Idol 10 manna úrslitin

Ja hérna, fyrir viku hélt ég ekki vatni yfir því hvað þátturinn var góður og krakkarnir allir en í gær þá máttu þau flest missa sín.  Ótrúlegt hvað þau geta floppað stundum í lagavali eða hvort sé að tímabilin henti svona misvel, það gæti svo sem verið.

Ekki vil ég trúa því að tónlistin hafi verið leiðinleg árin sem þau fæddust og NOTA BENE þau elstu voru að fæðast eftir að við Þráinn byrjuðum að búa saman svo við gætum aldurslega séð verið foreldrar þeirra allra.  Elsti keppandinn er fæddur ´79 og ég réði alveg við að vera mamma hans þó ég hafi ekki verið nema 16 þá.

Mér fannst fullt af lögum þarna flott og var ég nú sérstaklega ánægð með hann Eirík sem ég hef ekki verið hrifin af hingað til, en svei mér þá strákurinn hefur vilja og gerir eins og hann getur og hann velur lög við hæfi.  Ég sá nú bara Konný systir á dansgólfinu í denn, þegar hann byrjaði á Footloose, geðveikt danslag og mjög vinsælt ’81 – ’82.

Svo kom Elva mér á óvart og söng eins og engill og bætti upp floppið sitt frá því í síðustu viku þegar hún sveik lit.  Ína var mjög góð (en ég á samt eitthvað erfitt með að halda með henni, veit ekki af hverju) og Ragnheiður Sara syngur alltaf vel, þó svo að lagavalið hafi verið rangt, þá er hún samt svo flott.  Nana mín klikkar ekki en hún var greinilega ekki vinsæl með lagið sem hún valdi í gær, svo ég verð líklega að kjósa hana næst ef ég vil ekki að hún detti út, og það vil ég ekki.

Og lokapunkturinn var náttúrulega að loksins fór Tinna heim, hún átti aldrei heima í þessum hópi og það er ömurlegt að hún hafi hangið inni lengur en einhver annar bara á því að hún er kjaftfor, ég vil ekki kjaftfora Idolstjörnu með barnalega rödd.

Þannig að ég er ánægð með úrslitin og hlakka til að heyra diskóið næst, það er alltaf svolítið erfitt fyrir þessa krakka og sum floppa algjörlega á lagavali þá svo ég bíð spennt…

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.