Að eiga svör við öllu…

Að eiga svör við öllu… … er besta mál og líður manni miklu betur heldur en þegar maður velkist um í vafa.

Við Ástrós Mirra fórum í skólann hennar í sérstaka heimsókn í morgun og fengum svör við öllu.  Sáum skólann og uppgötvuðum að við hefðum aldrei fundið innganginn fyrir 6 ára börnin ef við hefðum ekki fengið leiðsögn.

Við hittum aðstoðarskólastjórann hana Marsibil og umsjónarkennarann hennar Ástrósar hana Lilju Dögg, báðar mjög fínar konur.

Og hér koma svo svörin:

Skólinn er einsetinn og hefst því klukkan 8.10.
6 ára börnin eru til kl. 14 tvo daga vikunnar og 13.20 3 daga vikunnar.
Þau eiga að koma með nesti og fáum við leiðbeiningar frá kennaranum hennar í foreldraviðtalinu á miðvikudaginn.
Þau fá ekki lýsi.
Þau fá hádegismat og borða yngstu börnin á undan þeim eldri.
Þau eru með sérinngang og eru yngstu börnin í sér álmu í skólanum og er skólaselið beint á móti skólastofunni hennar Ástrósar.
Það komast öll 6 ára börn að í skólagæslunni.
Það á að auka starfið í skólagæslunni og tengja betur heimanámi og íþróttaiðkun barnanna.
Þau læra Handmennt, Myndmennt, Matreiðslu, Tölvu, Sund, Íþróttir fyrir utan að læra að lesa og skrifa.
Skólastjórinn er með þá stefnu að það eigi að reyna eins og hægt er að hafa skólastarfið úti ef svo viðrar.

Svo nú er bara “Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.