Sumarið sem aldrei ætlar að koma.

Ekki virðist sumarið ætla að koma.  Ég var að tala við eina konu sem ætlar í frí í september og við vorum sammála um að sumarið verði kannski komið þá.
En sem betur fer ætlum við ekki að bíða svo lengi því í dag er akkúrat vika þangað til förum til Tenerife  en þar verður bara sól, hiti, strönd, sundlaugar, dýragarðar og skemmtigarðar og ég veit ekki hvað, þannig að fram að því ætlum við að reyna að brosa en það er reyndar erfitt td. eins og núna þá er mér ískalt á höndunum því ég er ekki í peysu (inni hjá mér í júlí) hef aldrei vitað annað eins.
En svo er það Rockstar í kvöld, hlakka til að sjá hvernig Magna gengur og vonandi dettur hann ekki út strax, þetta er svo spennandi fyrir hann og okkur íslendinga.  Áfram Magni og áfram Sól (hvar sem þú ert)

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.