18.4.2007
… eða hvað? Æ það er vonandi að spáin verði rétt og það frjósi saman vetur og sumar, sem táknar þá að við fáum gott sumar. Það er frábært að vera komin með birtuna og fallega veðrið en enn þarf að klæða sig vel enda ekki nema 2-3 stiga hiti sem er mun kaldara en í ísskáp.
Ég fór með litlu biblíuna hennar Ástrósar Mirru í Leikbæ/Dótabúðina í dag og það er allt búið sem er í bæklingnum og hún merkti við. Það er eins og mig minni að þetta hafi verið svona hjá þeim í fyrra líka. Af hverju panta þeir ekki meira svo það sé nóg af þessu dóti í vikunni fyrir sumardaginn fyrsta, því það hlýtur að seljast fram eftir sumri svona sumardót en ekki bara í þessu einu viku.
En Þráinn keypti eitthvað sem við höldum að henni muni alveg þykja fínt þó hún hafi ekki merkt við það í biblíunni sinni.
Það var ‘Þrifadagur’ í vinnunni hjá mér í dag sem er víst eitthvað trend í dag. Skrítið að fyrirtæki og stjórnendur eigi svona erfitt með að biðja starfsmenn sína að ganga snyrtilega um og laga til hjá sér og þurfi svo að hafa svona dag til að fólk geri sómasamlegt í kringum sig. En þetta heppnaðist ágætlega hjá Maritech með aðstoð starfsmannafélagsins með grill í hádeginu og svo bauð fyrirtækið uppá léttvín og bjór eftir vinnu. Vona að einhverjir hafi skellt sér á skrallið og notið dagsins/kvöldsins.
En mátti til að bjóða ykkur öllum gleðilegs sumars og takk fyrir fúlan vetur.
Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna