Idol 11 manna úrslit

Vá ekkert smá góður þáttur í gær, mér fannst frábært þegar Einar sagði að verst að Silvía Nótt væri ekki með í þessari keppni því þá gætum við sent hana heim og leyft öllum Idol þátttakendunum að halda áfram.

Samt fannst mér nokkrir bestir og nokkrir verstir.

Ég kaus Ingó því bæði söng hann vel, og svo er þetta líka eitt af uppáhaldlögunum mínum, ég man þegar við Þráinn vorum nýbyrjuð saman ´81 þá var þetta oft spilað á böllunum, og svo síðast en ekki síst þá kaus ég Ingó því ég hef alla tíð falið fyrir svona James Dean lúkki og Oh, my god, maður gjörsamlega drukknar í augunum á Ingó.

En Ragnheiður Sara söng best og Þráinn kaus hana svo ég gæti kosið Ingó (við kjósum alltaf bara einu sinni hvort okkar).  Þetta er engin smáræðisrödd hjá stelpunni og hún var svo flott í hippabúningi og sannfærandi.

Nana er náttúrulega mitt uppáhald og stóð sig með stakri prýði, Alexander er flottur og með svo fallega rödd með fyllingu og dýpt, ég veit að hann á eftir að verða góður, hann er svo nýbyrjaður að syngja, Bríet Sunna bræðir mann nú alltaf með barnslegu og fallegu brosi.

Ína var mjög flott í gær, sama hvað Bubbi segir, Snorri var allt í lagi en ég fýla hann bara alls ekki, þoli ekki svona skrækar karlaraddir og eins finns mér hann frekar slepjulegur í útliti.

Þessi 3 sem fóru út á gólfið voru þau sem áttu heima þar ásamt kannski Elvu Björk sem var stílbrjótur keppninnar og fáráðanlegt að velja lag (þó það hafi verið á listanum) sem ekki var hippalag og eins var hún klædd öðruvísi en aðrir keppendur og átti það þá betur við lagið en hippatímabilið, þegar talað er um hippatímabil þá vitum við alveg að það er til fólk sem var ekki með sítt hár og reykti ekki hass en við erum ekki að tala um það fólk, við erum að tala um þá sem klæddust mussum, voru með sítt hár og reyktu hass og vildu frið.

Það að Angela datt út en ekki Tinna var samt ekki rétt, því Tinna átti meira að segja að detta út síðast en hékk líklega inni vegna kjaftsins á sér en þetta er söngkeppni en ekki ræðukeppni og Eiríkur var nú bara flottur í gær, þvert á það sem ég hélt að hann gæti, svo gott hjá honum.

Jæja þá er þetta búið hjá mér í bili og þá er það Júróvision…
… og Silvía Nótt, ég er búin að heyra lagið og það er flott og ég held að það gæti bara verið sniðugt að senda hana út því ekki höfum við komist langt áfram þegar við veljum vel.  Kannski er þá bara kominn tími að leika sér svolítið og hætta að taka þetta svona alvarlega.

En jæja ég missi af þessu í kvöld (á þó vídeótæki sem tekur upp) því ég er að fara á Þorrablót með G og G og það ætti að vera mjög gaman, við skemmtum okkur alla vega vel í Dublin svo núna ætti að verða framhald á því.  Ám ætlar að gista hjá Auði ömmu svo gamla settið geti sofið út á morgun (vöknum þá örugglega kl. 8) en í dag ætlum við litla fjölskyldan að skella okkur í keilu, það verður spennandi að sjá ÁM í keilu og ætla ég að taka svolítið af myndum því það er orðið langt síðan ég hef sett myndir inn á síðuna okkar.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.