Vonbrigði

Við komumst að því í vikunni að við verðum líklega í hópi 25 til að fara til Kína.  Hópur 15 er ekki enn farinn og hópur 14 fór í mars.  Ég fór að telja og sá fram á að við þyrftum að bíða í 5 ár með sama áframhaldi.  Okkur var reynar sagt hjá ÍÆ að það ætti nú ekki að verða en líklega förum við ekki fyrr en sumarið 2008, gæti orðið haustið eða vorið.
Vá þetta verða þá rúmlega 2 ár frá því að við sóttum um hér á Íslandi, það er ekkert smá löng meðganga.
En við verðum samt bara að vera bjartsýn og vona að það fari 5 – 6 hópar út á næsta ári þannig að þetta dragist ekki neitt framyfir þennan tíma.

Ég fékk samt svona óþægilega tilfinningu innaní mig á mánudaginn en er búin að losa mig við hana að mestu leiti en samt ekki alveg.  Ég er svekkt.
Hlakka samt til að fara á seinni hluta námskeiðsins í Hvalfirði næsta laugardag, svo kemur afmæli hjá 6 ára dömu í næstu viku þannig að það verður nóg um vera á næstunni.
Við þurfum bara að reyna að nota þennan biðtíma vel og passa okkur að vera í jafnvægi og ekki láta biðina hafa neikvæð áhrif á okkur.
Við erum búin að fá meðmæli frá barnaverndarnefninni í Hafnarfirði og þá eigum við bara eftir að sjá hvort Dómsmálaráðuneytið hefur eitthvað við okkur að athuga, það eru þó litlar líkur á því, því það þarf að hafa komið eitthvað sérstakt fyrir ef þeir hafna fólki sem barnaverndaryfirvöld hafa samþykkt.  Svo líklega erum við komin með JÁið á Íslensku.
En þá hefst líka ferlið fyrir Kína.  Ný lækniskoðun, ýtarlegar blóðprufur, HIV ofl. þess háttar.  Nýtt tekju- og eignavottorð.  Nýtt sakarvottorð.  Við þurfum að skrifa greinargerð um af hverju við ætlum að gera þetta og svo verðum við að fara með þetta allt til löggilts skjalaþýðanda sem þýðir þetta allt á kínversku og þá kemur í ljós hvort Kína samþykki okkur eður ei.

Þegar allt þetta er komið þá verðum við með stóran bunka af pappírum og stimpil á enninu sem segir að við séum hæf til að verða foreldrar á tvimur tungumálum.  Spurning að slá þessum pappírum svolítið um sig og hafa til sýnis í partýum oþh.  “Hvort viltu lesa um æskuárin mín á íslensku eða kínversku?” og fleira í þeim dúr.

En eins og ég sagði áðan, þá verðum við að vera bjartsýn á að ferlið í Kína fari að lagast, það var á tímabili komið niður í 6 mán. frá því að þeir samþykktu fólk en er núna 12 – 18 mán.  Allt of langt.

Sá sem trúir að allir hlutir séu auðveldir, lendir í miklum erfiðleikum.  (Lao-tse)

Ps. verð að bæta við að hópur 15 fékk upplýsingar um börnin sín og myndir af þeim í dag (eða gær) og ég er búin að skoða eina litla stúlku og hún er yndisleg og hún heitir Qu Le Jing og er fædd í lok október 2005 þannig að hún verður rúmlega eins árs þegar hún kemur til Íslands.
Hlakka til að fylgjast með ferðinni þeirra.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.