Sundmót og X-faktorinn

Fyrsta sundmót Ástrósar Mirru var í dag, hún synti ásamt félögum 25 metra skriðsund.  Geðveikt að sjá þessi litlu kríli, sem fengu mömmur sínar til að taka smá hjartastopp þegar þau fóru ofan í laugin djúpu megin.  Úps, ein mamman stökk upp og sagði: Guð minn góður verður enginn með þeim ofaní.  Og svo stökk hún til að bjarga börnunum en þess þurfti ekki því það fóru stærri stelpur ofaní og syntu með litlu krílunum en ….

… Ástrós Mirra synti ein yfir 25 metrana.   Frábært hjá henni.  Og gaman að sjá þessa krakka koma svo lafmóð uppúr því þetta var nú talsvert mikið.

Ég er ótrúlega stolt af henni.  Pabbi hennar missti af þessu því okkur skildist að mótið hæfist kl. 17 og hann átti að fara á leikfélagssýningu kl. 18 og þá voru litlu krakkarnir ekki byrjuð.  Leiðinlegt fyrir hann.

En að öðru….
… Fyndið í öllum flokkum í X-faktornum þekki ég einhvern eða hann/hún er skildur mér.

Í yngsta hópnum þekki ég hana Arndís dóttu Hönnu stóru sem báðar voru með mér í leikfélaginu.  Frábær stelpa, skemmtileg og syngur vel.
Í hópa hópnum eru frændsystkyn sem eru skyld mér og voru einmitt í ættarhljómsveitinni á ættarmótinu í sumar.
Í eldri hópnum þekki ég hann Sævar Helgi sem er úr Eyjum og var einnig veislustjóri á árshátíð hjá okkur í Maritech á Selfossi um árið.

Öll komust þá áfram núna í kvöld, frábært.

Hlakka til að sjá næstu þætti, nú fer maður að þekkja fólkið og geta metið það betur og gert sér grein fyrir hver er í uppáhaldi og hver ekki.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.