Ríkisstyrkurinn

Alltaf einhverjar góðar fréttir!  Félagsmálaráðherrann hefur tilkynnt að ríkið muni (það á þó eftir að samþykkja það) styrkja fólk sem ætlar að ættleiða börn um tæpar fimmhundruðþúsundkrónur sem er þá svipað og gert er á öðrum norðurlöndum.

Frábært.  Það munar um minna.  Þannig að þetta mun dekka 1/3 af kostnaði við ættleiðinguna.

Annars er bara allt rólegt hjá okkur, við erum ekki farin að redda pappírum til að senda út, því við ákváðum að einbeita okkur að 6 ára stelpunni núna og klára afmælið hennar og fara svo á fullt að redda hinu.

Annað sem ég næstum gleymi að nefna er að við fengum bréf frá Dómsmálaráðuneytinu í dag og við erum komin með forsamþykki fyrir ættleiðingunni.  Það þýðir að íslensk stjórnvöld telja okkur hæf að ættleiða barn og ala upp.

Ekki amarlegt það.  Fyrsti stimpillinn kominn á ennið á okkur.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.