Fyrsta ferlið á enda

Jæja, þá er síðasta viðtalið við félagsráðgjafann okkar búið og eftir því sem hún sagði er ekkert sem ætti að koma í veg fyrir samþykki.

Við lásum yfir greinagerðina hennar og bættum við það sem þurfti.  Mér fannst nú svolítið gaman og fallegt að lesa það sem Klara og Snorri sögðu við hana um þessa væntanlegu ættleiðingu okkar.  Takk fyrir það krakkar.
Næst er þá bara að leggja þetta fyrir barnaverndarnefnd og þegar hennar samþykki liggur fyrir er þetta sent Dómsmálaráðuneytinu og þaðan fer það svo í þýðingu og svo loks út til Kína.

Vá þetta er mikið og langt ferli.

Næsta skref hjá okkur er að fara í Hvalfjörðinn um aðra helgi á námskeið sem er hluti að þessum undibúningi okkar fyrir þetta stóra og skemmtilega skref sem við erum að stíga.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.