Allir kátir


Jæja eru ekki allir kátir því jólin eru að koma?
Alla vega eru allir kátir á mínu heimili en ekki eins hraustir og þeir ættu að vera.  Ástrós Mirra er búin að vera lasin í tvo daga og við vorum að vissu leyti bara ánægð með það þar sem hún hefur nokkrum sinnum verið lasin á gamlársdag og aldrei verið vakandi um áramót þannig að okkur langar til að hún upplifi það núna, en þá er Þráinn dottinn í pest líka og liggur bakk í rúminu, hvers á ég að gjalda?

En þetta verður rokið úr kallinum á morgun eða rýkur úr honum við að borða skötuna hjá afa og ömmu en þau eru með sína árlegu skötuveislu á Þorláksmessu.  Þó ég borði ekki skötuna þá mæti ég með mínum manni og barni og við ÁM fáum okkur bara saltfisk og rauðvín.  Því afi vill endilega bjóða uppá “svona rauðvín, það þykir víst svo flott”.

Ég er búin að öllu núna, var að koma úr stórri innkaupaferð og kláraði allt, meira að segja bókasafnið.  Ég var eiginlega ein þar, enginn greinilega í svona rólegheitum eins og ég.  Ha ha, það gerir rodiolað og það að hafa verið með ÁM veika heima í dag og geta skúrað og gert allt fínt í dag.

En alla vega ætlum við að njóta jólanna og verðum með okkar árlega hamborgarahrygg og humar í forrétt sem Markús gaf okkur um daginn.  Namm, namm.   Svo endum við á franskri súkkulaðitertu og jólaís frá Emmess.  Ég fæ nú bara vatn í munninn.

Nú nú síðan förum við til mömmu á jóladag og þar verður síld oþh. og svo hangikjöt að gömlum og góðum sið og á sama tíma verður jólaboð hjá Önnu og Snorra og kíkjum þangað líka.  En á annan í jólum ætlum við að kúra heima og hafa það huggulegt, kveikja á kertum og spila og lesa góða bók.  Þá verða jólin alveg fullkomin.

Jæja elskurnar mínar.

Gleðileg jól og njótið alls.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.