Ríkisstyrkurinn

Alltaf einhverjar góðar fréttir!  Félagsmálaráðherrann hefur tilkynnt að ríkið muni (það á þó eftir að samþykkja það) styrkja fólk sem ætlar að ættleiða börn um tæpar fimmhundruðþúsundkrónur sem er þá svipað og gert er á öðrum norðurlöndum.

Frábært.  Það munar um minna.  Þannig að þetta mun dekka 1/3 af kostnaði við ættleiðinguna.

Annars er bara allt rólegt hjá okkur, við erum ekki farin að redda pappírum til að senda út, því við ákváðum að einbeita okkur að 6 ára stelpunni núna og klára afmælið hennar og fara svo á fullt að redda hinu.

Annað sem ég næstum gleymi að nefna er að við fengum bréf frá Dómsmálaráðuneytinu í dag og við erum komin með forsamþykki fyrir ættleiðingunni.  Það þýðir að íslensk stjórnvöld telja okkur hæf að ættleiða barn og ala upp.

Ekki amarlegt það.  Fyrsti stimpillinn kominn á ennið á okkur.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.