Heimsóknin búin (kína)

Jæja þá er félagsráðgjafinn okkar búin að koma í heimsókn og ég held að henni hafi litist ágætlega á, sérstaklega fannst henni mikið til um útsýnið okkar og svo fannst henni við koma hlutunum vel fyrir.

Við eigum eftir að fara í eina heimsókn til hennar á skrifstofuna og þá er þetta komið.  Vonandi að barnaverndarnefnd verði okkur hliðholl og samþykkti þetta bara.  Svo eigum við að fara á námskeiðið í Hvalfirði 20. okt. nk. og þá held ég að þetta samþykki verði að vera komið.

Alla vega ég er aftur farin að sjá litla dökkhærða stelpu fyrir mér þegar ég er á milli svefns og vöku.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.