I’m in love .. og ekki bara af manninum mínum (er samt alltaf In love with him) en nú er ég ástfangin af Dodda litla, hann er hreinlega bara æðislegur. Ef ykkur vantar skutl þá hóið bara í mig og Dodda við reddum því og njótum þess.
Sko hann er ekki bara flottur í útliti heldur er svo mjúkur og yfirvegaður. Hann dekrar svo við mann að það hálfa væri nóg. Hann er líka mjög notalegur og svo passar hann vel uppá öryggið. Þetta gæti ekki verið betra.
Vona bara að Þráinn verði ekki afbrýðisamur, hann er það nú venjulega ekki en nú er aldrei að vita og þá meina ég ekki að hann verði afbrýðisamur út í Dodda heldur út í mig fyrir að fá að vera með Dodda alla virka daga en hann aðeins um helgar en maður fer nú ekki í vinnugalla út með Dodda það gengur ekki hann er alltof fínn með sig til að það gangi. (Ég heppin).
Þá er bara eitt sem vantar núna, ný sólgleraugu í stíl við Dodda.
Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna