Óheilsa

Það er að sjálfsögðu ekkert sjálfgefið að hafa góða heilsu, það er alltaf að sýna sig og hér hjá okkur núna í gær og í dag.  En hann Þráinn minn er búinn að vera svo slæmur í bakinu að ég hef hreinlega aldrei séð hann svona kvalinn.

Ég dreif hann til læknis í gærkvöldi og hann var sendur beint í myndatöku í morgun en er ekki búinn að fá út úr henni.

Það er tvennt sem gerir það að verkum að ég verð hrædd þegar eitthvað svona kemur fyrir.  Í fyrsta lagi, þá hryggbrotnaði hann fyrir 4 árum eða svo þannig að ef hann fær í bakið þá hugsar maður til þess og að þetta sé þá kannski brjósklos eða eitthvað annað jafn skemmtilegt.

Annað var að hann fékk svo mikinn doða niður í fót og þá fór ég að hugsa um tengdapabba sem dó úr MND og var hans veikindatími mjög stuttur og erfiður.  MND er arfgengt þannig að maður fær í svona dæmum nettan hjartslátt og hugsar sem svo, hvað gerum við ef.

En auðvitað er ekkert hægt að sjá það fyrir, það getur að sjálfsögðu enginn ákveðið hvað hann ætli að gera ef.  Eða hvernig hann muni bregðast við ef.

En sem betur fer þurftum við ekki að hugsa of mikið um ef, í dag því um miðjan dag í dag hætti hann allt í einu með þennan mikla verk og er miklu betri og getur alla vega hökt um íbúðina, en það gat hann ekki í gær eða í morgun án mjög mikilla kvala.
Svo í rauninni varð kraftaverk í dag og meira að segja læknirinn sem skoðaði hann í gær trúði honum ekki þegar hann sagðist vera nærri verkjalaus og geta staulað um án verkja.

Við bíðum samt eftir niðurstöðu röntgenmyndanna til að vita hvað þetta var/er.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.