Ólukkuvikan

Það er nú meira hvað þetta er mikil ólukkuvika hjá þessari fjölskyldu.

Ástrós Mirra datt af hestbaki í gær og var því heilmikið drama í kringum það en enginn slasaðist.

ÉG lenti í ákeyrslu áðan, shit.  Fyrsta ákeyrslan og ég trúlega í órétti þó mér finnist það ekki vera svoleiðis því það stoppaði bíll með stefniljós og ég tók því að hann væri að segja mér að koma út á götuna en þá kemur bara bíll inní hliðina á mér.  SHIT, shit og shit.

Ég slapp ómeidd verður maður ekki að segja það, en það er nú einu sinni þannig að ef maður sleppur ómeiddur þá skipta dauðu hlutirnir meira máli.  Doddi litli er stórskemmdur en alveg ökufær, og ef ykkur finnst ég gera mikið úr þessu þá er það bara vegna þess að ég hef verið tjónlaus alla ævi þar til í dag.  Hvað þurfti ég endilega að ætla að rjúka á pósthúsið að sækja einhverja bók í bókaklúbbnum hennar Ástrósar Mirru

Ég er mjög fegin að Ástrós Mirra var ekki með mér því bílinn lenti beint á hurðinni þar sem hún situr venjulega þannig að það er víst nóg fyrir hana að hafa dottið af baki.  Eins var ég fegin að maðurinn sem keyrði á mig var einn í bílnum því hann á ólétta konu og tvö börn.

Svo er ég glöð að sjálfsábyrgðin okkar er ekki nema  (Ekki nema huh) 87.600,- og svo er ég líka glöð að líklega verður hægt að gera við bílinn meðan við erum úti á Tenerife.  Verð að biðja Adda að vera tengiliður fyrir okkur á meðan, hann er svo sniðugur að redda málum ef þau verða einhver.

Svo er ég bara glöð yfir því að löggan reyndi bara að hughreista mig og segja mér að fara einmitt strax og keyra aftur og þegar ég sagði þeim að ég hefði verið að monta mig nýlega á því að vera tjónlaus, sagði önnur löggan, já en einu sinni er allt fyrst.  Ég hefði kannski samt alveg verið tilbúin að sleppa þessari reynslu.

En aðalmálið er að ég slapp ómeidd, er samt eitthvað skrítin í öxlinni núna, en samt er ég leið.  Og það má, það má alveg vera leiður á svona stundu en ég jafna mig.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.