúar á þessu ári og að lokum hana Telmu Sól sem er aðeins 3 vikna gömul.

Það var gaman að hitta þessar litlu skottur og líka að hitta alla hina sem komu í afmælið.

Þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra
kjg 16.8.2005 16:26:00 Dekurbað
Hugsið ykkur!

Heitt bað, kertaljós, lúin bein.  Notalegt er það ekki?

Ég ákvað eftir matinn í kvöld að skella mér í heitt bað, var með eitthvað tak í mjöðminni og hugði mér gott til glóðarinnar að mýkja það aðeins eftir góða máltíð.

Ég læt renna í baðið.   Hátta mig.   Leggst ofaní og aaaaaaaaaaaahh.  Ekkert smá gott, ligg þarna smá tíma og hef það huggulegt.  Hugsa talsvert eins og ég geri alltaf í baði.

Gott að ég sé ekki forritari þá yrði ég að hafa tölvuna í baðinu.  Jæja ég ligg þarna og hugsa og dríf mig svo upp að þvo mér.  Ákvað þá að best væri að raka sig undir höndunum og fótleggina.

Sit þarna í makindum að raka á mér fótlegginn þegar litla sæta duglega dóttir mín kemur inn og eitthvað að bardúsa eins og hún er svo oft að gera en áááááááááá, shiiiiiiiiit, haldiði að hún hafi ekki hellt úr fullu glasi af ísköldu vatni beint yfir bakið á mér.    Þetta var sko ekki gott, alveg ískalt vatn og yfir allt bakið á mér.

Ég gaf henni nú frekar illt auga og sagði henni að það væri nú ekki sniðugt að hella svona yfir mig þegar ég væri að raka á mér fótleggina og ætti því erfitt með að leggjast ofaní og hlýja mér aftur.  Kemur þá minn ástkæri eiginmaður og spyr hvað gengur eiginlega á hérna og ég ætla sko að fara að klaga dótturina þegar hann allt í einu snöggt ………………………

hellir öðru fullu glasi af ísköldu vatni yfir bakið á mér   ááááááááiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.

Hvers á ég að gjalda?

Þau feðginin hlógu ekki lítið eftir þetta og svo reyndar heyrði ég að Þráinn var eitthvað að reyna að segja Ástrós Mirru að það mætti bara hella einu glasi hvort alls ekki meira.

EINS OG ÞAÐ HAFI EKKI VERIÐ NÓG?

 

19. ágúst 2005

Jæja þá er menningarhátíð á morgun og við ætlum nú að reyna að kíkja á eitthvað ef veðrið verður gott.

Ég fór áðan með mömmu í Hellisgerði, ég er búin að vera að suða um það í nokkra daga en mamma gleymir því alltaf svo í gær sagði ég við hana að hún væri alltaf að gleyma þessu og við yrðum að muna eftir því að fara í dag og sem betur fer mundi mamma eftir því en samt var hún að reyna að fá mig til að hætta við því henni fannst of kalt og haustlegt úti en ég gaf mig ekki, nei sko.  Enda var bara gaman hjá okkur þó við stoppuðum ekki mjög lengi en það er allt í lagi stundum.

Svo erum við mamma búnar að heimsækja Auði ömmu af því að hún er að passa Tögg og mig langaði svo að sjá hann, hann sést nefnilega aldrei heima hjá henni Birtu ég held að hann sé alltaf úti á svölum þar en núna hitti ég hann í gær hjá ömmu en hann er ekkert hrifinn af börnum og það er kannski af því að hann er aldrei að leika við þau.  Mamma segir að það sé ekkert gaman fyrir börn að hafa dýr ef þau geta ekki leikið við þau og ég er sko alveg sammála henni enda finnst mér gaman að leika við dýr.
Ég veit að stundum er ég svolítill óviti með hana Selmu en oftast er ég samt að hugsa vel um hana og bíð henni alltaf góðan daginn, og segi bless við hana þegar ég fer út úr húsi.  Svo passa ég líka uppá að hún fái nóg að borða, stundum finnst mér nefnilega að mamma sé að gleyma því og þá minni ég mömmu á það eða spyr hvort ég megi gefa Selmu að borða og oftast má ég það.

Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra

 

kjg 21.8.2005 16:27:00 Menningarhátíð í Reykjavík
Kannski ekki svo mikið að segja um menningarhátíðina annað en hún verður alltaf betri og betri og rigningin kom einni mínútu of snemma annars hefði þetta allt sloppið en við vorum heppin að mamma og Siggi voru með bílinn ansi nálægt því það er svolítið erfitt að hlaupa í grenjandi rigningu með sofandi barn á öxlinni.  En Ástrós Mirra sofnaði rétt fyrir flugeldasýningu og hún rumskar ekki við bomburnar, hún hefur síðustu 3 menningarnætur sofið þetta af sér og því aldrei séð stóra og flotta flugeldasýningu, en það hlýtur að koma að því að hún getur vakað yfir þessu. Og svo vorum víð að Stætóast því við vorum svo lengi að komast heim í fyrra á bílnum og okkur fannst þetta alveg tilvalið sem það líka var, fyrst mamma og Siggi voru á bílnum og buðu okkur far.

En þegar við voruma að hálf hlaupa að bílnum í þvílíkri hellidembu og ég með Ástrós í fanginu en Þráinn með teppið, töskuna og tvær regnhlífar og við öll samt líka úlpuklædd þá mætum við strák á leið í bæinn á jakkafötunum og hann horfði á Þráinn og sagði snöggt:  Fimmþúsund fyrir regnhlífina og Þráinn var fljótur að rétta honum hana og taka við fimmþúsundkallinum því þetta var regnhlíf merkt Eddu-klúbbunum sem ég hafði fengið þegar ég gekk í einhvern klúbb hjá þeim svo þetta var góður díll hjá mínum manni.  Og svo skellti hann bara hinni regnhlífinni upp og hélt áfram.  Geri aðrir betur.
kjg 4.9.2005 16:29:00 Fjölskyldur
Jæja þá er búið að halda kveðjuboð fyrir Aron, Sigrúnu, Victor og Klöru Rún  en þau eru að flytja til Danmerkur síðar í þessum mánuði.  Ég á eftir að sakna þeirra mikið. Vona að Aron verði duglegur að setja inn myndir á veraldarvefinn svo við getum séð hvernig börnin stækka (en vonandi ekki foreldrarnir).

Boðið heppnaðist bara fínt, var með allt of mikinn mat, Þráinn gerði tvær pizzur fyrir krakkana en það var ein og hálf í afgang.  Ég gerði kúúúúffullt eldfast mót af Lazanja það var við það að flæða út þegar fólk fór að fá sér og þar er helmingur eftir enn, svo var ég með kjúklingapottrétt með núðlum og þar er nægur afgangur til að gefa afa og ömmu að smakka en þau hafa aldrei smakkað svona mat áður, vonandi að þetta sé ekki of sterkt fyrir ömmu.

En alla vega þá sit ég hér núna stútfull af kvefi og var reyndar í gærkveldi alveg á mörkunum að geta verið með svona matarboð enda stóð Þráinn mest í eldhúsinu ég var ekki alveg með heyrnina í lagi og viðbragðið var eitthvað skrítið líka þannig að líklega er daman bara lasin, ekkert flóknara en það.  Svo planið í dag var að skreppa í sveitina og kíkja á aðstæður því við fréttum að hurðin hefði opnast í óveðrinu fyrr í haust, en ætli það verði ekki bara Þráinn og Ástrós sem skreppi og ég skríði uppí rúm til að ná heilsu aftur.  Skrítið hvað ég er oft lasin um helgar en ekki á virkum dögum.

Ég hef ekki sett neinar nýjar myndir hér lengi en það er eitthvað nýtt á mirra.net svo þið skulið nú bara kíkja þeim megin því við erum nú oftast að gera sömu hlutina ég og hún Mirra mín svo …..

andleysið er að yfirbuga mig í þetta sinn svo best að hætta.

 

28. ágúst 2005

Voða skrifa ég orðið sjaldan hérna það er bara akkúrat heil vika síðan síðast en það er nú allt í lagi á meðan það koma nýjar fréttir af og til og meðan einhver nennir að lesa þetta.
Nennir einhver að lesa þetta?  Við mamma reyndar vitum um nokkra en það eru ekki svo margir sem skrifa í gestabókina mína svo endilega ef þið eruð að lesa fréttir af mér og skoða myndir endilega sendið mér kveðju af og til.

En alla vega þá er það hvað er ég búin að gera síðan á menningarhátíð Reykjavíkurborgar?  Sko það er nú bara þetta venjulega, fara í leikskólann, leika sér þegar heim er komið og borða svo og hátta og fá kannski að kúra hjá mömmu eða þá að það er lesið fyrir mig áður en ég fer að sofa.

En í gær þá fórum við í rosalegt ferðalag.  Við fórum með vinnunni hennar mömmu í Þórsmörk. Það voru allir saman í rútu sem þurfti að keyra í marga klukkutíma og meira að segja yfir ár og það var sko gaman.
Svo þegar við komum í Þórsmörkina þá var þar alveg frábært veður blankalogn og skínandi sól (og mamma tók útigallann minn með) og það þurftu bara allir að byrja á að fækka fötum svo fólki væri líft þarna.

Þeir sem stjórnuðu þessu byrjuðu strax að grilla og buðu okkur upp á pulsur, hamborgara og svala og kók, þetta var mjög gott hjá þeim en krakki eins og ég stoppa ekki lengi við að borða því ég var ýmislegt annað að gera.
Ég þurfti nefnilega að passa einn lítinn strák þarna, hann heitir Flóki Kristján og er 1 árs.  Ég er líka að hugsa um að fá að koma einhvern tíma í heimsókn til hans því hann á líka risastóran hund sem heitir Nói og svo á hann líka kisur, hann er sko ekkert smá heppinn.
En alla vega ég var búin að vera að “passa” hann þarna um stund en fór svo að gera eitthvað annað, þá kom hann bara labbandi og kallaði “Addú” og við vorum alveg viss um að hann væri að kalla á mig.  Hann var nefnilega svolítið hrifinn af mér.
Svo var ég nú að leika við fleiri krakka þarna, Almar Freyr hennar Hafrúnar og Stínu fínu vinkonu mína og dóttur hennar Írisar.  Svo voru náttúrlega fullt af öðrum krökkum þarna en þetta voru þau sem ég var mest að leika við.

Meðan við vorum í Þórsmörk var haldið uppá afmælið hjá Óskari Orra og Sunnevu því þau eiga afmæli með vikumillibili.  Við verðum bara að kíkja þangað einhvern tíma seinna og gefa þeim pakkana sem við erum búin að kaupa, og þá förum við líka til Andra því hann er líka búinn að eiga afmæli en þá var hann úti á Spáni svo við verðum að gefa honum gjöfina bara þegar við hittum hann.

Jæja gott fólk ég held þetta sé nú bara nóg í bili.

Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra

 

04. sept. 2005

Það eru engar nýjar myndir af mér núna en mamma er búin að setja flott myndband af mér í staðinn, skoðið það með því að fara á þessa slóð http://www.123.is/mirra/videos/-78561317.AVI eða fara í gestabókina mína og smella þar á hnappinn myndbönd.

En þá skal segja frá hvað á daga mína hefur drifið síðan síðast, það er nú heilmargt.
Ég fór í fyrsta leikskólavinarafmælið og var mjög spennt fyrir því og hafði miklar áhyggjur að mamma myndi gleyma að fara með mig þangað en hún klikkaði ekkert á því og ég var fyrst í afmælið og við Reynir Daði (sem mamma vissi ekkert hver var og hafði aldrei séð mömmu hans og pabba) kysstumst nú vel þegar ég færði honum pakkann sem var Riddari á hesti, cool maður!  Afmælið var mjög skemmtilegt og ég ætla að gera þetta sjálf að bjóða öllum í mínum hóp í mitt afmæli.

Jæja svo fórum við mamma með Stínu vinkonu minni og mömmu hennar (Íris sem vinnur með mömmu) í bíó í gærdag og sáum Ævintýraferðina sem var mjög skemmtileg en Stínu fannst hún mjög sorgleg og hún grét yfir myndinni.  Hún var víst svolítið þreytt líka stelpan en það var samt gaman og sérstaklega eftir bíó þegar við fengum aðeins að klifra í steinunum og leika okkur.  Við mamma ætlum einhverntíma að stoppa við Kópavogskirkju og leyfa mér að príla þar í grjótunum en það er víst mikið af grjóti þar segir mamma, alla vega þegar hún var lítil stelpa og bjó hjá afa og ömmu þá var hún oft að leika sér þarna, svo ég hlakka til að prófa það sama og mamma gerði.  Kannski bíð ég bara Stínu með mér því hún er mjög góð að klifra en er samt bara 3ja ára.

Nú svo þegar við komum heim eftir bíóið þá vorum við undirbúa matarveislu fyrir Aron, Sigrúnu, Victor og Klöru Rún til að kveðja þau því þau eru að fara að flytja til útlanda (Danmerkur) og þá sjáum við þau ekki lengi.

Það var að byrja nýr strákur á leikskólanum mínum sem er pólskur og þegar mamma hans kom með hann á leikskólann þá labbaði ég til hennar og benti á mig og sagði: “Iceland”. Það var til að hún vissi að ég væri íslensk og talaði íslensku.

Svo núna rétt í þessu meðan mamma er að skrifa þetta þá er ég eitthvað að atast í pabba sem er að vakna og segi svo við hann, “Ég ætla ekki giftast þér, ég ætla að giftast honum Andra frænda mínum sem er með meiddi”.
(athugasemd frá mömmu:  Þó systkynabörn megi giftast skv. lögum þá held ég að þið séuð aðeins of mikið skyld en ég skil vel að þér lítist á hann Andra frænda þinn því hann er svo myndarlegur strákur en hann verður að vera BARA frændi.)

 

kjg 9.9.2005 16:30:00 Vááááá!
Þvílík vika!

Byrjaði á því að pabbi tók upp á því að fá alvarlegt hjartaáfall, svo alvarlegt að hann margdó þarna á sunnudaginn.  Þetta vildi þannig til að hann og Tedda voru í brúðkaupi deginum áður og fóru svo í eftirveislu í hádeginu.  Þau hringdu í mig því þau ætluðu að koma í heimsókn en ég var ein heima og hundlasin svo þau hættu við.  Sem betur fer því annars hefði ekki verið að spyrja að leikslokum því þá hefðu þau verið bæði í bílnum að keyra á Reykjanesbrautinni, hjúkk.

En sem sagt þau fóru í staðinn bara í íbúðina sem þau voru í með dóttur hennar Teddu og voru þar þegar þetta gerðist.  Pabbi kvartaði eitthvað um ógleði og fór fram á bað og kastaði upp og kom svo fram og settist í sófann og féll fram fyrir sig og hjartað stopp.  Úps, Tedda panikaði og hringdi í dóttur sína sem var í tveggja mínútna fjarlægð frá og hún kom ásamt tveimur öðrum konum sem aðstoðuðu við að lífga hann pabba minn við, takk stelpur.  Ein var í símanum, ein hnoðaði og ein blés og Tedda fylgdist með.

Síðan kom sjúkrabíllinn með öllum sínum græjum og það tók í heildina hálftíma að koma pabba í gang aftur til að hægt væri að flytja hann á bráðamóttökuna.  Þar var hann drifinn í hjartaþræðingu og kom þá í ljós að aðalæðin til hjartans var stífluð og þeir sögðu læknarnir að hann hefði dáið nokkrum sinnum í höndunum á þeim og að þeir hefðu nú ekki átt von á því að hitta hann á þriðjudegi og hvað þá að tala við hann.

En sem sagt, hann fór í þræðingu og þeir náðu að blásu þessari stíflu út svo það var mjög gott en þá tók við að halda honum sofandi í sólarhring og hann var líka kældur niður í 34 gráður til að koma í veg fyrir heilaskemmdir sem virðist einmitt hafa tekist, því maður var ansi stressaður þegar maður sá hvað hann var duglegur og hress, hvort hann myndi verða mikið skrítinn en hann er það ekki, bara smá minnislaus og hver er það ekki?

Ég sagði til dæmis við hann að þetta væri mjög þægilegt, þ.e. að hafa lélegt skammtímaminni því þá gæti ég sagt honum sama brandarann aftur og aftur og hann myndi alltaf hlæja að honum og vitiði, hann skellihló að þessu og skildi alveg hagræðinguna sem ég var að tala um.

En til að gera langa sögu stutta þá er batinn hjá honum föður mínum alveg ótrúlegur, hann vill bara fara heim í gær og botnar ekkert í því að allt þetta fólk sé að koma að heimsækja hann þegar lítið er að honum.  Ég held að hann geri sér ekki fulla grein fyrir því hversu langt leiddur hann var og hversu stutt er á milli lífs og dauða.
En elsku kallinn hann pabbi minn er þrjóskur og ég er ekkert smá ánægð með það núna.

Þannig að þessi vika hefur heldur betur verið erfið og samt góð.  Endirinn er líka frekar ánægjulegur því við fengum tilboð í íbúðina okkar í gær og við svöruðum því játandi í dag þannig að við erum búin að selja og líklega fær pabbi úthlutað í íbúðum aldraðra í næstu viku svo það allt er að ganga upp.  Sem sagt góður endir á viku sem byrjaði illa.

See you.

kjg 12.9.2005 16:31:00 Rómatík
Já, rómantíkin gæskur, já rómantíkin getur verið sjúk.  Eða ekki.  Ætli hún sé ekki nauðsynleg okkur öllum líka þeim sem halda að þeir þurfi ekki á henni að halda.  Svo er þetta líka spurning hvað er rómantík og hvað vilt þú?

Ég alla vega fékk smá skammt af rómantík um helgina.  Það vildi þannig til að Þráinn og Ástrós Mirra fóru á laugardagsmorguninn uppí sumarbústað og ég ætlaði bara að vera ein heima og vera í leti og heimsækja pabba á spítalann, sem ég og gerði og þar sem ég er stödd á spítalanum á laugardagskvöldið rétt fyrir kl. 20 og ég bara rétt ófarin heim að horfa á Stelpurnar og Það var lagið, hrindi síminn. Það var Þráinn að segja mér að það væri frábært veður í sveitinni og hann og Ástrós væru búin að kveikja upp í arninum og ég hreinlega yrði bara að koma til þeirra.

Ég sagðist nú þurfa að hugsa mig aðeins um sem ég og gerði og vitiði, það hefði verið voða auðvelt að segja nei og henda sér undir teppi og ýta undir þunglyndið sem hefur verið að hrjá mig undanfarið en NEI, þar sem ég er búin að ákveða að taka sjálfa mig traustum tökum þá sagði ég JÁ og skutlaði svo Teddu í Grafarvoginn, fór suður í Hafnarfjörð og slökkti á tölvu og ljósum og setti vídeóið á upptöku, tók eina rauðvínsflösku út úr skáp og dreif mig uppí bústað.

En vitiiði hvað, það var niðdimmt og rosaleg þoka á leiðinni þannig að ég var ekkert smá stirð og stíf en mér tókst þetta á rúmum klukkutíma þó ég keyrði bara á 60 alla leiðina og Vááá, þegar ég kom að bústaðnum þá sé ég að það er búið að setja ljós í tjábeðið og kveikt á arninum og fullt af kertum á pallinum því það var blankalogn og svartamyrkur, ekkert smá æðislegt.  Og teppið beið mín og ég rétti Þráni rauðvínið og svo var mér fært rauðvínsglas og við sátum þarna úti í tvo tíma og höfðum það huggulegt.

Svo var haldið áfram að dekra við mig morguninn eftir því ég fékk að kúra og kom bara fram þegar búið var að finna til morgunmat, kakósúpu og vöfflur og rjóma.

Já, rómantíkin, gæskur, já rómatíkin getur verið sjúk.

See you, baby.

Ps. myndirnar eru reyndar teknar út um stofugluggann okkar í gærkvöldi en rómantískar eru þær líka.

 

14. september 2005

Ég er nú ekki búin að setja fréttir hérna inn lengi en það er vegna þess að afi minn fékk hjartaáfall og við mamma og pabbi höfum verið ósköp upptekin að hugsa um hann.
Hann er samt allur að jafna sig og er mjög duglegur og stendur sig eins og hetja.  Hann fær kannski að fara á sjúkrahúsið í Eyjum í næstu viku og þá verður hann sko enn meira ánægður.
Eins og þið sjáið í myndaalbúminu mínu þá snýst allt um sjúkrahús og þess háttar hjá okkur núna og ég er hætt við að verða bóndakona.  Já ég veit að þið verðið hissa en svona er þetta.  Ég ætla að verða læknir og vinna á tveimur hæðum á Landsspítalnum og svo ætla ég að vera með hesta í hesthúsi hér á höfuðborgarsvæðinu og mamma getur passað hestana meðan ég er að vinna því hún verður orðin svo gömul.
Mamma sagði bara “Já, takk, ég er sko rétta manneskjan í það” svo því er reddað.

Mamma er búin að vera að taka gömul vídeó af mér og setja í tölvuna en þau eru geymd á sama stað og gestabókin mín svo það er auðveldast fyrir ykkur að skrifa í gestabókina og smella svo á hnappinn Myndbönd og þá getið þið rifjað upp hvernig ég var td. fyrir tveimur árum.  Vá, ég kunni varla að tala en var rosalega skemmtileg, ég hlæ og hlæ þegar ég horfi á þetta núna.

Hey, það var að byrja pólskur strákur á deildinni hjá mér um daginn og ég labbaði beint til mömmu hans og benti á mig og sagði:  “Iceland”  en það gerði ég til að hún vissi að ég er íslendingur og tala bara íslensku.

Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra

Ps. Við erum að fara á föstudaginn í myndatöku hjá Brosbörnum og það verður sko gaman þegar þær myndir koma því við megum gera við þær það sem við viljum, nota í kort eða setja á vefinn eða hvað sem okkur dettur í hug.

 

kjg 21.9.2005 16:32:00 Frelsi
Já, rómantíkin gæskur, já rómantíkin getur verið sjúk.  Eða ekki.  Ætli hún sé ekki nauðsynleg okkur öllum líka þeim sem halda að þeir þurfi ekki á henni að halda.  Svo er þetta líka spurning hvað er rómantík og hvað vilt þú?

Ég alla vega fékk smá skammt af rómantík um helgina.  Það vildi þannig til að Þráinn og Ástrós Mirra fóru á laugardagsmorguninn uppí sumarbústað og ég ætlaði bara að vera ein heima og vera í leti og heimsækja pabba á spítalann, sem ég og gerði og þar sem ég er stödd á spítalanum á laugardagskvöldið rétt fyrir kl. 20 og ég bara rétt ófarin heim að horfa á Stelpurnar og Það var lagið, hrindi síminn. Það var Þráinn að segja mér að það væri frábært veður í sveitinni og hann og Ástrós væru búin að kveikja upp í arninum og ég hreinlega yrði bara að koma til þeirra.

Ég sagðist nú þurfa að hugsa mig aðeins um sem ég og gerði og vitiði, það hefði verið voða auðvelt að segja nei og henda sér undir teppi og ýta undir þunglyndið sem hefur verið að hrjá mig undanfarið en NEI, þar sem ég er búin að ákveða að taka sjálfa mig traustum tökum þá sagði ég JÁ og skutlaði svo Teddu í Grafarvoginn, fór suður í Hafnarfjörð og slökkti á tölvu og ljósum og setti vídeóið á upptöku, tók eina rauðvínsflösku út úr skáp og dreif mig uppí bústað.

En vitiiði hvað, það var niðdimmt og rosaleg þoka á leiðinni þannig að ég var ekkert smá stirð og stíf en mér tókst þetta á rúmum klukkutíma þó ég keyrði bara á 60 alla leiðina og Vááá, þegar ég kom að bústaðnum þá sé ég að það er búið að setja ljós í tjábeðið og kveikt á arninum og fullt af kertum á pallinum því það var blankalogn og svartamyrkur, ekkert smá æðislegt.  Og teppið beið mín og ég rétti Þráni rauðvínið og svo var mér fært rauðvínsglas og við sátum þarna úti í tvo tíma og höfðum það huggulegt.

Svo var haldið áfram að dekra við mig morguninn eftir því ég fékk að kúra og kom bara fram þegar búið var að finna til morgunmat, kakósúpu og vöfflur og rjóma.

Já, rómantíkin, gæskur, já rómatíkin getur verið sjúk.

See you, baby.

Ps. myndirnar eru reyndar teknar út um stofugluggann okkar í gærkvöldi en rómantískar eru þær líka.

 

24. september 2005

Mikið líður tíminn nú hratt, það eru komnir 10 dagar síðan við mamma skrifuðum eitthvað hérna.  Humm.  Ekki nógu góð frammistaða miðað við hvað ég er skemmtileg, eða hvað finnst ykkur?
Hvað erum við eiginlega búin að vera að bardúsa?  Sko við td. fórum í myndatöku í síðustu viku hjá Brosbörnum og komu þær myndir alveg frábærlega vel út enda finnst mér gaman að láta taka myndir af mér.

Núna er ég að leika við Önnu Dögg frænku mína og vinkonu en við hringdum í hana og báðum um að koma því ég er búin að vera veik síðan á miðvikudag og var farið að vanta svolítið leikfélaga, það er nú aldeilis búið að bæta úr því í dag.  Akkúrat núna erum við báðar á nærbuxunum í einhverjum leik, hann byrjaði á því að ég var að leika pabba og hann sefur alltaf bara á nærbuxunum þess vegna varð ég að klæða mig úr en mamma er ekki hrifin af þessu því ég er ENNÞÁ lasin og á ekki að vera að striplast.

Aðrar fréttir eru þær að Már afi er kominn heim af spítalanum og fer bráðum að flytja og mamma og pabbi eru búin að selja íbúðina sem Már afi var í og hann er búinn að fá nýja íbúð hjá eldri borgurum.

Í þessum töluðu orðum er verið að rífa niður tankana sem eru bakvið húsið okkar og mömmu finnast svo flottir.  Það verður ótrúlegt útsýni þegar þeir eru farnir en svo á að byggja hús þarna og pabbi heyrði að þau ættu að vera 6 hæða sum og þá missum við útsýnið aftur oh það verður leiðinlegt.

En þá ætlum við ekki að hafa þetta lengra að sinni en lofum því að láta ekki líða svona langt á milli skrifa aftur.

Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra

 

kjg 25.9.2005 16:49:00 Tankarnir
Þeir eru byrjaðir að rífa tankana mína niður.  Það á að gerast núna á næstu vikum að þeir munu fara allir með tölu og ég er örugglega eina manneskjan sem mun sakna þeirra því mér finnast þeir fallegir.  Skrítið, kannski en það er eitthvað við þá.  En ég gæti alveg sætt mig við að þeir fari og ég fái þá þetta líka geðveikislega útsýni í staðinn en NEI, NEI, NEI.

Að sjálfsögðu verður ekki eitthvað svæði skilið eftir autt bara svo við á Suðurbrautinni fáum betra útsýni ;(  en ég skil það reyndar mjög vel og þóttist alveg sátt við að fá íbúðabyggð þarna sérstaklega þegar ég las einhvern staðar að það yrði svona upp í 3 hæða.

En hvaðan kemur þú, Kristín Jóna?  Hvernig dettur þér í hug að það sé nóg?  Haldiði að bæjarstjórinn okkar hann Lúðvík hafi ekki komið í sjónvarpinu um daginn og sagt frá því að þarna eigi að vera (úff ég man ekki hversu margra manna) byggð og af því eigi að vera slatti fyrir eldri borgara svo skólarnir og leikskólarnir munu ekki springa en húsin eiga að vera allt að 7 hæðir.

7 hæðir, ég trúi þessu ekki, ég er orðin svo vön því að geta horft á kvöldsólarlagið út um gluggana hjá mér, hvernig á ég að geta vanist því að horfa bara innum gluggana hjá öðru fólki?  Ég veit reyndar að ég mun líka sjá Garðakirkju áfram en ekki Snæfellsjökull og hafið og sólarlagið sem er alveg magnað eins og þið hafið nú séð á myndum hjá mér.

En af því að ég er hætt að vera þunglynd og svartsýn þá dettur mér nú bara í hug að við ættum kannski bara að flytja þangað (á tankasvæðið) eftir svona 2 – 3 ár þegar við erum búin að borga sumarbústaðinn okkar og förum að eiga einhverja peninga afgangs.

See you baby.

 

28. september 2005

Hæ hæ, smá fréttir strax aftur.  Ég fór ein í búð í dag að kaupa.  Mamma beið fyrir utan Krónuna á meðan ég fór ein inn í búðina og keypti eina stóra gula mjólk og eina túpu af kavíar.
Ég gat alveg fundið mjólkina sjálf en Kavíarinn var hátt uppi svo ég bað eina konu sem var þarna að rétta mér hann sem hún gerði og svo fór ég á kassann og borgaði og fékk 3 krónur til baka.  Mamma var ekkert smá ánægð með mig.

Annað er ekki í fréttum í bili en endilega kíkið á gullkornin mín því það bætist stundum þar inn án þess að ég tiltaki það sérstaklega.

Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra

 

 

kjg 2.10.2005 16:50:00 OfÁt
Alveg er það með ólíkindum hvað maður getur aftur og aftur gert sömu misstökin og þá sérstaklega ef það á við um mat.  Að maður skuli endalaust reka sig á það að ofát er vont, manni líður illa og verður þungur á sér og syfjaður og allt verður erfitt.

Ég veit þetta alveg en samt…

já samt geri ég þetta aftur og aftur og aftur.  Og það síðast í dag, ákvað að hafa gott með kaffinu og var hreinlega með allt of margar sortir miðað við að í boðinu voru bara ég og Steina tengdó (og auðvitað Ástrós Mirra sem borðar svo lítið að það er ekki talandi um það) sem vorum að gæða okkur á þessu og ég át yfir mig svo mikið að nú rétt fyrir kl. 19 er ég enn södd síðan í kaffinu og samt þarf ég náttúrulega að elda mat handa fjölskyldunni og mig langar sjálfri sko ekkert í og samt er ég að elda mat sem mér þykir venjulega góður og nú mun ég ekki geta notið þess.  Shame, shame, shame, shame, shame, shame on you.

 

kjg 7.10.2005 17:05:00 Kaupa kaupa
Skrítið hvað maður er alltaf til í að fara og kaupa og kaupa eitthvað.  Og þá er ég ekki að meina föt því það er ekki minn kaupahéðinn heldur miklu frekar eitthvað til heimilisins.  Enda er það nú þekkt að ég er með áráttu sem ég hef reyndar náð að halda niðri í nokkur ár en þessi árátta náði hámarki sínu þegar ég vann á Tanganum í gamla daga.

Þessi árátta er í alls konar plast heimilisdót frá Curver, þvottabalar, uppþvottagrindur, óhreinatauskörfu osfr.
En sem sagt það er þessi kaupaárátta sem er pínulítið að stríða mér þessa dagana og það er ekki síst henni Hafrúnu sem vinnur með að kenna, hún er nefnilega búin að kaupa sér íbúð (eftir skilnað og sölu á húsi) og þá þurfti hún endilega að kaupa sér nýjan sófa í stofuna og nýtt rúm og nýja hillu í stofuna og skrifborð handa Emil og svo og svo og svo….

Og svo þarf ég að hlusta á þetta og þykjast ekki vera neitt afbrýðisöm út í hana að vera að þessu á meðan ég hreinlega engist sundur og saman og öfunda hana ekkert smá, enda datt það út úr mér í dag að ég væri nú bara til í að giftast henni, bara svona rétt á meðan hún stendur í þessu kaupaveseni.
En ég er þó með eitt í bakhöndinni…..  Þráinn er búinn að vera að vinna í velborgaðri aukavinnu og svo verður alveg oggolítill afgangur af sölunni á íbúðinni í Eyjum (reyndar bara af því að við vorum búin að borga í nýju þaki og málningu) svo mér sýnist að við gætum kannski bara keypt okkur nýtt sófasett fyrir jólin.  Jibbý, þá get ég farið að kaupa eitthvað eitthvað eitthvað…. skiptir engu máli bara kaupa og kaupa.

Má reyndar kaupa rúllugardínur fyrir pabba á morgun til að senda með bílnum til Eyja en hann fer á sunnudaginn því pabbi er alveg öruggur á því að hann fái þann úrskurð hjá lækninum á miðvikudaginn og það væri náttúrlega rosalega gott fyrir hann því hann ætlar að reyna að flytja inn í nýju íbúðina þá líka.

En semsagt ég má kaupa fyrir hann og eitthvað smá fyrir Konný en vitiði hvað…. það er ekki það sama svo þetta er greinilega ekki bara að kaupa heldur að kaupa eitthvað handa sjálfum sér og við höfum missjafnan smekk á hvað er gaman að kaupa sumar konum vilja bara skó og aftur skó en mig langar í nýtt sófasett, nýja hillu í stofuna, úps en þá þarf ég að fá nýtt borðstofusett til að það passi við hilluna, og svo langar mig í ferðatölvu og nýtt sjónvarp svona með flatskjá, já og svo langar mig í í í í í í ….

Gott að ég er bundin yfir Ástrós Mirru og Kristófer Darra núna svo ég hlaupi bara ekki af stað í innkaupaferð.

Man hvað maðurinn sagði úti í Halifax þegar við vorum þar, hann sat alltaf á barnum meðan konan hans og vinkona versluðu og versluðu og tautaði “Já og þetta kostaði ekki neitt”.

 

09. október 2005

Hello!  How are you?  Spyr ég því ég tala orðið svo mikið ensku og finnst afskaplega gaman að geta talað við útlendinga.  Td. í gær þá fórum við á myndlistasýningu í Saltfisksetrinu í Grindavík á sýningu hjá John Soul og ég mátti til að kveðja hann sérstaklega þegar pabbi var búinn að segja mér að hann væri útlendingur.

Ég er að stækka mjög mikið þessa dagana alla vega andlega, ég er farin að geta farið út í búð sjálf og man hvað ég á að kaupa (mamma passar þó uppá að það séu bara 3 hlutir) en ég klikkaði svolítið á því síðast því mjólkin var þung að halda á í röðinni en ég spurði bara konu hvort ég mætti ekki geyma hana á borðinu þó ég væri ekki næst og það var auðvitað allt í lagi.  Svo er ég líka farin að vera mjög dugleg að hjálpa mömmu að elda matinn og legg á borð alveg sjálf og tek úr uppþvottavélinni og set í hana alveg ein, og vitiði hvað mér finnst þetta nefnilega mjög skemmtilegt og mamma veit að maður á alltaf að leyfa krökkum að hjálpa sér ef þau vilja, þó að þau séu ekki einu sinni orðin 5 ára.

Mömmu og pabba finnst stundum að ég sé að komast á gelgjuskeiðið því ég á til svona unglingatakta sem eru mjög skemmtilegir hjá mér finnst mömmu alla vega.  Hey og vitiði hvað ég er búin að fá síma, mig langaði svo líka í síma í band um hálsinn og gat ómögulega sætt mig við að vera með platsíma og mamma átti einn gamlan síma sem hún lánaði mér og ég var fljót að finna að því að ekki var hægt að hringja úr honum því ég ætlaði aðallega að nota hann til að hringja í vinkonu mína hana Söru í Vestmannaeyjum svo mamma fór og setti pening í símann og þá get ég hringt en ég veit að ef ég hringi mikið þá klárast þessi peningur svo ég verð að passa mig.

Við fórum í bíltúr í gær til Grindavíkur og ætlum í bíltúr á eftir í Þorlákshöfnina og fara með bílinn hans Más afa í Herjólf svo hann geti farið að nota hann í vikunni ef læknirinn leyfir það.  Vonandi leyfir læknirinn honum að fara að keyra því hann langar svo til þess.

En annars er bara rólegt hjá okkur núna, búið að ákveða að fara til Vestmannaeyja um mánaðarmótin að setja gluggana í íbúðina á Skólaveginum svo við tökum því bara rólega þangað til.  Eða þannig pabbi minn er nú reyndar alltaf að vinna finnst mér en hann er í fríi þessa helgina svo það er gott.

En þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra

Sá sem veit og veit að hann veit,
hann er vitur – fylgdu honum.
Sá sem veit og veit ekki að hann veit,
hann sefur – vektu hann.
Sá sem sefur ekki en veit ekki að hann veit ekki,
hann er flón – forðastu hann.
Sá sem veit ekki og veit að hann veit ekki,
hann er barn – fræddu hann.

 

15. október 2005

Það eru komin ný GULLKORN á gullkornasíðuna mína, endilega kíkið á þau, og endilega kvittið í gestabókina mína.

En þá að fréttunum, ég er enn alltaf að æfa mig í ensku, við mamma fórum í skóbúð að kaupa nýja kuldaskó á mig því fóstrurnar eiga svo erfitt með að renna rennilásnum á grænu skónum mínum (við höfum þá bara svona sem betri skó í vetur) en allavega meðan við erum þarna inni í búðinni að máta og svoleiðis þá var ég stanslaust að kalla á mömmu: Ma, what’s your name? og konurnar í búðinni voru farnar að hlægja að þessu, þeim fannst ég svo sniðug.

Við erum búin að vera að gera voða fínt heima hjá okkur, bæði ég og mamma og pabbi.  Mamma og pabbi keyptu nýjan sófa og stóla í stofuna og ég er mjög ánægð með það sérstaklega vegna þess að ég fékk kassann utan af einum stólnum og pabbi minn klippti út hurð og glugga og þetta er nýja heimilið mitt.  Þið getið séð myndir af því á myndasíðunni minni.  Ég er mjög mikið að leika í þessu nýja húsi og meira að segja þegar ég vakna á morgnanna þá teygi ég úr mér og segi:  Oh, best að fara á nýja heimilið mitt.
Svo fékk ég líka nýja dýnu í rúmið mitt og nú sef ég miklu hærra uppi en áður því þessi dýna er svo þykk.  Það er gott fyrir Ömmu Steinu og Konný þegar þær koma í heimsókn og fá að sofa í rúminu mínu.

Nú styttist í afmælið mitt og erum við mamma pínulítið farnar að plana það, það er allavega búið að ákveða þemað, því konurnar í partýbúðinni ætla að panta fyrir okkur “My little Pony” diska og glös oþh.  Þá get ég sameinað hesta og bleikt.

Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra

 

kjg 15.10.2005 17:06:00 Óvissa
Það er óvissuferð á eftir með starfsmannafélagi Maritech og ég er algjör hetja að því leitinu að ég veit ekkert hvert við erum að fara eða hvað við erum að fara að gera.

Ótrúlegt hjá mér.  Var þó aðeins að bögga stelpurnar í gær með því að spyrja hvernig ég ætti að vera klædd innanundir útivistarfötunum, það hafði reyndar komið fram að það ætti að hafa með sér góðan utanyfirklæðnað svo mig grunar nú að við verðum eitthvað úti en svo gæti það bara verið blöff.

Ég hef látið mér detta í hug að við séum að fara í Flúðasiglingu, Vélsleðaferð, Jeppaferð uppá jökul og svo gæti ég haldið áfram.  En stelpurnar í stjórninni eru þögular sem gröfin svo ég er “BLANCO” í þessum efnum og nýtt fyrir mér, mér líður bara ágætlega með að vita ekki neitt.

Þó er eitt sem ég hef áhyggjur af og það hvort allt sé “Under control” hjá stjórninni.  Þ.e. eru þær með söngbækur, rétta músík…. osfrv. ætli stjórnin sé ekki að gleyma neinu?  Ég sé það að ég held alltaf að ég geri allt best og allir þurfi á mér að halda til að hlutirnir gangi upp en þó veit ég að Íris og Magga klikka ekkert á þessu.

Svo ég segi bara… “Go for it, girls.”
kjg 22.10.2005 17:07:00 Óvissunni lokið
Ég var víst búina ð lofa því að segja frá Óvissuferðinni okkar í Maritech.

Við mættum náttúrulega stundvíslega öll nema tveir uppí Hliðasmára og komum okkur fyrir í rútunni og höfðum það eins huggulegt og mögulegt var miðað við alla óvissuna sem beið hópsins.  Það var verið að giska á ýmislegt og eins í vikunni á undan, þá komu fram ýmsar hugmyndir.  Ég td. hélt helst að við værum að fara í river rafting eins og amma hans Þráins og Gaui maðurinn hennar fóru á áttræðisafmælinu hans og skemmtu sér verl.  Hafrún var búin að giska á adrenalínagarðinn en ég sagði að það dytti nú engum í hug nema henni og það yrði nú ekki fyrr en hún færi aftur í stjórn.  En sem sagt loksins allir komnir og öllum gefinn briser eða bjór til að starta deginum og rútan af stað.

Það var keyrður suðurlandsvegurinn og þá byrjuðu aftur ágiskanirnar og svo voila, rútan beygir inn á nesjavallaveginn.  Hafrún trylltist:  “Adrenalíngarðurinn, Adrenalíngarðurinn, jibbý jey”  en samt var ég nú ekki alveg viss enda stoppaði rútan allt í einu “in the middle of nowhere” og öllum hleypt út og muniði hvað það var mikil rigning á laugardaginn síðasta, þarna uppfrá var úrhelli.  En allir áttu nú að vera vel gallaðir og út skyldum við og í gallana okkar.  Á móti okkur tók hjálparsveitarmaður sem útskýrði að okkur yrði skipt upp í 6 hópa og látin gera ýmsar þrautir þarna í næstu tveimur dölum og nú skipti máli samheldnin oþh.

Já já ég lenti nú í hóp með frábæru fólki, Hafrúnu, Benna, Jóni Kristjáns framkvæmdarstjóra, Margréti Erlu og Siggu Hermanns.

Jæja, fyrsta þrautin var nú eiginlega að koma sér í gallan og redda þeim sem EKKI tóku pollabuxur með sér þrátt fyrir veðrið og ítekanir stjórnarinnar en síðan lögðum við í hann.  Hörkulið sem byrjaði á því að fá í hendurnar sjúkrabörur og áttum að koma fyrir sjúklingi (ein af okkur) og óla niður á börurnar og hlaupa svo með þær eftir afmarkaðri leið.  Okkur tókst þetta snilldarlega.
Næsta þraut var að kasta kaðli með svona kýrhala (ég held að stálklemman heiti það) í gegnum dekk, þegar við komum þangað var næsti hópur á undan okkur ekki nærri búinn, svo við urðum að standa þarna í rigningunni og verða meira og meira blaut.  Jæja loks kom að okkur og við vorum ekkert rosalega góð í þessu þrátt fyrir að vera með framkvæmdarstjórann í okkar liði sem er náttúrlega margfrægur landsliðsmaður í handbolta en við vorum samt stolt af okkur og drifum okkur á næsta stað.

Við áttum að labba yfir í næsta dal en mér fannst þessi ganga löng og hélt við værum að villast í þokunni en okkar skörunglegi framkvæmdarstjóri passaði nú vel upp á sitt fólk og leiddi okkur á réttan stað.
Þar fengum við í hendurnar bíbtæki sem eru notuð við snjóflóðaleit og nemur það hljóð frá öðrum svona tækjum.  Jæja allir fengu tæki nema einn og áttum við að leita að fólki (hann sagði fólki) á ákveðnum afmörkuðu svæði.  Ég rauk af stað, fékk snert af keppnisskapi og heyrði bíb bíb bíb og geng á merkið en er alltaf að reyna að sjá stað sem fólkið gæti verið falið á bak við og eyði dýrmætum tíma (því þetta var tímaþraut) í svoleiðis vitleysu því á endanum fann ég tæki falið undir steini.  Ég átti aldrei að finna fólk heldur bara pínulítið tæki og ég var nú hálffúl, loksins þegar ég var við það að fá keppnisskap og ætlaði að berjast fyrir mitt lið, þá þurfu þeir að nota orðalag sem ég náttúrlega gat ekki skilið (Naive me).  En alla vega þetta gekk samt þokkalega nema leiðin til baka upp fjallið, og trúið mér þetta var sko fjall á leiðinni til baka, þetta var samt bara lítil brekka þegar við byrjðuðum en þetta var FJALL á leiðinni til baka og ég hélt ég ætlaði bara ekki að meika þetta alla leið í rennandi blautum fötum og orðin blaut í gegnum gömlu skátabuxurnar hans Þráins.  Shit, ekkert smá óþægilegt að labba upp FJALL í blautum fötum og gallabuxurnar farnar að límast við mig sem þýddi að ég gat ekki lyft hnjánum almennilega upp.

En jæja það þýddi ekki annað en bíta á jaxlinn og halda áfram yfir í næsta dal og þar var bundið fyrir augun á öllum nema einum og okkur raðað við kaðal og áttum að labba eftir honum skv. leiðbeiningum frá þessum eina.  Benni bauðst til að leiðbeina og einhvernveginn álpaðist ég fremst enda MJÖG góð að ganga blind (or not).  Hafrún var næst fyrir aftan mig og greinilega ekki eins hrædd og ýtti alltaf á mig og ég að reyna að fara varlega og reyna að skilja Benna sérstaklega þegar hann sagði: “Passaðu þig djúpur pollur til hægri” Nú að sjálfsögðu steig ég beint ofaní hann á bólakaf með löppina svo nú fækkaði aldeilis stöðunum sem voru þurrir, þó var ég ennþá með einn þurrann fót og brjóstkassann.  Jæja áfram héldum við ekki hratt og enduðum á risa hraungrjóti sem átti að klifra yfir og ég ekki með vettlingana sem var margbúið að vinda.  Svo það endaði með að Benni hálfdró mig uppá steininn (og við fengum refsistig fyrir) og þannig kláraðist þetta.  Við vorum víst ekkert á slæmum tíma en….

Jæja þarna var mig nú farið að langa til að þetta færi að verða búið.  Orðin svo blaut og þung á mér vegna þess og þreytt.

En nei nei, ekki nærir búið, næst var mjög skemmtileg þraut, þá áttum við að ganga svæði sem ferðamaður hafði farið yfir og týnst en við vissum ekkert um þennan mann/konu og áttum að lesa út úr hlutum sem voru þarna á víð og dreif og reyna að finna út hvers konar manneskja þetta væri.  Nú reyndi meira á hausinn en aðra líkamsparta og ég var nú þurr þar enda með minn sjóhatt.  Við fengum í rauninni aldrei að vita hvort við hefðum verið með þetta rétt en þegar við fórum seinna að tala um þetta þá voru önnur lið með aðrar hugmyndir en mitt lið en á endanum hölluðust allir á okkar lausn enda VAR hún RÉTT.

Jæja, næst síðasta þrautin var krukka sem var inní hring sem var afmarkaður með kaðli og áttum við að nota það sem var í kringum okkur til að ná í krukkuna.  Ég hafði séð hjólkopp á leiðinni og spyr Hafrúnu hvort ég eigi ekki að sækja hann og hún játti því og ég fann stóran stein líka í leiðinni og kem rosa stolt með fenginn en… þá voru þau löngu búin að ná krukkunni og farin að leysa þrautina sem var að botna 3 fyrriparta með stuðlum og höfuðstöfum.  Ég spurði nú bara hvort það hefði verið trikkið að dobbla mig í burtu svo þau gætu gert þetta skammarlaust og þá var bara hlegið.  En ég held það nú samt.  Ég hefði nú viljað fá ða heyra allar vísurnar eftir á en það klikkaði.
Jæja svo var farið að rútunni og beðið eftir að allir hóparnir væru komnir og þá kom að síðustu þrautinni, hún var að við sex áttum að standa á heimatilbúnum skíðum og labba á þeim og þarna kom að samhæfingunni og taktinum sem var ekki góður hjá okkur, ég held við höfum algjörlega floppað á þessari þraut.

En jæja þá var þessu lokið, allir úr rennandi blautu fötunum og þeim hent í farangursgeymslu bílsins og öllum gefið að borða.  Ég var svo heppin að Hafrún var með teppi sem ég gat sett yfir mig því ég var orðin svo blaut í gegn í buxunum.

Jæja svo fór rútan af stað og þá byrjuðu ágiskanirnar hvað ætti að gera meira.  Ekki voru allir sammála í hvora áttina rútan hefði farið því þokan var svo mikil að það sást ekki en svo beygði hún inn á Nesjavelli og Hafrún hreinlega trylltist (eða þannig) hún var alla vega mest ánægð.  ADRENDALÍNGARÐUINN var næstur.

Oj og allir að fara aftur í rennandi blautu fötin sín en ég var með aðra úlpu sem ég fór í innanundir til að þola þetta og svo löbbuðum við að Adrenalíngarðinum.  Þar tóku hjálparsveitarmenn á móti okkur og fóru að fara yfir allar öryggiskröfur og reglur oþh. og ég stóð mig að því að hugsa já já bla bla áfram með smjörið en á sama tíma treysti ég hjálparsveitamönnum svo vel því þeir passa alltaf uppá öryggið.

Það var orðið svo brjálað veður að við gátum bara farið í þrjár þrautir eða þrjú tæki þarna.  Og þau voru:
Að klifra upp svona klifurvegg og það voru alltaf samfélagar sem treystu mann með því að halda í bönd sem yrði strekkt á ef maður dytti.
Minn hópur byrjaði á að fara í stæðslu rólu á Íslandi, og þá er krækt í öryggisbeltið sem maður er klæddur í og liðið manns hljóp með kaðal sem hýfði mann upp í 20 metra hæð eða svo og þá kippir maður sjálfur í spotta og Víííí fer á fullri ferð og maginn varð eftir uppi og svo rólar maður þarna þar til maður kemur niður, þetta var sko skemmtilegt.
Þriðja þrautin var að klifra upp staur sem var svona 10 metra hár og reyna svo að standa uppi á honum (en alltaf öruggur í böndum sem aðrir halda í og passa) það voru margir sem fóru uppá staurinn en ég treysti mér ekki í blautum fötum og stirð í gallabuxunum og hreinlega bara orðin þreytt, svo ég hætti þarna og fór uppí rútu og úr utanyfirfötunum (þarna var ég búin að hlera að við þyrftum ekki að fara í þau aftur) og fékk mér Briser.
Svo fór liðið að týnast inn í rútu og þá var okkur tilkynnt að við myndum borða þarna í Nesbúð sem var svo bara alveg ljómandi fínt, svo keyrði rútan lengri leiðina heim til að hægt væri að fara í karaoki og svo endaði þetta heima hjá Hrannari sem lét henda öllu blautu fötunum og því sem við áttum inní bílskúr og bauð í partý og þar var sungið og dansað fram eftir nóttu.
Sem sagt frábær óvissuferð þrátt fyrir veðrið.  Ég set inn nokkrar myndir af blauta fólkinu.

ps. Edda var að panta ferðasöguna en hún gerir það kannski ekki aftur þegar hún sér að ég get ekki gert langa sögu stutta.

 

23. október 2005

Það hefur nú verið frekar rólegt hjá mér undanfarið, ég fer bara í minn skóla og er misánægð með það, mér finnst reyndar ekki nógu mikið lært þar og langar til að læra að lesa sem fyrst.  Mamma fór því og keypti fyrir mig tvær kennslubækur sem heita “Geitungurinn” og eru með alls konar þrautum til að læra að beita penna og eins lestrarþrautum.  Þegar ég verð búin með þessar bækur kaupir mamma ábyggilega einhverja bók sem er eins og “Gagn og Gaman” en það er samt engin pressa á mér heldur bara ef mig langar að læra þá geri ég það, við erum ekki með kennslustundir kl. eitthvað ákveðið einhvern ákveðinn dag enda er ég ekki einu sinni orðin 5 ára þó það styttist alveg óskaplega í það.  Ég er eiginlega búin að vera að bíða eftir afmælinu mínu síðan í ágúst þegar Anna Dögg frænka mín átti afmæli.

En semsagt það styttist nú í afmælið og við erum búin að velja þemað.  Það verður “My little pony” og konurnar í Partýbúðinni ætla að panta fyrir okkur frá útlöndum svo við getum haft það sem við viljum.
Ég er af og til að biðja um einhverja hluti sem mamma segir að ég eigi að láta fólk vita svo það geti gefið mér það í afmælisgjöf og það er td. litlir Legokubbar en ég á enga kubba núna því ég er búin að gefa gömlu stóru kubbana mína, svo langar mig heilmikið í “Spiderman” dót og svo langar mig í rólu í herbergið mitt, svona sem eru tveir hringir til að hanga í eða einhvern veginn öðruvísi sem fæst í Ikea.  Svo segir mamma að ég þurfi að fá buxur og peysur/boli því ég er farin að fá göt á allar buxur núorðið en við erum heppin að það er í tísku að hafa smá göt svo mamma lætur mig bara vera í svoleiðis buxum í leikskólanum þegar hún hefur verið löt að þvo.  Mest langar mömmu til að ég fái flauelsbuxur eða kannski flott flauelspils en mér er sko alveg sama held ég eigi alveg nóg af fötum og vill frekar alls konar dót en samt er ég farin að hafa meiri áhuga á minni dóti núna en áður, svona eins og “Playmo” og kannski “Barbie” en þó er playmoið vinsælla enn sem komið er.

Jæja að öðru, ég var í smá leik í gær með dúkkuna mína og mömmu og mamma var frænkan að passa oþh. en svo vorum við að rabba saman og þá spyr mamma mig hvað ég eigi mörg börn og ég segist eiga 10 börn og mamma segir vá þú hlýtur að hafa átt nóg af eggjum kona góð ;).  Og þá svaraði ég henni: “Já, ég átti 10 egg og maðurinn minn átti 10 þrumur svo þetta passaði alveg hjá okkur.

Fleira sem ég er farin að gera svona sætt er að ég er stundum að segja mömmu og pabba að þau séu bestu mamma og pabbi í heiminum og eins hvað ég elska þau mikið, en ég elska þau alveg til Guðs, og lengra getur það greinilega ekki orðið.  Mamma sagðist nefnilega elska mig til tunglsins og aftur til baka og þá kom ég með mína vegalengd sem toppar sko allt.

Jæja, þangað til næst.
Ykkar Ástrós Mirra bráðum 5 ára.
kjg 4.11.2005 17:09:00 Afmæli aldarinnar
Jæja þá er komið að því að halda afmæli aldarinnar!

En það er 5 ára afmæli Ástrósar Mirru og við mæðgur erum alveg að missa okkur í undirbúning og pælingar.

Það er búið að kaupa Pony hesta í Hagkaup því það á að vera Pony þema og þessir hestar eiga að fara á kökuna sem skraut.  Síðan var sérpantað úr Partýbúðinni alls konar diskar, glös, dúkar og servíettur með pony myndum á og er það allt komið og sem sagt búið að ákveða kökuna.  Ástrós Mirra er meira að segja búin að búa til boðskortin til krakkanna í leikskólanum en þau munu koma í sér afmæli á mánudaginn 14. nóvember en aðalveislan verður laugardaginn 12. nóvemeber kl. 14.

Þá eigum við bara eftir að setja saman gestalistann og senda út / hringja og bjóða í amælið.  Þráinn verður líklega í Eyjum að setja þessa glugga í íbúðina á Skólaveginum en það er bara gott að koma því frá.

Svo er konan búin að taka að sér eitthvað aukaverkefni sem hún ætlaði að dunda við að gera á kvöldin og það var tekið ofan í annað sem reyndar kláraðist á þriðjudagskvöldið en þá næ ég mér ekki á strik í hinu verkefninu sem eru þýðingar á WiseFish kerfunum okkar Maritech úr ensku yfir í Íslensku, hljómar frekar fáráðanlega þar sem við erum nú íslenskt fyrirtæki en við erum reyndar alþjóðlegt fyrirtæki og öll þróun á þessum kerfum fer fram í kanada svo það verður að þýða kerfin á okkar ylhýra tungumál.

Ég hélt ég kynni enskuna ágætlega en ég er svo lítið að nota Navision á ensku að ég þekki ekki nógu vel þessi hugbúnaðarhugtök en þá notar maður bara vinnufélagana, er það ekki?

Jæja ég er frekar andlaus núna enda klukkan bara 7.30 að morgni föstudags og við Ástrós ætlum að vera heima að vinna í dag því leikskólinn er lokaður.  Kosturinn við það er að þurfa ekki klæða sig strax, geta hangið á náttfötunum þó maður sé að vinna.
kjg Athugasemd: hæhæ ég er alveg sammála þér með heyrnina hjá Gauja, hljómar ekki nógu vel ef hún fer alveg……heheh þú andlaus já….miðað við það hvað þú skrifa mikið þá myndi ég ekki segja að þér værir andlaus….annað en ég skrifa ekki meira en nokkrar línur…..ef ég hefði hraðrita þá kæmi ég sjálfsagt með meira…..en hver veit, kannski seinna…..ég á því miður ekki videovél svo ég get ekki sent þér……en ef þú hlærð núna, þá hefðirðu átt að sjá mig á boltanum í fyrstu 10 skiptinn meira að segja ég hló og valt af boltanum enda eins rúnnuð og hann……hehehehhehehheheh….. þú mátt skila kveðju til allra og til hamingu með Ástrósu Mirru….. hlakka til að sjá myndirnar sem verða teknar kveðja Anna panna ( (,Anna Fanney) 12.11.2005 17:12:00 5 ár síðan
Ég trúi því hreinlega ekki að það séu 5 ár síðan við Þráinn fórum uppá spítala til að fá hana Ástrós Mirru með okkur heim.  Ég segi þetta svona því það var fyrirfram ákveðið að við færum í keisara þar sem litla stúlkan (við vorum alltaf viss um að þetta væri stelpa) var sitjandi montrass.
Það var búið að reyna að snúa henni en hverjum hefur tekist að snúa “Sporðdreka”  ekki mér og það tókst heldur ekki í þetta sinn, þannig að við áttum tíma í keisara kl. 7 að morgni 14. nóvember 2000.

En sem sagt í dag á að halda uppá 5 ára afmælið og ég er búin að vera að undirbúa það síðustu vikur og alla vega vera mjög upptekin alla þessa viku.  Ég geri voða mikið úr öllu svona og ræð ekki við neitt nema vinna og undirbúa afmæli.  Svo er ég kannski ekki að gera neitt.

Ég til dæmis bað ömmu að baka möffins og mömmu að baka pönnukökur og svo bað ég Sigrúnu frænku að koma kl. 13 til að hjálpa mér á síðustu stundu því Þráinn er í Vestmannaeyjum og hvað svo……
sit hér núna kl. 09.52 á laugardagsmorgni, búin að dekka borðið, gerði það í gær og búin að öllu nema smyrja flatkökur, setja á eina rjómatertu og taka sparistellið fram fyrir fullorna fólkið.  Sem sagt allt tilbúið og hef ekkert að gera meðan ég drekk kaffið mitt og afmælisstúlkan er í dekurbaði (kerti og freyðibað) þannig að ég ákvað að setja nokkur orð hér niður.

Fyrir 5 árum á þessum sama tíma var ég farin að engjast sundur og saman af tilhlökkun að fá að hitta stúlkuna mína.  Og ég get sagt ykkur það að ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum með eitt einasta atriði í þessari stúlku enda var vandað til hennar og komu margir að því, gæti sem sagt ekki klikkað í svona frábærri samvinnu.

Hún er falleg, skemmtileg, gáfuð, kát og með frábæra rökhugsun.  En það sem kemur oftast upp í hugann er hvað hún er skemmtileg.  Til dæmis þá vorum við um daginn að setja inn nokkur gömul vídeó af henni í tölvuna og þar á meðal eitt (sem er reyndar á www.mirra.net) þar sem hún situr úti í glugga og er að tala við pabba sinn sem var í lyftu utan á húsinu og röddin var svo krúttaraleg og það sem hún sagði og við foreldrarnir hlógum og hljógum að þessu og hún fattaði algjörlega djókið og er oft að slá þessum brandara um sig.  Þe. hermir eftir sjálfri sér 2 ára að tala.
Svo var ég í gær að rifja þetta upp og þá leiðrétti mín mig því ég fór ekki rétt með orðin og ekki tóninn heldur.
Svo þegar við vöknum á morgnanna þá er stundum erfitt að vekja prinsessuna en um leið og hún vaknar þá er hún byrjuð að fíflast og hlæja og svo var það einn morguninn að mér fannst hún með óþarfa fíflagang og við á síðustu stundu og hún átti bara að vera að drífa og það allt.  Svo komum við í leikskólann og hún er enn í sama stuðinu og þá segir Jóhanna fóstra að það sé svo gaman að fá hana því hún sé alltaf svo glöð og kát og þá stakk það mig… og ég var að reyna að drepa gleðina niður af því að ÉG var orðin eitthvað svo sein, skamm Kristín Jóna.  En ég reyni að muna þetta núna og þakka fyrir allt það góða skap sem einkennir þetta heimili okkar.  Því eitthvað hljótum við foreldrarnir að eiga í þessu líka.

En jæja prinsessan kallar frá baðinu svo það er best að þvo henni um hárið og gera fína.

 

13. nóvember 2005

Þetta er dagurinn á milli tveggja afmælisveislna sem verða haldnar fyrir mig þetta árið.   Á morgun verð ég 5 ára og þá koma krakkarnir úr leikskólanum í smá afmælisveislu til mín.

En í gær var aðalveislan og þá komu fullt af gestum með fullt af gjöfum.  Nú ætlar mamma að láta reyna á hvort hún muni ekki rétt hver gaf hvað en þar sem hún var bara ein að taka á móti gestunum þá gæti eitthvað hafa skolast til en það er ekki illa meint heldur er minnið hennar mömmu bara ekki betra en það hefur ekkert með aldurinn að gera því hún mamma mín er kornung.

Frá mömmu og pabba fékk ég Playmobil hestabúgarð.
Ég fékk ferðaeldhús frá Silju og Söru og fékk það meira að segja fyrirfram því Konný var hér um síðustu helgi og hún sagði að mamma mætti láta mig hafa gjöfina fyrir afmæli.
Svo fékk ég töffarapeysu frá Már afa og Teddu, hún er svona dökkgræn með merkjum á.
Frá Auði ömmu og Sigga afa fékk hvíta spariskó, bleikar leggingsbuxur og bol og bleikt utanyfirvesti rosaflott.
Frá ömmu Steinu fékk ég pening sem mamma ætlar að setja í bankann.
Frá langafa og langömmu fékk ég líka pening í banka og hring.
Frá Eddu ömmu fékk ég nærfatasett, sokkabuxur í stíl við töffarapeysuna frá Már afa og litabók og geisladisk með alls konar litabókamyndum á sem hægt er að prenta út.
Frá Sigrúnu ömmu nr. 5 og Kollu frænku fékk ég stóran kubbakassa og lítið dót sem við vitum ekki hvað heitir en það er svona næstum eins og að perla og svo er hægt að kveikja á því þá lýsa perlurnar í myrkri rosa flott.
Frá Hugrúnu, Baldri og Lenu og Diljá fékk ég flott bleikt rúmfatasett og rúmteppi eins ásamt náttkjól rosa síðum og flottum með Bratz mynd.
Frá Victori og Klöru Rún fékk ég sent frá Danmörku bleikt flauelispils, og skyrtu með vesti svona fast saman og sokkubuxur mjög smart og ég ætla að vera í því í afmælinu á morgun ef það passar á mig.
Frá Kristófer og Alexander fékk ég kubbakassa svo nú á ég nóg til að byggja höll.
Frá Birtu og Andra fékk ég bók sem heitir Mamma Mö rólar, spennandi bók sem mamma les vonandi fyrir mig í kvöld og svo fékk ég líka My little Pony freyðibað og því var bara stillt upp í stofunni því það var í stíl við Ponyþemað sem við vorum með í afmælinu.
Frá Önnu Dögg og ófæddu systkini hennar fékk ég rosaflottan prinsessubúning með skóm og hárskrauti ásamt fingravettlingum með svona fingrabrúðum á.
Frá Óskari Orra og Sunnevu fékk ég appelsínugulan bol og hjartahálsmen með bleikum demöntum á.
Frá Dagnýju frænku minni (dóttur Nonna bróður mömmu) fékk ég æðislega barbiedúkku með allskonar indiánahárskrauti.
Frá Runólfi vini mínum (syni Berglindar vinkonu mömmu) fékk ég minnisspil og alls konar freyðibað.
Og ef þetta er ekki mikið af flottum gjöfum þá veit ég ekki hvað.  Og svo kemur meira á morgun frá öllum krökkunum. Vá.

Núna sit ég bara og horfi á barnatímann meðan mamma skrifar þetta fyrir mig en svo ætlum við mamma nefnilega að fara að byggja saman úr kubbunum því það fylgdi bók með sem kennir manni að gera ýmislegt og ég sá einmitt í sjónvarpinu í gær þar sem grunnskólanemar voru að sýna hönnun með legokubbum og ég sagði mömmu að mig langaði að gera svona og hún sagði að þá skyldum við bara byrja að æfa okkur fyrst ég ætti svona mikið af kubbum og ekki byrjuð í grunnskóla einu sinni, þannig að líklega get ég bara orðið snillingur í kubbum.  Haldiði það ekki?

Eina sem skyggði kannski á afmælisveisluna mína var að pabbi var ekki heima, hann fór nefnilega til Vestmannaeyja til að setja gluggana í íbúðina sem við vorum að selja en það átti eftir að klára þetta og hann og Gylfi Sig. eru ekkert smá duglegir og settu 5 glugga í fyrir 3 kaffi í gær og ætluðu svo að nota daginn í dag til að lagfæra að innan.  Biggi Sveins sem býr þarna á móti kom meira að segja út og sagðist nú bara verða að segja þeim að hann hafi verið að fylgjast með þeim og trúði ekki eigin augum að þeir væru búnir að skipta um alla gluggana, hann hefði nú aldrei séð svona hratt og vel unnið.  Húrra fyrir pabba mínum og Gylfa enda örugglega verið líka gaman hjá þeim, þeir eru svo miklir grallarar þegar þeir eru saman.

En jæja gott fólk ég er nú búin að segja ykkur svona aðeins frá afmælinu mínu en á þó eftir að segja að við vorum sko með rosaflott veisluborð og við krakkarnir lékjum okkar bara saman og höfðum gaman í veislunni og vonandi að fullorðna fólkið hafi notið þess líka.  Mamma saknaði þess aðeins að geta ekki mikið sest niður og spjallað en gestirnir spjölluðu nú bara sjálfir saman og skemmtu sér vonandi bara vel.

Ég segi bara við ykkur öll

TAKK FYRIR MIG!
Ykkar Ástrós Mirra.

Hlátur er staðbundinn, bros breiðist yfir allt andlitið. (Chazal)

 

kjg 13.11.2005 18:05:00 Hvernig tröll er ég?
Viðskiptajöfur

Þú ert nýjungagjörn, yfirveguð félagsvera.
Það fyrsta sem viðskiptajöfurinn hugsaði þegar Ólafur og Dorrit trúlofuðust var hvaða áhrif það myndi hafa á gengi íslensku krónunnar. Honum finnst Donald Trump vera svalur… líka peningaklemmur. Hann ætlar, er, var eða vildi að hann hefði verið í Versló – en ekki söngleiknum.

Viðskiptajöfurinn tekur ákvarðanir með heilanum en ekki hjartanu og þarf að hugsa sig um þegar einhver spyr hann: “Peningana eða lífið!?” Hann hefur stáltaugar og getur lagt allt undir og í framtíðinni verður viðskiptajöfurinn annað hvort moldríkur – eða staurblankur.

Það er toppurinn að vera í teinóttu.

Hvaða tröll ert þú? kjg 15.11.2005 19:11:00 Eftir 5 ára afmæli
Þá er búið að halda tvisvar uppá 5 ára afmælið hennar Ástrósar Mirru og gekk það bara rosalega vel en samt hefur konan verið eitthvað eftir sig því í dag sat hún með fartölvuna í fanginu og var að vinna við þýðingar á WiseFish kerfum Maritech en þau eru hönnuð á ensku og þarf svo að þýða á íslensku, en já meðan ég sat þarna og var að þýða þá bara allt í einu dottaði ég …..

já ég segi satt og rétt frá ég dottaði fyrir framan tölvuna í nokkrar sekúndur …. man bara ekki eftir að það hafi nokkurn tíma komið fyrir mig áður.

En vitiði hvað… ég trítlaði bara inní rúm og stillti gsm símann á hálftíma og lagðist uppí, blundaði nú ekki beint en hvíldist þó eitthvað og fór svo og sótti 5 ára skvísuna mína og hélt áfram að vinna.

Hellti reyndar uppá kaffi, kannski það hafi bjargað þessu.

Gleðigjafinn minn litli er að leika við pabba sinn hér við hliðina á mér og syngur “Upp með brækur niður með….”  eitthvað aðeins brenglast textinn en flottur samt.

That’s all

 

20. nóvember 2005

Jæja gott fólk, þá hefur 5 ára afmælinu mínu formlega verið lokið og ég búin að fá tvær afmælisveislur og ekkert smá gaman.
Ég var nú búin að segja ykkur frá fyrri veislunni þegar afar, ömmur og annað skyldfólk kom en svo héldum við á mánudaginn aðra veislu fyrir 12 leikskólakrakka og sem betur fer var pabbi kominn frá Vestmannaeyjum.
Það komu allir krakkarnir á minni deild nema Sóley Lilja því hún var lasin og ég sem ætlaði að hafa spidermann köku bara fyrir hana ;(  en allavega krakkarnir mættu og öll með fínar gjafir handa mér, mamma man ekki nógu vel hvað hver gaf en fínar gjafir voru það og krakkarnir öll svo fín og sæt og glöð.
Þegar allir voru komnir þá fórum við að drekka og mamma kveikti á blysi á kökunni (þið getið séð það undir myndbönd) og það var æðislegt og svo sungu krakkarnir fyrir mig.
Svo fórum við að leika og svo setti pabbi á Shrek og við fengum íspinna og áttum að fara að horfa en það voru sumir krakkar sem gátu ekki eirt sér svo þau fóru bara inní herbergi að leika og það var bara allt í lagi, sumir voru að horfa og sumir voru að leika.
Svo fórum krakkarnir kl. 7 og mömmu og pabba fannst voða gaman að hitta allar mömmurnar og pabbana líka þannig að það var bara mjög gott.

Og nú er ég sem sagt orðin 5 ára.

Í dag ætla mamma og pabba að bjóða mér á skauta, ég veit ekki af því en þar sem það er mamma sem skrifar þetta þá get ég sagt ykkur frá því áður en ég veit það sjálf, svolítið flókið en samt ekki.
Mamma heldur að ég muni hafa gaman af því að fara á skauta og vonandi að þeir leigi nógu litla á mig.  Svo fer ég í kvöld út að borða með Önnu Dögg og þeim þau eru að bjóða okkur á Caruso, voða spennandi.

En nóg í bili
Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra

 

kjg 20.11.2005 10:01:00 Dresskóti eða Skilyrtur fatnaður á vinnustað
Ég held ég verði að tjá mig hér um þetta fyrirbrigði því ég rökræddi í gær bæði við Klöru systur og eins Þráin um þessa hluti.

Ég verð nefnilega svolítið heit í svona umræðum.

Umræðuefnið er að á mörgum vinnustöðum er bannað að vera í gallabuxum.  Að öðru leiti eru reglurnar óljósari og talað um snyrtilegan klæðnað oþh.  sem er sjálfsagt mál.  Allir eiga að vera snyrtilegir í vinnunni en ekki má ganga í einni tegund buxna.

Bíddu er einhver kall eða kelling þarna á toppnum sem finnast gallabuxur ljótar og ákveður þetta.  Af hverju er ekki ákveðið að ekki megi vera í grænum stretsbuxum (mér finnast stretsbuxur ljótar).  Það má nefnilega vera í kakíbuxum (þannig að ekki er það efnið, því gallaefni er bara kakíefni) það má vera í bláum terlínbuxum svo ekki er það liturinn og því spyr ég hvað er það við gallabuxur sem veldur því að aðeins þær mega ekki koma inn á vinnustaðinn.  Ég tel mig vita það en er samt ekki sátt.

Í gamla daga voru gallabuxur huti af fatnaði verkamannsins og ekki vilja þessir sem ákveða svona fatareglur láta fólkið af götunni halda að þeir borgi svo léleg laun að starfsfólkið verði að ganga í vinnumannafatnaði og því hafa þeir sett svona reglur.  Því það eru í raun engar aðrar reglur um þetta, restin af þeim er svo loðin að auðvelt væri að fara í kringum það.  En nei ekki GALLABUXUR og þó eru þær sá fatnaður sem mest er í tísku núna.

Ég veit ekki hvernig stendur á því að ég æxlaðist á vinnustaði sem treystir sínu starfsfólki til að koma snyrtilegt í vinnu án þess að taka út úr fataskápnum þeirra eina tegund fata, en mikið er ég fegin.

En nú megið þið ekki misskilja mig og halda að ég sé á móti td. skólabúningum því það er ég ekki og er meira að segja frekar hlynnt því, vegna þess að börn mismuna hvort öðru eftir klæðnaði og þá er það nú meira eftir einhverjum merkjum (sem mér tekst nú aldrei að læra og því segi ég aumingja dóttir mín þegar hún fer að biðja móður sína um eitthvað ákveðið merki) ég vil að börnin verði metin að eigin verðleikum en ekki efnum og smekk foreldranna og því er ég hlynnt skólabúningum.

Ég er alveg þokkalega sátt við að fyrirtæki séu með einkennisklæðnað á sínu starfsfólki og skaffi hann þá því það er mjög huggulegt að sjá svona heildarsvip á starfsfólki og fyrirtækinu.  Mér td. fyndist sniðugt að fyrirtæki eins Maritech gæfi starfsfólkinu fallegar peysur með logoinu (því það er ekki minna mikilvægt að það sjáist að við séum starfsmenn fyrirtækisins) og þegar við færum út í bæ eða á fundi þá tækjum við þessar peysur með okkur en að ákveða það einar buxur sem ég á séu ekki við hæfi en aðrar séu það, er algjörlega út í hött.

Þegar ég var 17 ára framhaldsskólanemi í Eyjum þá var bannað að koma í gallabuxum á ball í Höllinni og við vorum ekkert smá brjáluð yfir því krakkarnir í Framhaldsskólanum því gallabuxur voru í tísku þá og alltaf þurfti maður að skilja flottustu buxurnar eftir heima þegar farið var á ball.  Mjög ósanngjarnt eins og Ástrós Mirra myndi kalla það.

En við ákváðum að mótmæla þessu og skrifuðum bréf og fleiri bréf og báðum um fundi með rekstraraðilum Hallarinnar og þar kom td. fram að ein ástæða þess að ekki væri hægt að segja við dyraverðina að þeir ættu að meta snyrtilegan fatnað frekar en að allt er leyfilegt nema gallabuxur væri vegna þess að það væri svo erfitt fyrir þá.  Sem sagt bottom line bönnum frekar eina tegund fatnaðar í stað þess að nota commen sense.

En með þrjóskunni og ákveðninni tókst okkur að fá þá til að breyta þessum reglum með því skilyrði að ég væri í eina til tvær helgar með dyravörðunum til að leiðbeina þeim hvað væri snyrtilegur klæðnaður og hvað ekki hvort sem það væru gallabuxur eða ekki.  Þeir stóðu sig nú ekkert rosalega vel dyraverðirnir og ég sá að þeir ætluðu að hleypa inn strákum í slorgalla en það voru ekki gallabuxur og svo kom stelpa í rosalega flottum gallabuxum þá voru þeir bara ekki vissir hvað þeir ættu að gera.

Sem sagt “The bottom line is” þegar þú ekki treystir starfsfólki þínu til að klæða sig snyrtilega og sjálfum þér til að meta hvað er snyrtilegt burtséð frá eigin smekk, þá skaltu frekar bara skaffa búning á liðið.

kjg Athugasemd: Mikið er ég óskaplega sammála þér. Þoli ekki svona vinnustaði sem setja reglur um að ákveðin föt séu ekki við hæfi. Þekki nokkra vinnustaði sem banna gallabuxur en láta síðan allt starfsfólkið ganga í venjulegum flíspeysum með logoinu á reyndar. En flísfatnaður hefur hingað til talist útivistarfatnaður þó það sé líka að breytast, ég hef reyndar sjálf ekkert á móti flísi. Eðlilegast er að fólk sé snyrtilegt og líði vel og klæði sig eftir veðri hér á klakanum. En ég ætlaði ekki að hafa þetta jafnstórt comment og greinin hjá þér er, svo ég lík þessu núna, þó ég gæti haldið endalaust áfram með þetta spjall (,Konný) 24.11.2005 21:29:02 Afslöppun á aðventunni
Jæja þá er aðventan að skríða í garð og spurning hvort maður nái að hafa hana afslappaða eða ekki.  Það er nefnilega alltaf ætlunin en tekst ekki alltaf sem skildi.
Við erum nú að fara til Eyja á morgun og ætlum að stoppa bara helgina, aðallega til að kíkja á pabba kallinn í nýju íbúðinni sinni og færa honum jólagardínur sem hann bað okkur að kaupa fyrir sig.
Svo ætlum við náttúrulega að kíkja á eitthvað að fólki og Ástrós er búin að panta að fá að gista eina nótt hjá Konný og vinkonu sinni henni Söru Rún og Konný samþykkti það.

Nú  svo erum við hjónin að fara til Dublin aðra helgi og Ástrós Mirra verður hjá Kristófer vini sínum og Klöru og þeim öllum.  Þá helgi verða tónleikar hjá öllum kórum í Hafnarfirði og þar á meðal litla kórnum á leikskólanum Smáralundi sem Ástrós Mirra er í.  Og við foreldrarnir missum af því   en Klara verður staðgengill okkar svo það hlýtur bara að ganga vel.

En við ætlum sem sagt að skemmta okkur í Dublin og fá okkur einn pindara og dine with the locals og það allt saman.

Nú svo helgina þar á eftir er jólahlaðborð hjá Maritech og Paparnir að spila og fjör og við verðum þá að passa Kristófer svo mér sýnist aðventan byrja með trompi en svo vona ég að þetta verði búið og við förum að einbeita okkur að jólunum og undirbúningi þeirra.

 

28. nóvember 2005

Þá erum við komin aftur frá Vestmannaeyjum og það var skemmtileg ferð, ég fékk að leika við hana Söru frænku mína og fara með henni í leikhúsið að sjá skilaboðaskjóðuna og það var mjög gaman.
Svo var ég búin að undirstinga Konný með það að ég fengi að gista hjá henni eina nótt og mamma og pabbi EKKI, heldur bara ég og ég fékk það og fannst greinilega mjög gaman.  Það er öðruvísi þegar maður velur það sjálfur heldur en að vera í pössun.
Annars finnst mér alltaf gaman hjá Konný og kisunum og stelpunum og að sjálfsögðu hjá Markúsi líka en hann var ekki heima núna.  Svo var ég líka að leika við ömmu Steinu, ég bjó til svona skógaferð þar sem við sátum á gólfinu með köflóttan dúk og ýmislegt fleira flott og létum hugmyndaflugið njóta sín.  Það var gaman.

Á leiðinni til baka heim með Herjólfi kom dálítið skondið fyrir, mamma og pabbi vildu að við værum öll í koju og ég átti að reyna að sofna en gat það ekki og bað pabba að segja draugasögu.
Hann sagði eina sem var ekkert hræðileg, um einhvern ánamaðk og öngul og ég var ekkert ánægð með hana og sagði pabba það svo hann spurði hvort ég vildi þá ekki segja draugasögu sem ég var sko alveg til í.
“Einu sini var lítil stelpa að labba úti á götu og þá heyrir hún hvíslað” segi ég og þá allt í einu heyrist í kallkerfi skipsins “Góðir farþegar þeir sem eiga ósóttar pantanir á klefum eru vinsamlegast….”
Og mamma og pabbi sprungu úr hlátri og sögðu að ég væri með flottustu effectana.  En ég var ekki alveg að skilja þetta og er ekki enn og vill ekki að þau séu að segja þessa sögu og hlæja að mér þannig að mamma skrifar hana hér og þið segið engum frá þessu, og talið ekkert um það. OK?

Jæja gott fólk það er komið eitthvað að nýjum myndum hjá mér og svo vitið þið að mamma er komin með fullorðinsblogg á hliðarsíðu hjá mér.  Þið sjáið hana ef þið farið í gestabókina mína og meðan þið eruð þar þá skulið þið nú endilega kvitta fyrir ykkur.

Þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra

 

 

 

kjg 28.11.2005 20:33:00 Dine with the locals Þá erum við komin frá Eyjum og erum á leið til Dublin um næstu helgi.

Hjónakornin eru búin að ákveða það að fara út á föstudagskvöldinu og kíkja á pöbb “Dine with the locals” og fá sér einn pindara og fleira í þeim dúr.
Síðan ætlum við nú aðeins að kíkja í HM og jafnvel að láta það duga af búðarrápi en slaka frekar aðeins á fyrir aðventuna á Íslandi (ekki að maður þurfi að hvíla sig fyrir hana og þó) kannski brjótum við þetta allt saman og eyðum fullt af tíma í búðarráp og hittum enga innfædda, en ég á nú ekki von á því.

Ætlum alla vega að njóta ferðarinnar og vonum að Ástrós Mirra njóti þess að vera hjá Kristófer vini sínum og hans fjölskyldu.

Mér finnst reyndar frekar erfitt að gera ekki farið á tónleikana hjá Ástrós Mirru á laugardaginn en Klara verður okkar fulltrúi og vonandi tekur einhver þetta upp á vídeó svo við getum séð.

Annars bara allt við það sama
kjg Athugasemd: ég hef bara aldrei vitað af þessu bloggi, mun kíkja reglulega (,Anna Sif) Athugasemd: Hæ, góða skemmtun í Dublin…. (,Íris)

5.12.2005 11:38:00 Komin frá Dublin
Þá erum við komin frá Dublin úr frábærri ferð sem við fórum með Gluggum og Garðhúsum.  Ég hef ekki hlegið svona mikið í langan tíma, við vorum meira að segja farin að velta því fyrir okkur hvort við gætum ekki farið að selja “Endorfín” úti á næsta götuhorni.  Og einum datt meira að segja í hug að fólk gæti gert góð kaup hjá okkur og fengið vaskinn til baka á flugvellinum.

Og nú skilur enginn þennan brandara nema við sem vorum þarna en það gerir ekkert til.

Við byrjuðum nú á því að koma okkur fyrir uppá herbergi og drifum okkur svo bara í leigubíl í nýja verslanamiðstöð sem var opnuð fyrr á þessu ári og kíktum við þar í nokkrar búðir og keyptum eitthvað á okkur og eitthvað af jólagjöfum.

Síðan var Valgeir eigandi G & G búinn að panta borð fyrir okkur á mjög skemmtilegum pöbb með lifandi tónlist og fínum mat.  Svo kemur hann öllum á óvart með að bjóða okkur þessa máltíð, flott hjá Valgeiri og Öggu konu hans sem reyndar lá á spítala hér heima.  Svo endaði þetta kvöld uppá hóteli þar sem hljómsveit spilaði og við sungum og dönsuðum fram eftir nóttu.

Mætt í morgunmat kl. 9.30 daginn eftir og alveg þokkaleg til heilsunnar búin að taka inn smá panodil til að verða ekki þunn.  Borðuðum sem sagt  morgunmatinn og fórum aftur uppá herbergi og ég ætlaði að reyna að leggja mig aðeins en það tókst ekki svo við drifum okkur út í Henry’s Street að kíkja á mannlífið og fleiri búðir.  Fundum eina mjög ódýra þar sem hægt var að fá boli og nærföt fyrir slikk, keyptum helling (á okkar mælikvarða) þar og fórum svo bara með það uppá hótel og hentum inn og fórum svo út aftur.  Duttum inní dótabúð og keyptum helling af dóti handa Mirrunni og meira að segja “Baby Born” baðið sem er algjör hittari í dag.  Það er reyndar jólagjöf frá ömmu Maddý en hún fékk það strax í morgun því það var í svo stórum kassa að best var að afhenda það strax og daman ekkert smá ánægð.  Baðið kostaði 35 evrur þarna en kostar 5.990 hér heima svo þið sjáið að það munar sko talsvert á verði.

Eitthvað af þessu dóti sem við keyptum eru nú jólagjafir frá Má afa, Maddý ömmu og Ömmu Steinu til Mirrunnar okkar og svo keyptum við jólagjafir handa öllum krökkunum sem eru undir 10 ára aldri þannig að við erum aðeins búin að létta okkur jólagjafainnkaupin.

Á laugardagskvöldið var svo sjálf Árshátíðarmáltíðin og það var mjög fínn matur og skemmtilegt kvöld, eftir matinn fórum við bara uppá hótel og vorum að vona að hljómsveitin væri að spila en það var ekki svo við enduðum nokkur á næturklúbbi og dönsuðum þar til 2 um nóttina og fórum þá heim og sváfum vel til kl. 8 og vorum mætt í morgunmat kl. 9 því stefnan var tekin á Gospelmessu í kirkju þarna rétt hjá.  Það var einn í hópnum sem vissi af þessari kirkju og ætlaði að fara og bauð okkur Þráni með og við hugsuðum “Því ekki” og þetta var bara mjög skemmtilegt.  Alveg ótrúlega flott músík og ég söng hástöfum með, geyspaði reyndar aðeins undir ræðu prestsins og var frekar fegin að hann vissi bara að við værum frá Íslandi en ekki að við værum þarna til að versla því innihald ræðunnar var jólin og allt sem við viljum kaupa oþh.  Háir vísareikningar osfrv.  Þannig að við hefðum ekki litið vel út þarna með útsprengdar ferðatöskur.

Söngkonan í hljómsveitinni hljómaði mjög líkt og Sined O´Connor og tónlistin var æðisleg.  Jæja svo löbbuðum við um bæinn og fengum okkur að borða og keyptum einar gallabuxur og náðum að villast á leiðinni heim.  Svo kom rútan kl. 16.20 og eftir það stóðum við af og til í biðröðum þar við vorum komin heim til okkar í gærkvöldi.  Það var mjög gott.

Og yndislega litla dóttir okkar lá sofandi í rúminu sínu með brúðarmynd af mömmu sinni og pabba því Klara sagði að þegar hún kom heim þá hélt hún að við værum komin og saknaði okkar svo þegar hún uppgötvaði að svo var ekki.

Í dag erum við mæðgur bara að dóla okkur og hafa það rólegt og gott heima í fríi.
kjg 15.12.2005 17:01:00 Jólaundirbúningurinn
Jólin, jólin, jólin koma brátt….

Það er með ólíkindindum hvað þessi tími líður hratt og hvað einhvernveginn getur verið mikið að gera hjá manni alveg sama hversu ákveðinn maður er í því að slaka á, á aðventunni.

Ég td. er að gera eitthvað vegna jólanna á hverjum degi… halló ég keypti flest allar gjafirnar úti í Dublin hvað get ég verið að gera svona mikið?  Ég skil það ekki sjálf og þá ætlast ég ekki til að þið skiljið það og þó…

Einhvern veginn hleður þetta uppá sig en svo verð ég nú líka afsaka okkur því við fórum til Dublin eina helgi og þá næstu vorum við með Kristófer og fórum í klippingu og strípur og jólahlaðborð og þá er bara ein helgi eftir.  Þannig að allur undirbúningurinn hefur verið á virkum dögum.

En vitiði hvað?  Við hjónin ætlum að vera með kaffiboð á nýársdag fyrir systkyni og foreldra, frekar gamaldags eða hvað?  En þó spennó aðallega hvað mæta margir í þynnkunni eftir Gamlárs!

17. desember 2005

Úff nú er sko orðið langt síðan ég hef skrifað einhverjar fréttir hér að ég held ég verði bara að skamma hana mömmu mína.

En eftir Vestmannaeyjaferðina þá fór ég næstu helgi á eftir í pössun til Kristófers því mamma og pabbi fóru til Dublin með pabba vinnu.  Þau skemmtu sé mjög vel og keyptu fullt af gjöfum handa mér en margar þeirra eru jólagjafir svo ég veit ekkert hvað það er.  En aðalatriðið var samt BabyBorn baðið handa henni Silju minni sem er samt jólagjöf frá Maddý ömmu en ég fékk hana samt strax því ég var búin að vera svo spennt fyrir þessu baði.
Eitthvað af fötum fékk ég líka en nenni ekki að tala um það.

Helgina þar á eftir (síðustu helgi) var Kristófer hjá okkur og Kolla frænka passaði okkur svo á föstudagskvöldinu því mamma og pabbi fóru á jólahlaðborð.  Það var mjög gaman og við vorum algjör krútt að sofa saman á dýnunni (sjá myndir) og svo mætti fyrsti jólasveinninn þegar Kristófer var hjá mér og við fengum alveg eins frá honum, jólabók og kinderegg.
Svo fékk ég Tússliti með lykt og límband og svo spiderman bol, litla dúkku sem er búðarkona í gær og playmodúkku með blóm og innkaupakerru og mandarínu í morgun.

Jæja svo eru jólin að koma og ég er búin að vera í alls konar jólastússi, hélt tónleika með kórnum mínum meðan mamma og pabbi voru í Dublin og það gekk voða vel, svo var jólasýning í fimleikunum um daginn og vitiði hvað?  Ég er að spá í að fara frekar í handbolta hjá henni Hrabbý sem var einu sinni fóstra á leikskólanum mínum því ég held að ég fái að hreyfa mig meira þar en í fimleikunum, í fimleikum er ég alltaf að bíða í röð á eftir 12 öðrum stelpum og ég þarf á meiri action að halda.
Mamma fór meira að segja og spurði Ingu Fríðu leikskólastjóra hvað henni fyndist og hún var alveg sammála mömmu að handboltinn myndi ábyggilega vera góður fyrir mig, líka það að læra að vera í hóp en ekki alltaf ein að gera hlutina eins og í fimleikum.

Í dag ætlum við mamma bara að vera heima því ég er með svolítið stíflað nef og mamma vill alls ekki að ég verði lasin á jólunum og veðrið úti er líka alveg brjálað.  Ég er að undibúa afmælisveisluna hennar Silju og er að pakka inn fullt af gjöfum handa henni og svo ætla ég að leggja á borð ofl. og bjóða ömmunni í afmælið á eftir.  Kannski kemur líka Helga Rós í heimsókn til mín, hún var að biðja um það í gær og þá verður þetta bara góður dagur og mamma ætlar að reyna að vinna svolítið eitthvað sem hún hefur verið löt við undanfarið og kannski fáum við okkur bara kakó og piparkökur.

Eitt að lokum, við mamma vorum að horfa á “Batchelorinn” í fyrrakvöld og hann var þarna að fara að velja hringa handa stelpunum og þá fór ég að spá í hvað hann væri að gera og af hverju.  Mamma sagði mér að hann ætlaði að velja á milli tveggja stelpna til að verða kærastan hans og þá segi ég:
“Oh, mamma.  Ég er ekki viss um að ég geti valið annan hvorn Davíð eða Aron Breka þegar ég er orðin stór.”

Þangað til næst
Ykkar Ástrós Mirra

 

kjg 22.12.2005 18:53:40 Allir kátir
Jæja eru ekki allir kátir því jólin eru að koma?
Alla vega eru allir kátir á mínu heimili en ekki eins hraustir og þeir ættu að vera.  Ástrós Mirra er búin að vera lasin í tvo daga og við vorum að vissu leyti bara ánægð með það þar sem hún hefur nokkrum sinnum verið lasin á gamlársdag og aldrei verið vakandi um áramót þannig að okkur langar til að hún upplifi það núna, en þá er Þráinn dottinn í pest líka og liggur bakk í rúminu, hvers á ég að gjalda?

En þetta verður rokið úr kallinum á morgun eða rýkur úr honum við að borða skötuna hjá afa og ömmu en þau eru með sína árlegu skötuveislu á Þorláksmessu.  Þó ég borði ekki skötuna þá mæti ég með mínum manni og barni og við ÁM fáum okkur bara saltfisk og rauðvín.  Því afi vill endilega bjóða uppá “svona rauðvín, það þykir víst svo flott”.

Ég er búin að öllu núna, var að koma úr stórri innkaupaferð og kláraði allt, meira að segja bókasafnið.  Ég var eiginlega ein þar, enginn greinilega í svona rólegheitum eins og ég.  Ha ha, það gerir rodiolað og það að hafa verið með ÁM veika heima í dag og geta skúrað og gert allt fínt í dag.

En alla vega ætlum við að njóta jólanna og verðum með okkar árlega hamborgarahrygg og humar í forrétt sem Markús gaf okkur um daginn.  Namm, namm.   Svo endum við á franskri súkkulaðitertu og jólaís frá Emmess.  Ég fæ nú bara vatn í munninn.

Nú nú síðan förum við til mömmu á jóladag og þar verður síld oþh. og svo hangikjöt að gömlum og góðum sið og á sama tíma verður jólaboð hjá Önnu og Snorra og kíkjum þangað líka.  En á annan í jólum ætlum við að kúra heima og hafa það huggulegt, kveikja á kertum og spila og lesa góða bók.  Þá verða jólin alveg fullkomin.

Jæja elskurnar mínar.

Gleðileg jól og njótið alls.

 

kjg 31.12.2005 00:00:00 Fréttir af Mirru Skottu frá 2005 25. desember 2005

Jóladagur

Gleðileg jól og takk fyrir mig.
Ég fékk alveg fullt af æðislegum gjöfum í gærkvöldi.  Ég var nú frekar róleg í allan gærdag að því er mömmu og pabba fannst og náði að leggja mig um daginn þannig að ég var ekkert syfjuð þegar við fórum að borða en það var eitthvað að.

Ég var búin að vera að segja við mömmu að ég þyrfti að gubba en gat svo ekki gubbað og svo átti að fara að borða þá vildi ég ekki neitt, hvorki humarinn, né hamborgarhrygginn og endaði svo á að hlaupa inná klósett og kasta upp, heilmikið.  Pabbi hélt að ég væri með flensu en mamma sagði að þetta væri ábyggilega spenningur í mér því ég hefði virkað svo róleg og ólgan væri greinilega öll innan í mér og það var við manninn mælt, mér batnaði um leið og við fórum að opna pakkana og þegar það var búið bað ég um að fá að borða því ég var svo svöng, hjúkk að ég var ekki veik, heldur bara svona spennt.
Kvöldið hjá okkur var samt mjög gott, ég stjórnaði þessu vel og hjálpaði mömmu og pabba ef þau voru eitthvað að dunda þetta.  Pabbi var alltaf að spyrja hvort við ættum ekki að taka pásu, ég hélt nú ekki við gætum alveg haldið áfram. En reyndar voru síðustu tveir pakkarnir svolítið lengi að opnast því þá var ég búin að fá svo mikið að gjöfum að ég var orðin hálfringluð.

Ein gjöf var þó greinilega flottust og hitti í mark en það var hesturinn sem hneggjar og labbar og er með knapa frá Auði ömmu og Sigga afa.  Greinilega keypt í Ameríku, því þar fæst svo margt sniðugt dót.

Annars var ég mjög ánægð með allt og fegin að fá lítið af fötum, mér finnst það ekkert skemmtilegt en mömmu fannst fínt að ég fengi eina peysu og náttföt.

Í dag ætlum við að hafa það huggulegt hér heima fram eftir degi og förum svo í jólaboð til Auðar ömmu og þar hittum við öll systkynin hennar mömmu og þeirra krakka og á sama tíma eða klukkutíma seinna er jólaboð hjá Snorra frænda og við ætlum að kíkja þangað líka og hitta þá alla ættingjana hans pabba, gaman gaman. En svo á morgun er stefnan tekin á slökun og kannski bíó.

Enn og aftur gleðileg jól öll sömul og njótið ykkar vel.

Þangað til næst,
Ykkar Ástrós Mirra

31.12.2005 13:35:00 Nú árið er liðið…. Nú er árið alveg að líða, þetta ár 2005 hefur bara verið fínt á heildina litið.  Óvenjumikið um ferðalög á minni fjölskyldu þetta árið eða tvisvar farið erlendis.  Í janúar fórum við til Kanaríeyja og var heimasætan með í för ásamt Kollu frænku.  Nú og svo fórum við hjónin með “Gluggum og Garðhúsum” til Dublin í byrjun desember sl.

Þessi ferðalög hafa gert það að verkum að við erum ákveðin í að fara til sólarlanda næsta sumar og meira að vorum við að skoða auglýsingu um ferðir til Tenerrife á Kanarí en við ætlum að skoða það aðeins betur áður en við pöntum.
Það er kannski spurning hvort við ættum að reyna að fá einhvern með okkur eða hvort við ættum bara að fara 3 okkur hefur nú alltaf liðið voða vel saman fjölskyldunni.  Til dæmis í kvöld þá ætlum við að vera 3 heima og borða góðan mat, skjóta upp flugeldum og horfa á sjónvarpið og horfa svo á stærstu flugeldasýningu í heimi út um svefnherbergisgluggann okkar á miðnætti.  Síðan fer heimasætan að sofa og þá ætlum við hjónin í karaóki og skemmta okkur eitthvað frameftir nóttu og vakna svo kát og hress á morgun og vera með nýjárskaffi fyrir fjölskyldur beggja.  Svona týpískt ömmukaffi.

En meira að áramótauppgjöri.  Þráni hefur gengið mjög vel í sinni nýju vinnu og er bara mjög ánægður.  Ég kann afskaplega vel við nýju eigendurna og almennt alla sem vinna með honum alla vega hef ég ekki hlegið svona mikið í mörg ár eins og ég gerði í Dublinarferðinni.  Það segir nú sitt.  Frábær ferð með góðu fólki.
Nú í minni vinnu hefur gengið mjög vel líka, reyndar var As400 deildin seld með einum manni og einni mús (Tóti og Ólöf) en ég og Maggi The urðum eftir í Maritech (hjúkk) og þar með hef ég getað einbeitt mér meira að Navision og As400 ekki að trufla.  Svo er ég áfram leyfislöggann á staðnum og sinni því að mikilli röggsemi enda skilst mér að stundum hafi verið kvartað yfir að ég færi of mikið eftir bókinni en það þykir líka mjög jákvætt en ég vann náttúrulega við það að lagfæra öll leyfismál fyrirtækisins og hef ekki áhuga á að lenda í því aftur.  Svo er ég náttúrulega alltaf að læra eitthvað nýtt á hverjum degi og það er það sem gerir starfið skemmtilegt.  Ég vinn líka með frábæru fólki og líkar mjög þarna.

Ástrós Mirra er komin í skólahóp á leikskólanum en það er undanfari 6 ára bekkjar, þá er þeim kennt að labba í skólann og svona aðeins verið að fara með þau út úr þessu mjög svo verndaða umhverfi sem leikskólinn er.  Þau fara mikið í vettvangsferðir og heimsóttu skólann sinn oþh.  Hún er mjög ánægð fyrir utan að það er ein stelpa alltaf að hrekkja og það finnst henni mjög leiðinlegt.

Við tókum eldhúsið okkar allt í gegn á árinu og skiptum um innihurðir en þetta verkefni teygir sig á árið 2006 því enn vantar hurðina fram á stigagang og enn vantar flísarnar á milli í eldhúsinu vegna þess að enn vantar einn skápinn í innréttinguna.  Þetta byrjaði allt fínt en þegar fólk fór að fara í sumarfrí í þessum fyrirtækjum sem við versluðum við þá fór allt fjandans til, og erfiðlega hefur gengið að fá það lagfært.  En við erum vongóð.

Á árinu 2006 langar okkur að fá okkur annan bíl, því við erum svolítið þreytt að vera bara á einum bíl og svo langar okkur að girða pallinn flotta í bústaðnum okkar og njóta þess að vera þar í sumar.

Næsta haust fer svo litla heimasætan í skóla (ég trúi ekki hvað tíminn líður hratt)

Jæja ég ætla að láta þetta gott heita í bili, sjáumst og heyrumst á nýju ári og njótum lífsins.

Gleðilegt nýtt ár
og takk fyrir það gamla.

Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Mirrublogg árið 2013

Mirrublogg árið 2012

Mirrublogg árið 2011

Mirrublogg árið 2010

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.